Do It Yourself - Model X

Tesla eigendur sem vilja sinna grunnaðgerðum eða viðhaldi á Model X geta gert það án þess að þurfa að skipuleggja þjónustutíma. Þú skalt bara ráðast í aðgerð ef þér líður vel með það og fylgdu alltaf öllum uppgefnum leiðbeiningum.

Til að fá svör við frekari spurningum skaltu skoða þjónustusíðuna.

 

Endurræsing á snertiskjánum

Ef snertiskjárinn þinn svarar ekki eða hegðar sér óvenjulega geturðu endurræst hann og mögulega leyst vandamálið.

Viðvörun: Til að tryggja öryggi farþega ökutækisins sem og annarra vegfarenda ætti aðeins að endurræsa snertiskjáinn þegar ökutækið er í Park.

 • Skipt yfir í kyrrstöðulæsingu (e. Park).
 • Haltu báðum skrunhnöppunum á stýrinu inni þar til snertiskjárinn verður svartur.
 • Eftir nokkrar sekúndur birtist Tesla lógóið. Bíddu í um það bil 30 sekúndur eftir að snertiskjárinn endurræsist. Ef snertiskjárinn bregst ekki við eða sýnir óvenjulega hegðun eftir nokkrar mínútur skaltu prófa að slökkva og kveikja aftur á ökutækinu.

Athugaðu: Ef þú endurræsir snertiskjáinn með skrunhnöppunum þýðir það ekki að þú kveikir eða slökkvir á Model X.

Efst á síðu

 

Slökkt og kveikt á ökutækinu

Ef ökutækið þitt sýnir af sér óvenjulega hegðun eða óþekkt viðvörun er til staðar geturðu prófað að slökkva og kveikja á ökutækinu til að sjá hvort það leysir.

 • Skipt yfir í kyrrstöðulæsingu (e. Park).
 • Á snertiskjánum skaltu ýta á „Controls“ > „Safety & Security“ > „Power Off“.
 • Bíddu í að minnsta kosti tvær mínútur án þess að eiga samskipti við ökutækið. Ekki opna hurðirnar, snertu ekki bremsupedalinn, snertu ekki snertiskjáinn o.s.frv.
 • Eftir að tvær mínútur eru liðnar skaltu ýta á bremsupedalann til að vekja ökutækið.

Efst á síðu

 

Pörun Bluetooth-síma

Pörun gerir þér kleift að nota Bluetooth-samhæfða símann þinn handfrjálst til að hringja og taka á móti símtölum, opna tengiliðalistann þinn, nýleg símtöl o.s.frv. Það gerir þér einnig kleift að spila miðlaskrár úr símanum þínum. Þegar sími er paraður getur Model X tengst honum hvenær sem síminn er innan sviðs.

Til að para saman síma skaltu fylgja þessum skrefum á meðan þú situr inni í Model X:

 • Passaðu að kveikt sé á bæði snertiskjánum og símanum.
 • Kveiktu á Bluetooth í símanum og passaðu að hann sé finnanlegur.
  Athugaðu: Í sumum símum gætirðu þurft að fara í Bluetooth-stillingar það sem eftir er aðgerðarinnar.
 • Snertu Bluetooth-táknið efst á snertiskjánum.
 • Á snertiskjánum skaltu ýta á „Add New Device“ > „Start Search“. Snertiskjárinn sýnir lista yfir öll tiltæk Bluetooth-tæki innan svæðis.
 • Á snertiskjánum skaltu ýta á símann sem þú vilt para. Innan nokkurra sekúndna sýnir snertiskjárinn slembivalið númer og síminn ætti að sýna sama númer.
 • Passaðu að númerið sem birtist í símanum sé hið sama og númerið sem birtist á snertiskjánum. Staðfestu síðan í símanum að þú viljir parast.
 • Ef beðið er um það í símanum skaltu tilgreina hvort þú vilt leyfa Model X að fá aðgang að tengiliðunum þínum og miðlaskrám.

Þegar búið er að para Model X tengist bíllinn sjálfkrafa við símann og snertiskjárinn sýnir Bluetooth-táknið við hliðina á heiti símans til að sýna að tengingin er virk.

Efst á síðu

 

Tenging við Wi-Fi

Wi-Fi er tiltækt sem gagnatengingaraðferð og er oft fljótlegra en farsímanet. Tenging við Wi-Fi er sérstaklega gagnleg á svæðum með takmarkaða eða enga farsímatengingu. Til að tryggja skjóta og áreiðanlega afhendingu á hugbúnaði og kortauppfærslum mælir Tesla með því að þú látir ökutækið vera tengt við Wi-Fi net þegar það er mögulegt (til dæmis á meðan þú leggur það í bílageymslunni yfir nótt).

