Hero Image

Framtíðin í akstri

Allir nýir Tesla bílar eru með þróaðan vélbúnað sem staðalbúnað og geta boðið upp á Autopilot eiginleika nú þegar og fulla sjálfkeyrslugetu síðar – með hugbúnaðaruppfærslum sem auka ökuhæfi með tímanum.

Þróuð skynjaravernd

Átta myndavélar víðs vegar um bílinn veita 360 gráðu skyggni kringum bílinn upp í allt að 250 metra fjarlægð. Tólf uppfærðir hljóðbylgjuskynjarar eru síðan til viðbótar og gera kleift að nema bæði harða og mjúka hluti í allt að tvöfalt meiri fjarlægð en fyrra kerfið. Ratsjá sem vísar fram á við er með endurbætta vinnslugetu og veitir viðbótargögn um umhverfið á umframbylgjulengd og getur skyggnst gegnum mikla rigningu, þoku, rykmettun og jafnvel bílinn framundan.

Þröng frammyndavél

Hámarksfjarlægð 250 m

Aðalframmyndavél

Hámarksfjarlægð 150 m

Breið frammyndavél

Hámarksfjarlægð 60 m

Ratsjá

Hámarksfjarlægð 160 m

Hliðarmyndavélar að framan

Hámarksfjarlægð 80 m

Camera Views, Radar, and Ultrasonics Image Overlay

Hljóðbylgjuskynjarar

Hámarksfjarlægð 8 m

Bakkmyndavél

Hámarksfjarlægð 50 m

Hliðarmyndavélar að aftan

Hámarksfjarlægð 100 m

Frekari upplýsingar um myndavélasýn, ratsjá og hljóðylgjuskynjara

views-expand--plus> <img class=
Triclops Camera

Breið, þröng og aðalmyndavél að framan

Þrjár myndavélar sem staðsettar eru fyrir aftan framrúðuna veita gott útsýni fyrir framan bílinn og markvissa og langdræga greiningu á fjarlægum hlutum.

Víð

Fiskaugalinsa með 120 gráðu sjónarhorn nær til umferðarljósa, hindrana á veginum og hluta nærri bílnum. Mjög gagnleg í þéttbýli þar sem farið er um á litlum hraða.

Aðal

Gagnleg í mörgum tilvikum.

Þröng

Er með afmarkaða, langdræga sýn á hluti sem eru langt í burtu. Gagnleg þegar hraði er mikill.

Side Front Camera

Hliðarmyndavélar að framan

Umframhliðarmyndavélar að framan, sem spanna 90 gráður, leita að bílum sem koma óvænt inn á akreinina sem þú ert á og veita viðbótaröryggi þegar komið er að gatnamótum og skyggni er takmarkað.

Side Rear Camera

Hliðarmyndavélar að aftan

Myndavélar vakta blinda bletti báðum megin á bílnum en það er mikilvægt til að geta skipt um akrein á öruggan hátt og blandast umferðinni.

Rear Camera

Bakkmyndavél

Bakkmyndavélin er ekki bara til að bakka með öruggum hætti heldur er hún nú hluti af vélbúnaðarpakka Autopilot og myndavélin er orðin betri. Bakkmyndavélin er gagnleg þegar flókið er að leggja.

Ratsjá

Ratsjá

Bylgjulengd ratsjánnar nær í gegnum þoku, rykmökk, rigningu, snjó og undir bíla sem skiptir miklu máli við að greina og bregðast við hlutum framan við bílinn.

Hljóðbylgjuskynjarar

Hljóðbylgjuskynjarar

Drægnin tvöfaldast með aukinni næmni þar sem stuðst er við sérkóðuð merki. Skynjararnir eru gagnlegir við að greina bíla í grenndinni, sérstaklega þegar þeir eru nálægt þinni akrein og veita leiðsögn þegar bílnum er lagt.

Vinnslugeta aukin 40x

Til að greina öll gögnin keyrir ný tölva um borð, sem er meira en 40 sinnum öflugri en eldri tölvur, nýja tauganetið sem Tesla hefur þróað til hugbúnaðarvinnslu fyrir myndavélar, hljóðbylgjur og ratsjár. Til samans veitir kerfið útsýni á umhverfið sem bílstjórinn sjálf(ur) nær ekki að höndla, það sér í allar áttir samtímis og á bylgjulengdum sem skynjun fólks nær ekki til.

Autopilot Sensor

Tesla Vision

Til að nýta þennan öfluga myndavélapakka hefur nýi vélbúnaðurinn yfir að ráða algerlega nýjum og öflugum vinnslutækjum fyrir myndir sem Tesla hefur þróað. Tesla Vision byggist á djúpu tauganeti og afbyggir umhverfi bílsins á öruggari hátt en hægt er að tryggja með hefðbundnum vinnsluaðferðum á myndefni.

