Autopilot

Við þróum og notum sjálfvirkni í miklu mæli. Við trúum að nálgun sem byggir á framsækinni gervigreind í framtíðarsýn og áætlanagerð, studd skilvirkri notkun á ályktunarvélbúnaði, sé eina leiðin til að fá almenna lausn á fullri sjálfkeyrslugetu.

Vélbúnaður

Vélbúnaður

Byggja kísilflögur frá grunni sem knýja hugbúnað okkar fyrir fulla sjálfkeyrslugetu, þar sem sérhver smávægileg og örsmá hönnunarendurbót er tekin til greina en á sama tíma unnið að því að ná hámarkskísilafköstum á hvert vatt. Skipulagning, tímasetning og aflgreining á hönnuninni framkvæmd á staðnum. Skrifa öflug, slembiröðuð próf og stigatöflur til að staðfesta virkni og afköst. Innleiða þýðendur og rekla sem forrita og eiga samskipti við flöguna með mikla áherslu á fínstillingu afkasta og orkusparnað. Loks, sannprófa kísilflöguna og fjöldaframleiða hana.

Tauganet

Tauganet

Nota framsæknar rannsóknir til að þjálfa flókin tauganet í að leysa vandamál tengd hlutum eins og skynjun og stýringu. Myndavélakerfi okkar greina hrámyndir og framkvæma merkingarlega sundurliðun, hlutagreiningu og sjóndýptarmat. Yfirlitsmyndakerfi okkar taka vídeó úr öllum myndavélum og birta útlit vegar, innviði og þrívíða hluti með beinum hætti. Net okkar læra af flóknustu og margbreytilegustu aðstæðum í heiminum og greina gögn frá flota sem telur nærri 1 milljón ökutækja í rauntíma. Full smíði Autopilot tauganeta sem taka til 48 netkerfa sem tekur 70.000 GPU-klukkustundir að þjálfa 🔥. Til samans eru þau með úttak upp á 1.000 mismunandi spáreikninga í hverju tímaskrefi.

Sjálfvirknialgóriþmar

Sjálfvirknialgóriþmar

Þróa kjarnaalgóriþma sem keyra bílinn með því að útbúa hágæðaeftirmynd heimsins og spálíkön fyrir það rými. Til að þjálfa tauganetin til að sjá fyrir slíkar framsetningar eru búin til sanngögn með aðstoð algóriþma á nákvæman og stórfelldan hátt með því að sameina upplýsingar úr skynjurum bílsins í tíma og rúmi. Nota nýjustu tækni til að smíða örugg skipulags- og ákvörðunarkerfi sem virka í flóknum raunheimaaðstæðum þar sem óvissa er fyrir hendi. Meta algóriþma með hliðsjón af öllum Tesla flotanum.

Kóðagrunnur

Kóðagrunnur

Gegnstreymi, biðtími, sannkvæmni og löggengi eru helstu mæligildin sem við notum til að fínstilla kóðann okkar. Smíða Autopilot hugbúnaðinn frá grunni og samhæfa vel við sérsniðinn vélbúnað okkar. Innleiða mjög örugg ræsihleðsluforrit með stuðningi fyrir þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur og ná fram sérsniðnum Linux-kjörnum. Skrifa hraðvirkan og minnisnýtinn lágkóða sem nær utan um mikið magn hraðvirkra gagna úr skynjurum okkar og deila honum með ýmsum notendaferlum — án þess að slíkt hafi áhrif á aðgang að miðlægu minni eða svelti nýtiskóða úr CPU-lotum. Kreista og leiða útreikninga gegnum margvíslegar einingar sem fást við vélbúnaðarútreikninga í mörgum kerfisflögum.

Matsinnviðir

Matsinnviðir

Byggja matsverkfæri og innviði tengd opnum og lokuðum lúppuvélbúnaði til að hraða nýsköpun, vakta endurbætur á afköstum og koma í veg fyrir afturför. Vinna úr dæmigerðum, nafnlausum bútum úr flotanum og sameina þá í stóran hóp dæmitilvika. Skrifa kóða sem hermir eftir raunumhverfi, búa til myndefni sem er mjög raunsætt og önnur skynjaragögn sem veita efni til Autopilot hugbúnaðar okkar í beina kembiforritun eða sjálfvirkar prófanir.

Nauðsynlegar upplýsingar

Sendir...

Takk fyrir innsendinguna, við verðum í sambandi!

Við gátum ekki unnið úr beiðninni sem stendur, reyndu aftur síðar.