Til að tengjast Wi-Fi neti:

 • Snertu farsímatáknið (venjulega LTE eða 3G) efst í horninu á snertiskjánum. Model X mun hefja skönnun og birta Wi-Fi netin sem finnast innan svæðis.
 • Veldu Wi-Fi netið sem þú vilt nota, sláðu inn lykilorðið (ef þörf er á) og ýttu síðan á síðan „Confirm“.
 • Ökutækið þitt tengist Wi-Fi netinu og mun sjálfkrafa tengjast því þegar netið er innan svæðis.

Þú getur einnig tengst földu neti sem birtist ekki á listanum yfir skönnuð net. Ýttu bara á „Wi-Fi Settings“, sláðu heiti netkerfisins í valmyndinni sem birtist, veldu öryggisstillingu og ýttu síðan á „Add Network“.

Athugaðu: Ef fleiri en eitt áður tengt net eru innan svæðis tengist Model X við það net sem síðast var notað.

Athugaðu: Þú getur líka notað heitan reit fyrir farsíma eða nettengingu símans með Wi-Fi tjóðrun (með fyrirvara um gjöld og takmarkanir farsímafyrirtækisins þíns).

Athugaðu: Í þjónustumiðstöðvum Tesla tengist Model X sjálfkrafa við Wi-Fi þjónustunets Tesla.

Efst á síðu

 

Forritun HomeLink ®

Til að forrita HomeLink ® (ef það er fyrir hendi):

 • Leggðu Model X svo að framstuðarinn sé fyrir framan bílskúrshurðina, hliðið eða ljósið sem þú vilt forrita.

  Varúð: Tækið þitt gæti opnast eða lokast við forritun. Gakktu úr skugga um að fólk eða hlutir séu ekki við tækið áður en þú forritar það.

 • Sæktu fjarstýringu tækisins og vertu viss um að næg hleðsla sé á því. Tesla mælir með að skipta um rafhlöðu í fjarstýringu tækisins áður en HomeLink er forritað.
 • Ýttu á HomeLink táknið efst á snertiskjánum.
 • Ýttu á „Create HomeLink“ og veldu síðan hvaða stillingu þú vilt nota: Standard, D-Mode eða UR-Mode.
 • Notaðu snertiskjáinn til að slá inn heiti á tækinu og ýttu á „Enter“ eða „Create HomeLink“.
 • Ýttu á „Start“ og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.
  Athugaðu: Ef þú sérð skjá sem ber heitið „Train the receiver“ á meðan þú forritar tækið skaltu muna að þetta er tímanæmt skref. Eftir að þú hefur ýtt á Learn/Program/Smart hnappinn á fjarstýringu tækisins hefurðu um það bil 30 sekúndur til að fara aftur í ökutækið þitt, ýttu á „Continue“ og ýttu síðan tvisvar á heiti þjálfaða HomeLink tækisins. Íhugaðu að nota aðstoðarmanneskju við þetta skref.
 • Þegar tækið er forritað skaltu ýta á „Save“ til að ljúka forritunarreglu fyrir HomeLink.
 • Tryggðu að HomeLink virki eins og búist var við. Í sumum tilfellum getur forritunarferlið krafist margra tilrauna áður en allt tekst.

Þegar tækið hefur verið forritað geturðu stjórnað því með því að ýta á samsvarandi HomeLink tákn þess á stöðustiku snertiskjásins. HomeLink man staðsetningu forritaðra tækja. Þegar þú nálgast þekktan stað fellur HomeLink stýringin á snertiskjánum sjálfkrafa niður. Þegar þú keyrir í burtu hverfur hún.

Athugaðu: Hafðu samband við HomeLink til að fá frekari aðstoð eða ef samhæfingarspurningar vakna.

Efst á síðu

 

Bremsur hreinsaðar

Þú ættir að hreinsa bremsurnar eftir að hafa skipt um bremsuklossa og/eða bremsudælur. Að auki getur hreinsun á bremsum komið í veg fyrir að bremsurnar gefi frá sér hávært ískur þegar hemlað er, sérstaklega ef hljóðið heyrist þegar ekið er í rigningu, kulda og/eða í raka, eða ef ryð er á yfirborði á bremsuíhlutum. Athugaðu að öll ökutæki með diskabremsur geta lent í þessum aðstæðum og að þetta hefur ekki áhrif áhemlunargetu.