Autopilot

Háþróaðir öryggis- og þægindaeiginleikar Autopilot eru hannaðir til að aðstoða þig við mest íþyngjandi hluta akstursins. Autopilot innleiðir nýja eiginleika og bætir fyrirliggjandi búnað þannig að Tesla bíllinn þinn verði öruggari og betri með tímanum.

Autopilot gerir bílnum kleift að stýra, auka hraða og hemla sjálfvirkt innan akreinar.

Virkrar umsjónar bílstjóra er krafist við notkun á núverandi Autopilot eiginleikum og ökutækið er ekki sjálfstýrandi.

Aukinn Autopilot

Keyra með Autopilot

Leiðbeina í Autopilot leggur til akreinaskipti til að leiðin á áfangastað gangi sem best og gerir leiðréttingar til að þú festist ekki fyrir aftan hægfara bíla eða vörubíla. Þegar Leiðbeina í Autopilot er virkt er bílnum stýrt sjálfkrafa í átt að afreinum á þjóðvegum eftir því hvert þú vilt fara.

Autopilot Autosteer

Autosteer+

Með nýju Tesla Vision myndavélunum, skynjurum og vinnslugetu á Tesla ökutækið þitt auðveldara með að fara um minni og flóknari götur.

Autopilot Summon

Smart Summon

Með Smart Summon mun bíllinn þinn aka við flóknari aðstæður og á bílastæðum, fara kringum hindranir eins og þörf krefur og aka til þín á bílastæðinu.

Full sjálfkeyrslugeta

Allir nýir Tesla bílar eru með vélbúnaðinn sem þörf er á síðar til að tryggja fulla sjálfkeyrslugetu við næstum því hvaða aðstæður sem er. Kerfið er hannað til að fara stuttar og langar vegalengdir án þess að einstaklingurinn í bílstjórasætinu þurfi að hafa sig nokkuð í frammi.

Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn í bílinn og segja honum hvert þú vilt fara. Ef þú segir ekki neitt mun bíllinn skoða dagatalið þitt og keyra þig þangað sem sagt er til um í dagatalinu eða bara heim ef ekkert er tilgreint í dagatalinu. Tesla bíllinn þinn mun finna bestu leiðina, fara um borgargötur (jafnvel þó að engar akreinamerkingar séu fyrir hendi), fara um flókin gatnamót þar sem umferðarljós eru fyrir hendi, stöðvunarskilti og hringtorg og aka fjölfarnar hraðbrautir þar sem bílar aka á miklum hraða. Þegar þú kemur á áfangastað skaltu bara stíga úr bílnum við innganginn og bíllinn þinn mun fara að leita að bílastæði og leggja sjálfur. Þú þarft bara að ýta á takka í símanum til að fá hann til að koma aftur til þín.

Fyrir suma eiginleika er stefnuljósa krafist og þeir hafa takmarkaða drægni. Notkun þessara eiginleika í framtíðinni án eftirlits er háð því að ná fram áreiðanleika sem er meiri en ökumenn hafa sýnt á milljörðum ekinna kílómetra sem og samþykki eftirlitsaðila en slíkt kann að taka lengri tíma innan ákveðinna lögsagnarumdæma. Eftir því sem búnaður fyrir sjálfkeyrslugetu er innleiddur verður bíllinn þinn stöðugt uppfærður með þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum.

Autopilot Navigation

Að heiman

Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn í bílinn og segja honum hvert þú vilt fara. Ef þú segir ekki neitt mun bíllinn skoða dagatalið þitt og keyra þig þangað sem sagt er til um í dagatalinu. Tesla bíllinn þinn mun átta sig á bestu leiðinni og getur ekið um borgargötur, um flókin gatnamót og hraðbrautir.

Autopilot Parking Space

Að áfangastað

Þegar þú kemur á áfangastað skaltu bara stíga úr bílnum við innganginn og bíllinn þinn mun fara að leita að bílastæði og leggja sjálfur. Þú þarft bara að ýta á takka í símanum til að fá hann til að koma aftur til þín.

Venjulegir öryggiseiginleikar

Byrjað er að innleiða virka öryggistækni, þar á meðal árekstravörn og sjálfvirka neyðarhemla, gegnum þráðlausar uppfærslur.

Sjálfvirk neyðarhemlun

  1. Hönnuð til að greina hluti sem gætu rekist á bílinn og beitir hemlunum eins og þörf er á

Viðvörun um hliðarárekstur

  1. Varar bílstjóra við mögulegum árekstri við hindranir sem eru við hlið bílsins

Árekstrarvari að framan

  1. Hjálpar til við að vara við yfirvofandi árekstri við hægfara eða kyrrstæða bíla

Sjálfvirk háljós

  1. Breytir háu og lágu ljósunum eins og þörf krefur
Autopilot Sensor