Stuðningur

Algengar spurningar um 8 GB eMMC innköllunina

Tesla hefur ákveðið að innkalla að eigin frumkvæði ákveðin Model S og Model X ökutæki og uppfæra í þeim hugbúnað og skipta út innbyggðu 8GB MultiMediaCard (eMMC) í miðjuskjánum (MCU). Innköllunin tekur til Model S og Model X ökutækja sem smíðuð voru fyrir mars 2018 og eru með innfelldu 8 GB MultiMediaCard (eMMC) í miðjuskjánum sem gæti bilað vegna uppsafnaðs slits. Innköllunin hefur engin áhrif á Model S og Model X ökutæki sem smíðu voru í mars 2018 eða síðar og eru ekki með 8 GB eMMC.

Hefur innköllunin áhrif á Model S/X sem ég á?
Allir eigendur geta skoðað hvort þetta hefur áhrif á VIN þeirra með því að nota Tesla VIN Recall Search.*
*Athugaðu að síðan Tesla VIN Recall Search er sem stendur á ensku.

Hvert er vandamálið og hvaða áhrif hefur það á ökutækið mitt?
Við vitum af göllum í sumum eldri snertiskjánum (MCU) okkar vegna uppsafnaðs slits á 8 GB eMMC í Model S og X ökutækjum sem smíðuð voru fyrir mars 2018. eMMC styður við miðskjá ökutækisins og bilun í 8 GB eMMC gæti valdið því að engin mynd birtist á miðjuskjánum sem ekki lagast eftir að snertiskjárinn hefur verið endurræstur og einnig tapi á ákveðnum eiginleikum og/eða ökutækisviðvörun sem varar við bilun í minnisgeymslutæki.

Er öruggt að keyra bílinn?
Við vitum ekki af neinum árekstrum eða slysum sem tengjast þessu ástandi. Ef bilun verður vegna uppsafnaðs slits gæti hún valdið því að ítrekað sjáist engin mynd á miðjuskjánum og ekki sé hægt að laga vandamálið með því að endurræsa snertiskjáinn eða að viðvörun birtist þar sem tilkynnt er að minnisgeymslutæki hafi bilast og hafa skuli samband við þjónustu. Bíllinn er í ökuhæfu ástandi þó að bilun verði í eMMC-íhlutnum. Hröðun, bremsur og stýri virka eins og áður en ef ökutækið keyrir á hugbúnaði sem er eldri en 2020.48.12 og bilun verður í eMMC þá gætirðu misst aðgang að bakkmyndavélinni, ytri stefnuljósum síðar þegar ekið er eftir að bilun kemur upp í eMMC. Einnig gætirðu misst aðgang að móðuhreinsun á rúðum og stjórntækjum fyrir afþíðingu.

Ef þú missir aðgang að bakkmyndavélinni skaltu horfa aftur og nota baksýnis- og hliðarspegla þegar þú bakkar ökutækinu. Ef þú getur ekki notað stefnuljósin skaltu passa þig sérstaklega vel þegar þú þarf að beygja. Ef þú missir aðgang að móðuhreinsun og afþíðingu skaltu grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja eðlilegt útsýni gegnum rúðurnar. Til að koma í veg fyrir þessar hættur skaltu bara setja upp hugbúnaðarútgáfu /2020.48.12 eða nýrri útgáfu núna. Til að fá frekari upplýsingar eða stuðning um hvernig þú getur skoðað hver núverandi hugbúnarútgáfa er eða ljúka við uppfærslu skaltu skoða stuðningssíðu vegna hugbúnaðaruppfærslna.

Ef ökutækið þitt keyrir á hugbúnaðaruppfærslu 2020.48.12 eða nýrri útgáfu og eMMC bilar þá hefurðu áfram aðgang að bakkmyndavélinni, ytri stefnuljósin munu virka og móðuhreinsun og afþíðing fara sjálfkrafa í sjálfvirkan ham og stilla hitastigið í farþegarýminu í 22 gráður C (71,6 gráður F) til að tryggja að sjáist vel í gegnum rúðurnar. Frá 22. janúar 2021 hafa 88% ökutækja sem innköllunin tekur til sett upp hugbúnaðarútgáfuna 2020.48.12 eða nýrri.

Er innkölluninni ætlað að skipta út íhlut?
Bæði. Fyrsti hluti lagfæringarinnar felst í því að tryggja að viðskiptavinir setji upp hugbúnaðaruppfærsluna 2020.48.12 eða nýrri útgáfu þannig að hægt sé að koma í veg fyrir alla mögulega öryggishættu. Seinni hlutinn felst í því að uppfæra ókeypis tiltæka minnisgeymslu í ökutækinu úr 8 GB í 64 GB.