Til að hreinsa bremsurnar:

Athugaðu: Passaðu að fylgja öllum staðbundnum umferðarlögum og hreyfa aðeins bílinn á viðeigandi stað þar sem löglegt er að gera slíkt og umferð er lítil sem engin.

 • Á snertiskjánum skaltu ýta á „Controls“ > „Driving“ > „Regenerative Braking“ > „Low“.
 • Athugaðu: Þessi stilling er ekki til í nýrri ökutækjum. Ef þessi stilling er ekki til skaltu halda verkinu áfram.

 • Aktu ökutækinu á um 80 - 90 km/klst á beinum vegi.
 • Notaðu hóflegan, stöðugan þrýsting á bremsupedalann til að hægja hægt á ökutækinu og slepptu honum við 15 km/klst.
 • Endurtaktu þessa aðgerð 6 sinnum, bíddu að minnsta kosti 30 sekúndur á milli endurtekninga.

Athugaðu: Ef hávaðinn er enn fyrir hendi skaltu nota snjallappið til að hafa samband við Tesla eða skipuleggja þjónustutíma.

Efst á síðu

 

Ökutækinu aflæst og það ræst með Tesla snjallappinu

Þú getur notað snjallappið til að opna og ræsa Model X. Þetta getur verið gagnlegt ef þú ert ekki með kortalykilinn eða lykilfjarstýringuna, lendir í vandræðum með símalykilinn eða ert ekki nálægt ökutækinu (ef þú vilt til dæmis opna ökutækið fyrir makann annars staðar frá úr bænum).

Athugaðu: Síminn og ökutækið verða bæði að vera tengd við farsímaþjónustuna og það þarf að vera kveikt á farsímaaðgangi á snertiskjánum (Controls > Safety & Security > Allow Mobile Access) til að leyfa snjallappinu að eiga samskipti við ökutækið. Tesla mælir með því að þú hafir alltaf hagnýtan líkamlegan lykil sem er til taks ef þú leggur bílastæði á svæði með takmarkaða eða fjarverandi farsímaþjónustu, svo sem bílastæðahús inni.

Til að opna ökutækið þitt með snjallappinu:

 • Opnaðu snjallappið.
 • Ýttu á „Controls“ > „Unlock“.
 • Ýttu á „Já“ í staðfestingarsprettiglugganum.

Til að ræsa ökutækið með snjallappinu:

 • Opnaðu snjallappið.
 • Ýttu á „Controls“ > „Start“.
 • Sláðu inn lykilorðið fyrir Tesla reikninginn þinn í staðfestingarsprettiglugganum.

Athugaðu: Þú hefur tvær mínútur til að byrja akstur eftir að þú hefur kveikt á lykillausum akstri. Ef tveggja mínútna glugginn er útrunninn áður en þú byrjar að aka þarftu að kveikja aftur á lykillausum akstri.

Efst á síðu

 

Skipt um rafhlöðu í lykli

Rafhlaða lykilsins endist í um það bil ár við venjulega notkun. Þegar lítil hleðsla er á rafhlöðunni birtast skilaboð á snertiskjánum. Fylgdu þessum skrefum til að skipta um hana:

Athugaðu: Tesla mælir með að skipta um rafhlöðu í öllum lyklum á sama tíma.

 • Láttu hnappinn á gripnum snúa niður á mjúku undirlagi og notaðu lítið verkfæri með flötu blaði til að opna lokið.
  Athugaðu: Ef snúra er fest við lykilinn geturðu losað lokið mðe því að setja þumalfingurinn að „X“ á lokinu og draga svo snúruna þétt að þér (og þannig ýtt lyklinum af lokinu). Þú getur líka losað lokið með því að setja lítið flatblaða verkfæri, nögl eða verkfæri sem Tesla útvegar að snúrunni.
 • Fjarlægðu rafhlöðuna með því að losa hana varlega og hallandi úr festiklemmunum.
 • Settu nýja rafhlöðu í fjarstýringuna (tegund CR2354) og passaðu að „+“ hliðin snúi upp. Rafhlaðan fellur þétt að svo að þú verður að renna henni hallandi á sinn stað í átt að plúsmerkinu (skautinu sem staðsett er nálægt miðju lykilsins) og ýta síðan þétt niður á hinni hliðinni og tryggja að henni sé haldið þétt í ætlaðri stöðu.
  Athugaðu: Tesla mælir með því að nota Panasonic CR2354 rafhlöður. Hægt er að kaupa þær rafhlöður í gegnum smásöluaðila á netinu, í stórmörkuðum og lyfjaverslunum.
  Varúð : Rafhlaðan ætti að þrýsta á gorminn við plússkautið. Ekki setja rafhlöðuna ofan á skautið og þvinga hana niður lóðrétt. Það getur skemmt skautið.
  Athugaðu: Þurrkaðu rafhlöðuna áður en hún er sett í og forðastu að snerta slétt yfirborð rafhlöðunnar. Fingraför á sléttu yfirborði rafhlöðunnar geta dregið úr endingu rafhlöðunnar.
 • Haltu hlífinni skáhallt, haltu flipunum á hlífinni þar sem hún er breiðust við samsvarandi raufar á lyklinum og ýttu síðan hlífinni þétt að lyklinum þar til hún smellur á sinn stað.
 • Prófaðu að lykillinn virki með því að opna og læsa ökutækinu.

