English
Nederlands
Français
Deutsch
English
English
Change language

Tesla Enterprise Hero Image

Upplýsingar fyrir neyðarviðbragðsaðila

Tesla hefur einsett sér að hjálpa slökkviliðum og neyðarviðbragðsaðilum að takast á öruggan hátt á við neyðartilvik sem varða Tesla ökutæki. Neyðarrofar eru fáanlegir sem gera kleift að losa orku úr ökutækinu á öruggan hátt ef það er nauðsynlegt til að bjarga farþegum.

Fyrir ökutækiseigendur

Ef slys verður skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
 1. Dreptu á ökutækinu

  Roadsters: Dreptu á ökutækinu og fjarlægðu lykilinn.
  Model S, Model X and Model 3: Ýttu einfaldlega á hnappinn „park“ á enda akstursrofans.

  Tesla ökutæki eru rafknúin og eru hljóðlaus, jafnvel þegar orka er í aflrásinni.

 2. Hringdu í vegaaðstoð

  Hringdu í vegaaðstoð Tesla. Ef um neyðartilvik er að ræða skaltu hringja í 112.

 3. Skoðaðu eigandaspjald ökutækis

  Skoðaðu eigandaspjald ökutækisins í hanskahólfinu til að fá upplýsingar um vegaaðstoð sem tiltæk er allan sólarhringinn og leiðbeiningar um hvernig draga skal ökutækið.

Hafa samband

Ökutæki

Starfsfólk slökkviliðs, þjálfunarstarfsfólk og aðrir neyðarviðbragðsaðilar sem eru með spurningar eru beðnir um að hringja í vegaaðstoð Tesla. Ef ekki er um neyðartilvik að ræða skaltu senda spurningar á firstrespondersafety@tesla.com.

Orka

Ef þú hefur spurningar sem tengjast Powerpack og Megapack geturðu sent okkur tölvupóst á PowerpackSupport@tesla.com.

Ef þú hefur spurningar sem tengjast Powerwall geturðu sent okkur tölvupóst á PowerwallSupportEMEA@tesla.com.