Býðst Tesla til að skipta út íhlutnum og hversu langan tíma tekur að skipta honum út?
Já. Tesla mun skoða ökutækið til að ákvarða hvort að það sé með 8 GB eMMC og ef svo er munum við skipta út 8 GB eMMC ókeypis og setja endurbætt 64 GB eMMC í staðinn. Eftir skiptin mun ökutækið halda NVIDIA® Tegra® afþreyingarörgjörvanum. Greining eða viðgerð á öðru ástandi en hlutnum og ástandinu sem lýst er að ofan heyra ekki undir þessa innköllun. Tesla þarf að framkvæma greiningu og viðgerð sem fellur undir innköllunina, nema ef um er að ræða eldri viðgerðir sem eru gjaldgengar í endurgreiðslu (skoðaðu spurninguna að neðan til að fá frekari upplýsingar um endurgreiðslur).

Það tekur þjónustu Tesla um 75 mínútur að klára uppfærsluna fyrir Model S ökutæki og um 90 mínútur fyrir Model X ökutæki.

Er þetta sama þjónustuaðgerðin og Infotainment-uppfærsla Tesla?
Nei. NVIDIA® Tegra® afþreyingarörgjörvinn verður áfram í ökutækinu eftir uppsetningu á 64 GB eMMC; þetta er eina þjónustan sem dekkuð er í innkölluninni og er aðskilin frá Infotainment-uppfærslunni.Infotainment-uppfærslan breytir afþreyingarörgjörvanum í Intel Atom® og hefur í för með sér að öðrum hlutum er skipt út.

Hvernig fer bókun vegna innköllunarinnar fram?
Ef þú ert skráður eigandi þarftu bara að staðfesta að ökutækið keyri á hugbúnaðarútgáfunni 2020.48.12 eða nýrri útgáfu og ef svo er ekki skaltu uppfæra í nýjustu tiltæku útgáfu. Þú þarft ekki að grípa til neinna annarra aðgerða í bili og þú getur áfram keyrt ökutækið.Við látum þig vita þegar íhlutirnir verða tiltækir. Þangað til skaltu ekki bóka þjónustuskoðun hjá Tesla nema viðvörun birtist í ökutækinu um bilun í minnisgeymslu eða engin mynd birtist aftur og aftur á miðjuskjánum og ekki er hægt að laga vandamálið með því að endurræsa snertiskjáinn.

Ég fékk viðgerð sem féll undir þjónustu ábyrgðarleiðréttingar vegna 8 GB eMMC. Þarf ég á frekari viðgerðum að halda samkvæmt þessari innköllun?
Nei, þessi innköllun tekur við af þjónustu ábyrgðarleiðréttingar vegna 8 GB eMMC. Ef 8 GB eMMC hjá þér hefur nú þegar verið skipt út samkvæmt þjónustu 8 GB eMMC ábyrgðarleiðréttingarinnar gildir innköllunin ekki um þig og þú þarft þá ekki að grípa til neinna aðgerða.

Bíllinn minn var smíðaður á sama tíma og innkölluðu ökutækin en hann er ekki talinn upp í innkölluninni. Af hverju ekki?
Skrár okkar benda til að 8 GB eMMC hjá þér hafi áður verið uppfært og því gildir innköllunin ekki um þig.

Ég borgaði áður fyrir viðgerð á miðjuskjánum (MCU) eða fyrir nýjan miðjuskjá vegna þess ástands sem lýst er í innkölluninni. Get ég fengið endurgreitt?
Ef þú borgaðir áður fyrir viðgerð vegna þessa ákveðna hluts eða ástands sem heyrir undir innköllunina gætirðu átt rétt á endurgreiðslu háð ákveðnum skilmálum. Við höfum haft samband við eigendur ökutækjanna sem í hlut eiga. Fræðast nánar um endurgreiðslurétt, skilmála og hvernig sækja skal um endurgreiðslu.

Ef ég keypti áður Infotainment-uppfærslu vegna þess ástands sem lýst er í innkölluninni mun ég þá fá endurgreiðslu frá Tesla?
Ef þú greiddir fyrir Infotainment-uppfærslu frá Tesla í stað þess að greiða fyrir viðgerð á eldri snertiskjá eftir að þjónusta Tesla greindi að eMMC í bílnum þínum væri bilað vegna uppsafnaðs slits gætirðu átt rétt á endurgreiðslu allt að kostnaði við viðgerð á 8 GB eMMC sem í boði var þegar uppfærslan var gerð.Frekari upplýsingar um gjaldgengi í endurgreiðslu, skilmála og hvernig hægt er að biðja um endurgreiðslur verða tilækar fyrir lok apríl 2021.

Af hverju er Tesla að gera þetta?
Tilgangur innköllunarinnar er að tilkynna þér um að þú þurfir að setja upp útgáfuna 2020.48.12 eða nýrri útgáfu til að koma í veg fyrir alla mögulega öryggisáhættu. Auk þess er tilgangur innköllunarinnar að tilkynna þér að Tesla mun uppfæra ókeypis tiltæka minnisgeymslu í viðkomandi ökutækjum úr 8 GB í 64 GB.

Efst á síðu

DEILA