Efst á síðu

 

Aflæsing þegar lykillinn virkar ekki

Ef Model X opnast ekki þegar þú gengur að ökutækinu, eða þegar þú ýtir tvisvar á aflæsihnappinn á lyklinum gæti rafhlaðan í lyklinum verið tóm. Jafnvel þó svo sé, geturðu samt notað lykilinn til að opna og keyra Model X.

Athugaðu: Þó að þú getir enn notað lykilinn þinn, ættirðu að íhuga að nota snjallappið til að opna og ræsa ökutækið. Skiptu síðan um rafhlöðu lykilsins þegar það hentar.

Til að opna Model X (og gera öryggisviðvörun óvirka) með lyklinum skaltu fyrst setja lykilinn við botn hurðarstólpans á milli hurðarinnar að framan og falcon Wing hurðarinnar bílstjóramegin. Ýttu síðan á handfang bílstjórahurðar. Ef Model X opnast ekki skaltu prófa að færa lykilinn aðeins og reyna aftur. Lykillinn verður að vera í réttri stöðu til að ökutækið opnist. Ef Model X opnast samt ekki skaltu fjarlægja og setja rafhlöðuna í lykilinn aftur og reyna aftur.

Athugaðu: Eftirfarandi mynd gerir ráð fyrir að bílstjóri sitji vinstra megin. Ef bílstjóri situr hægra megin eru staðsetningar speglaðar.

Til að keyra Model X eftir að hafa fengið aðgang að farþegarýminu skaltu setja neðri hluta lykilsins að miðlæga stjórnborðinu, beint fyrir neðan 12V rafmagnsinnstunguna, haltu síðan bremsupedalanum inni til að ræsa Model X.

Athugaðu: Ef þú opnar Model X með þessari aðferð verður slökkt á sjálfvirkri læsingu þegar gengið er frá bílnum. Þú verður að kveikja aftur handvirkt á sjálfkrafa læsingu þegar gengið er frá bíl eftir að skipt hefur verið um rafhlöðu.

Efst á síðu

 

Skipt um HEPA-síuna

Tesla mælir með því að skipta um HEPA-síur á 3 ára fresti (á hverju ári í Kína).

Til að skipta um HEPA-síur:

 • Opnaðu húddið.
 • Fjarlægðu aftari svuntuna undir húddinu.
 • Fjarlægðu bæði vinstri og hægri svuntur undir húddinu.
 • Fjarlægðu fremri svuntuna undir húddinu.
 • Brjóttu varlega saman skottþéttingarnar til að losa framhlið teppisins úr geymslueiningunni undir húddinu og aftengdu síðan rafmagnstengið frá báðum ljósunum í geymslueiningunni undir húddinu.
 • Fjarlægðu teppið úr geymslueiningunni undir húddinu.
 • Fjarlægðu festingarnar (x20) sem festa geymslueininguna undir húddinu við ökutækið.
 • Fjarlægðu geymslueininguna undir húddinu úr ökutækinu.
 • Taktu gömlu HEPA-síuna burt.
 • Settu nýju HEPA-síuna á sinn stað þannig að hún sé tryggð með rásinni.
 • Settu geymslueiningu undir húddi á sinn stað og hertu festingarnar (x2) sem festa hana:
  • 6 festingar (7 Nm)
  • 4 festingar (7 Nm)
  • 10 festingar (4 Nm)
 • Settu teppið aftur í geymslueininguna undir húddi.
 • Tengdu aftur rafmagnstengin fyrir ljósin á geymslueiningunni undir húddi og stilltu síðan þéttinguna aftur.
 • Settu aftur upp svuntur undir húddi, fremri, aftari, vinstri, hægri og lokaðu síðan húddinu.

