section hero section hero touch

Starfsnám hjá Tesla

Við bjóðum upp á starfsnám allt árið á vinnustöðum Tesla um heim allan.

„Upplifanir mínar sem starfsnemi Tesla eru eitthvað sem ég bý að alla mína starfsævi. Ég átti þess kost að fást við vandamál sem voru krefjandi, einstök og skiptu máli — innan nokkurra vikna var ég komin með næga þjálfun til að geta sagt mitt álit á ákvörðunum sem höfðu áhrif á alla vörulínuna.“
– Michaela

„Bara sú tilfinning að vita að ég hjálpaði til við að smíða bíl sem gagnrýnendur sögðu að gæti ekki og myndi ekki líta dagsljósið er eitthvað sem ég myndi ekki vilja hafa misst af.“
– Andrew

Störf hjá Tesla

Hjá Tesla erum við að leysa mikilvægustu verkefni heimsins með aðstoð hæfileikaríks fólks sem hefur brennandi áhuga á að breyta heiminum. Fyrirtækjamenningin hjá okkur einkennist af nýsköpun, orku og hraða. Við erum með höfuðstöðvar við San Fransisco flóa og skrifstofur víðs vegar um heim. Við viljum umhverfi án aðgreiningar, þar sem allir, óháð kyni, uppruna, trú, aldri eða bakgrunni geti notið sín í starfi.

Leita að störfum

Algengar spurningar

Starfsnám er sem stendur í boði í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og sums staðar í Asíu. Hver staða verður auglýst á viðkomandi svæði.

Hvernig sæki ég um?

Sæktu um á netinu. Farið verður yfir umsóknina og haft samband ef áhugi er á henni. Hafðu í huga að við fáum mikinn fjölda umsókna og getum hugsanlega ekki haft samband ef ekki er staða í boði sem stendur sem passar fyrir þig.

Býður Tesla upp á starfsnám og samstarf?

Já. Við ræðum um alla í verkefninu sem starfsnema, óháð því hver lengdin er eða hvað skólinn þinn kallar þetta. Þegar þú sækir um sérðu „starfsnám“ samanborið við „samstarf“ tengt stöðunni.

Þú gætir einnig séð upptalið iðnnám sem varðar ákveðna hæfileika eða iðnir.

Hvenær ársins ræður Tesla starfsnema?

Í Bandaríkjunum ráðum við á þremur árstíðum ársins (vor/vetur, sumar og haust). Starfsnám getur verið 3-12 mánaða vinna eftir því hver ráðningarþörfin er.

Í Evrópu ráðum við í tveimur stórum skömmtum sem hvor um sig vara í 5 eða 6 mánuði og hefjast í september / október og janúar / febrúar á hverju ári, og við fylgjum alltaf námsalmanakinu.

Hvenær er opnað fyrir umsóknir?

Hvert tímabil er birt með sinni eigin tímasetningu. Best er að sækja um kringum þann tíma sem að stöðurnar eru auglýstar. Þó að þetta geti verið breytilegt er hver ráðningarlota allt að fjórir mánuðir (stundum lengri) frá þeim tíma að staða er auglýst.

  • Umsóknir um vor/vetur birtast snemma að hausti árið á undan
  • Umsóknir um sumar birtast snemma að hausti eða um mitt haust árið á undan
  • Umsóknir um haust birtast snemma að vori/vetri á sama ári

Hvernig veit ég að ég var ekki valin(n)?

Vegna mikils fjölda umsókna er ekki víst að þú heyrir frá okkur um leið. Við lokum fyrir umsóknir þegar ráðningarlotunni er lokið.

Get ég sótt aftur um síðar?

Ef þú uppfyllir hæfisskilyrði eru engin takmörk á því hve oft þú getur sótt um. Við hvetjum þig endilega til að gera það.

Get ég sótt um fleiri en eina stöðu?

Já. Skoðaðu hverja stöðu fyrir sig áður en þú sækir um og passaðu að reynsla þín falli að skilyrðunum.

Við hvað starfa starfsnemar?

Starfsnemar geta unnið við margvísleg verkefni að því að uppfylla hlutverk fyrirtækisins. Ráðningarferlið á að tryggja að starfsnemar vinni hjá teymum og í verkefnum sem best hæfa áhugasviði og reynslu þeirra. Verkefni eru breytileg eftir ráðningarþörfum fyrirtækisins en þau varða oftast áríðandi verkefni og starfsnemar taka virkan þátt í þeim. Við búumst við að starfsnemar okkar uppfylli sömu gæðastaðla og annað starfsfólk okkar.

Eru starfsnemar síðan ráðnir í fullt starf?

Já. Með tilliti til núverandi ráðningarþarfa Tesla og árangurs starfsnema hingað til eru margir sem síðan eru ráðnir í fullt starf. Við hugsum þetta sem leið til að beina hæfileikafólki inn í fyrirtækið.

Eru það aðeins eldri starfsnemar sem fá ráðningu í fullt starf?

Nei. Það er kostur að hafa verið starfsnemi því að þeir hafa beina reynslu og eiga gott tækifæri á að komast í fullt starf en það er ekki skilyrði þegar sótt er um opnar stöður.

Hver eru helstu hæfisskilyrðin þegar sótt er um starfsnám?

Þú þarft að vera skráð(ur) sem nemandi og hafa góðar einkunnir, vera nemandi í greinum sem eiga við og vera að ljúka námsgráðu á háskólastigi. Ef þú ert einstaklingur sem ekki ert í námi sem lýkur með gráðu skaltu skoða fullt starf hjá okkur. Tesla vill ráða hæfileikaríkasta fólk í heimi og mun tryggja að tækifæri séu í boði fyrir bæði nemendur og þá sem ekki eru í námi.

Eru einhver tækifæri fyrir nemendur sem varða annað en tæknimál?

Já. Skoðaðu laus störf en þar sérðu öll þau tæknistörf og önnur störf sem laus eru.

Úr hvaða menntagreinum ráðið þið starfsfólk?

Við mælum með því að þú skoðir hverja stöðu fyrir sig til að sjá hvaða verkefni gætu hentað þinni námsgráðu best.

Greiðir Tesla starfsnemum?

Já. Allir starfsnemar fá greitt fyrir vinnu sína.

Ef fólk er valið býður Tesla þá starfsnemum upp á húsnæði eða aðstoð við að færa sig mili staða?

Fyrir flesta staði býður Tesla upp á styrk fyrir nemendur til að færa sig á milli staða ef námsstofnun viðkomandi er 50 mílur eða lengra í burtu frá vinnustaðnum. Fyrir þá sem vinna í Gigafactory í Nevada er húsnæði í boði fyrir starfsnema í sumum tilvikum.

Ef ég hef nú þegar lokið námsgráðu get ég þá sótt um starfsnám?

Í Bandaríkjunum er starfsnám ætlað sem vinnutækifæri fyrir þá sem eru skráðir nemendur. Starfsnemar þurfa að hafa góðar einkunnir, vera skráðir í nám sem tengist starfsemi okkar og vera að vinna að því að ljúka gráðu á háskólastigi. Fólk sem hefur lokið námi er hvatt til að sækja um fullt starf.

Í Evrópu leyfa sum lönd að fólk sem hefur nýlokið námi vinni sem starfsnemar í samræmi við landslög og reglur.