Efst á síðu

 

Uppsetning á þráðlausu símahleðslutæki

Þráðlausa símahleðslutækið er hægt að kaupa í Tesla netversluninni. Gerðu eftirfarandi til að setja þráðlausa símahleðslutækið í Model X sem er með miðlægu stjórnborði:

 • Opnaðu rennilokið á miðlæga stjórnborðinu og símadokkulokið.
 • Fjarlægðu símadokkumottuna með því að lyfta henni beint upp.
 • Notaðu Philips skrúfjárn til að fjarlægja skrúfurnar (x2) sem festa núverandi brík símadokkunnar við miðlæga stjórnborðið. Fjarlægðu símadokkuna, ef hún er fyrir hendi.
 • Lækkaðu að hluta símadokkulokið og ýttu síðan brík símadokkunnar að framhlið ökutækisins. Fjarlægðu bríkina fyrir símadokkuna með því að teygja þig inn í miðlæga stjórnborðið.
 • Lækkaðu símadokkulokið að hluta og settu síðan upp nýju bríkina fyrir símadokkuna.

  Athugaðu: Passaðu að fliparnir séu vel festir við miðlæga stjórnborðið.

 • Stilltu götin í bríkinni fyrir nýju símadokkuna við götin í miðlæga stjórnborðinu og settu svo í skrúfurnar (x2) sem festa bríkina fyrir símadokkuna við miðlæga stjórnborðið (hertu að 0,28 Nm / 0,2 ft-lbs).
 • Settu USB-snúruna niður, í gegnum opið í bríkina fyrir símadokkuna.
 • Lækkaðu símadokkulokið að hluta til og settu inn nýja þráðlausa símahleðslutækið þannig að fliparnir á hvorri hlið passi við raufarnar í miðlæga stjórnborðinu. Ýttu þráðlausa símahleðslutækinu niður þar til þú heyrir smell og þráðlausa símahleðslutækið er komið á sinn stað.
 • Passaðu að USB-snúran fari upp og í gegnum opið á bak við nýju brík símadokkunnar. Dragðu USB-snúruna þannig að það sé lágmarks slaki undir lokinu á símadokkunni.
 • Leiddu USB-snúruna varlega í gegnum flipana á rásinni í mótaða plastinu í miðlæga stjórnborðinu.

  Varúð: Gættu þess að skemma ekki festiflipana.

 • Tengdu USB við eitt af portunum í miðlæga stjórnborðinu.
 • Settu símadokkumottuna inn aftur þannig að skoran sé samstillt við USB-snúruna. Passaðu að þrýsta framhlutanum niður þannig að hann fari undir bríku símadokkunnar og falli vel að miðlæga stjórnborðinu.

Efst á síðu

 

Athugun og stilling á dekkjaþrýstingi

Fylgdu þessum leiðbeiningum þegar dekk eru köld og Model X hefur verið kyrrstæð í rúmar þrjár klukkustundir:

 • Skoðaðu merkimiða um hjólbarða og farmhleðslu sem staðsettar er á miðjusúlunni við hurðina ökumannsmegin en þar sérðu hver æskilegur lofþrýstingur í dekkjum er.
 • Fjarlægðu ventilbjörgina.
 • Ýttu loftþrýstingsmæli þétt að ventlinum til að mæla þrýsting.
 • Ef þörf krefur skaltu hleypa lofti úr eða í til að ná ráðlögðum loftþrýstingi.
  Athugaðu: Þú getur hleypt út lofti með því að ýta á málmstautinn í miðju ventilsins.
 • Athugaðu þrýstinginn með hliðsjón af réttum loftþrýstingi.
 • Endurtaktu skref 3 og 4 eftir þörfum þar til dekkjaþrýstingur er réttur.
 • Settu ventilbjörgina á aftur til að koma í veg fyrir óhreinindi. Athugaðu reglulega hvort ventillinn sé skemmdur og leki.

Efst á síðu

 

Ekið til að fínstilla myndavélar

Mikil nákvæmni þarf að vera í hreyfingum Model X þegar Autopilot er notað. Þess vegna verða myndavélarnar sjálfar að klára ákveðna fínstillingu áður en hægt er að nota suma eiginleika (til dæmis umferðarnæma hraðastillingu eða sjálfstýringu) í fyrsta skipti eða eftir ákveðnar þjónustuviðgerðir á þjónustu. Þér til þæginda birtist stöðumerki á snertiskjánum.

Fínstillingu lýkur venjulega eftir að þú hefur keyrt 20-25 mílur (32-40 km) en vegalengdin er mismunandi eftir vegi og umhverfisaðstæðum. Akstur á beinum vegi með mjög sýnilegar akreinarlínur gerir Model X kleift að fínstilla hraðar. Þegar fínstillingu er lokið eru eiginleikar Autopilot tilbúnir til notkunar. Hafðu aðeins samband við Tesla ef Model X ökutækið þitt hefur ekki lokið fínstillingarferlinu eftir að þú hefur ekið 100 mílur (160 km).

Athugaðu: Ef þú reynir að nota eiginleika sem er ekki tiltækur fyrr en fínstillingarferlinu er lokið verður eiginleikinn ekki virkur og snertiskjárinn birtir skilaboð.
Athugaðu: Model X verður að endurtaka fínstillingarferlið ef Tesla þjónustar myndavélarnar og eftir hugbúnaðaruppfærslu í sumum tilvikum.
Athugaðu: fínstillingarferlið á aðeins við um Model X ökutæki sem smíðuð voru eftir u.þ.b. 12. október 2016.

Efst á síðu

 

Skipt um þrýstistangir í húddi

Hægt er að skipta um þrýstistangir í húddi ef þær byrja að bila af einhverjum ástæðum. Til að skipta um þrýstistangir í húddi:

 • Opnaðu húddið og notaðu stuðning sem ekki veldur skemmdum til að styðja við það tímabundið.
 • Fjarlægðu aftari miðsvuntuna undir húddinu.
 • Fjarlægðu svunturnar til hægri og vinstri undir húddinu.
 • Notaðu verkfæri til að losa klemmuna neðst á þrýstistönginni og dragðu stöngina af festingunni á yfirbyggingu ökutækisins.
 • Notaðu verkfæri til að losa klemmuna efst á stönginni og draga stöngina af festingunni á húddinu. Fjarlægðu gömlu þrýstistöngina úr ökutækinu.
 • Hreinsaðu festistaði á ökutækinu og smyrðu síðan báða snúningspunktana á nýju þrýstistönginni.
 • Festu endann á stönginni að yfirbyggingu ökutækisins og síðan endann á stönginni að húddinu. Gakktu úr skugga um að klemmurnar séu fastar.
 • Fjarlægðu húddstoðina og passaðu að húddið opnist og lokist eins og eðlilegt er.
 • Settu upp svunturnar til hægri og vinstri undir húddinu.
 • Settu upp aftari miðjusvuntuna undir húddinu.

Efst á síðu

 

Áfylling rúðuvökva

Eini geymirinn sem hægt er að bæta vökva í er rúðuvökvageymirinn sem er staðsettur undir framskottinu. Þegar lítið er í geyminum birtast skilaboð á snertiskjánum.

Til að bæta rúðuvökva við:

 • Opnaðu húddið.
 • Hreinsaðu í kringum áfyllingarlokið áður en það er opnað til að koma í veg fyrir að óhreinindi berist í geyminn.
 • Opnaðu áfyllingarlokið.
 • Forðastu að hella niður, fylltu geyminn þar til vökvi er sýnilegur rétt undir áfyllingarhálsinum.
 • Þurrkaðu strax leka og þvoðu viðkomandi svæði með vatni.
 • Settu áfyllingarlokið aftur á.

Athugaðu: Sumar reglur í löndum eða á landsvæðum takmarka notkun rokgjarnra lífrænna efnasambanda (VOC). Rokgjörn lífræn efnasambönd eru almennt notuð sem frostvökvi í rúðuvökva. Notaðu aðeins rúðuvökva með takmörkuðu VOC-innihaldi ef hann veitir fullnægjandi frostþol fyrir öll veðurskilyrði þar sem þú notar Model X.

Varúð : Ekki bæta við rúðuvökvum sem nota vatnsfráhrindandi efni eða vökva gegn skordýrum. Þessir vökvar geta myndað rákir, makast á rúður og valdið ískri eða öðrum hávaða.

Viðvörun: Ef hitinn er undir 40° F (4° C) skaltu nota rúðuvökva með frostlegi. Þegar kalt er í veðri getur það takmarkað útsýni gegnum framrúðuna ef þú notar rúðuvökva án frostlögs.

Viðvörun : Rúðuvökvi getur ert augu og húð. Lestu og fylgdu leiðbeiningunum frá framleiðanda rúðuvökvans.

Efst á síðu

 

Skipt um þurrkublöð

Til að þau virki sem best skaltu skipta um þurrkublöð að minnsta kosti einu sinni á ári.

Athugið: Settu bara upp ný blöð sem eru eins og upphaflegu blöðin. Notkun óviðeigandi blaða getur skemmt þurrkukerfið og framrúðuna.

Athugasemd: Rúðuvökvakerfið er samþætt við þurrkublöðin á Model X.

Til að skipta um þurrkublöð:

 • Settu í kyrrstöðulæsingu (e. Park) og slökktu á þurrkunum.
 • Ýttu á Controls > Service > Wiper Service Mode > ON til að færa rúðuþurrkurnar í þjónustustöðu.
 • Lyftu þurrkuarminum af framrúðunni, nógu langt til að komast að þurrkublaðinu.

  Varúð: Þurrkublöð læsast ekki í lyftri stöðu. Ekki lyfta þurrkuarminum út fyrir ætlaða stöðu.

 • Kreistu flipana tvo til að losa þurrkublaðið frá þurrkuarminum.

  Varúð: Þurrkublaðið er enn tengt rúðuvökvaslöngunni og ekki er hægt að fjarlægja það strax.

 • Settu handklæði á milli þurrkuarms og framrúðu til að forðast að rispa eða mynda sprungu í framrúðuna.
 • Aftengdu rúðuvökvaslönguna við þurrkublaðið og gættu þess að hella ekki niður rúðuvökva.
 • Festu rúðuvökvaslönguna vel á stútinn á nýja þurrkublaðinu.
 • Stilltu nýja blaðið á þurrkuarminum og renndu því í átt að enda armsins þar til það læsist á sinn stað.
 • Settu Wiper Service Mode á off til að setja þurrkurnar aftur í sína venjulegu stöðu.

Efst á síðu

 

Opnunarhæð skottloks breytt

Þú getur stillt opnunarhæð sjálfvirka skottloksins til að auðveldara sé að ná til eða forðast loft í byggingum eða hluti (til dæmis bílskúrshurð eða loftljós):

 • Opnaðu skottlokið, og lækkaðu það eða hækkaðu í þá opnunarhæð sem þú vilt nota.
 • Haltu inni hnappnum á neðri hlið skottloksins í tvær sekúndur þar til þú heyrir staðfestingarhljóð.
 • Staðfestu að þú hafir stillt það í æskilega hæð með því að loka skottlokinu og opna það síðan aftur.

Efst á síðu

 

Handvirk losun á hleðslusnúru

Ef venjulegar aðferðir til að losa hleðslusnúru úr hleðslutenginu (með því að nota hnappinn til að losa hleðslutengið, snertiskjáinn eða snjallappið) virka ekki skaltu fylgja þessum leiðbeiningum vandlega:

 • Gakktu úr skugga um að Model X sé ekki í virkri hleðslu með því að skoða hleðsluskjáinn á snertiskjánum. Ef þörf er á skaltu ýta á „Stop Charging“.
 • Opnaðu afturskottið.
 • Dragðu losunarstreng hleðslutengisins niður til að afkrækja hleðslusnúruna.

  Athugaðu: Losunarstrengurinn gæti verið innfelldur innan opnunar á klæðningu.
 • Dragðu hleðslusnúruna úr hleðslutenginu.

Varúð : Losunarstrengurinn er eingöngu hannaður til notkunar í aðstæðum þar sem ekki er hægt að losa hleðslusnúruna úr hleðslutenginu með venjulegum aðferðum. Stöðug notkun getur valdið skemmdum á losunarkaðlinum eða hleðslutækinu.

Viðvörun : Ekki framkvæma þessa aðgerð á meðan ökutækið er í hleðslu eða ef appelsínugulir háspennuleiðarar eru óvarðir. Ef leiðbeiningunum er ekki fylgt getur það valdið raflosti og alvarlegum meiðslum eða skemmdum á ökutækinu. Ef þú ert ekki viss um hvernig rétt er að framkvæma aðgerðina skaltu hafa samband við næstu þjónustumiðstöð.

Viðvörun: Ekki reyna að fjarlægja hleðslukapalinn á nákvæmlega sama tíma og þú byrjar að draga í losunarstrenginn. Dragðu alltaf í losunarstrenginn áður en þú reynir að fjarlægja hleðslusnúruna úr hleðslutenginu. Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt getur það valdið raflosti og alvarlegum meiðslum.

Efst á síðu

 

Hlífar fyrir felgurær fjarlægðar og settar upp

Ef Model X ökutæki þitt er með hlífar fyrir felgurær þarftu að fjarlægja þær til að fá aðgang að felgurónum.

Til að fjarlægja hlíf fyrir felguró:

 • Settu bogadreginn hluta verkfærisins fyrir felguróarhlífina (sem er staðsett í hanskahólfinu) í gatið á botni Tesla „T“.
 • Færðu verkfærið fyrir felguróarhlífina þannig að það er alveg í gatinu á felguróarhlífinni.
 • Snúðu verkfærinu á felguróarhlífinni þannig að bogni hlutinn snerti miðju felguróarhlífarinnar.
 • Dragðu verkfærið fyrir felguróarhlífina burt frá felgunni uns felguróarhlífin losnar.

Til að setja hlífina fyrir felgurærnar aftur á sinn stað:

 • Stilltu felguróarhlífina þannig að hún sé á réttum stað.
 • Ýttu þétt á felguróarhlífina þar til hún smellur að fullu á sinn stað.

Efst á síðu

 

Stöðuljós hleðslutengis

Þegar hleðslutengið þitt er opið breytist liturinn á stöðuljósunum til að láta þig vita hver staðan er og hjálpa þér við að greina vandmál ef svo ólíklega vill til að þau komi upp. Til áminningar slokknar á hleðsluljósinu eftir stuttan tíma ef ökutækið er læst (til dæmis ef þú gengur upp að bílnum eftir að hann hefur verið að hlaða í smá tíma).

Athugaðu: Þegar þú setur bílinn þinn í samband skaltu íhuga að skoða litinn á hleðslutenginu áður en þú gengur í burtu. Ef þú sérð rautt eða gulbrúnt ljós geturðu tryggt að hleðslan gangi eðlilega fyrir sig ef þú skoðar hvert vandamálið er áður en þú gengur í burtu.

Litur hleðslutengisljóss Hvað það þýðir Hvað skal gera

HVÍTT - STÖÐUGT

(eðlileg hegðun)

Model X er tilbúinn til hleðslu og tengið hefur ekki verið sett í samband eða krækja fyrir hleðslutengi er ekki læst og hægt er að aftengja tengið. Stingdu hleðslutengi í samband ef þú vilt hlaða eða fjarlægðu hleðslutengið ef því er lokið.

BLÁTT - BLIKKANDI

(eðlileg hegðun)

Model X er í virkum samskiptum við hleðslustöðina. Ekkert. Bíddu í nokkrar sekúndur þar til hleðslutengið byrjar annaðhvort að blikka grænt (hleðsla) eða breytist í stöðugan bláan lit (hleðslulota er áætluð).

BLÁTT - STÖÐUGT

(aðgerðar kann að vera þörf)

Model X skynjar að tengi hefur verið sett í samband og áætlað er að hleðslulota hefjist á tilgreindum tíma síðar. Ekki í hleðslu. Ef þú vilt hlaða strax skaltu slökkva á Scheduled Charging eða ýta á Start Charging á snertiskjánum eða í snjallappinu. Ef ætlunin er að nota stillinguna Scheduled Charging er ekki þörf á frekari aðgerðum. Til áminningar man Scheduled Charging staðsetninguna þína.

GRÆNT - BLIKKAR

(eðlileg hegðun)

Hleðsla er í gangi. Þegar Model X nálgast fulla hleðslu minnkar blikktíðnin. Ekkert. Fjarlægðu hleðslusnúruna þegar hleðslu er lokið.

RAUTT - STÖÐUGT

(eðlileg hegðun)

Hleðslu er lokið. Fjarlægðu hleðslusnúruna þegar þú ert tilbúinn til aksturs.

GULBRÚNT - STÖÐUGT

(aðgerða krafist)

Tengið er ekki að fullu tengt við hleðslutengið. Settu tengið aftur í hleðslutengið og stingdu því alveg inn. Ef vandamálið heldur áfram skaltu skoða hleðslutengið og tengið til að sjá hvort einhverjar hindranir séu. Ef engar hindranir finnast skaltu prófa aðra hleðslusnúru.

GULBRÚNT - BLIKKANDI

(aðgerða krafist)

Model X er að hlaða á minni straumi vegna þess að það er ekki að fullu í sambandi við hleðslutengið. Settu tengið aftur í hleðslutengið og stingdu því alveg inn. Ef vandamálið heldur áfram skaltu skoða hleðslutengið og tengið til að sjá hvort einhverjar hindranir séu. Ef engar hindranir finnast skaltu prófa aðra hleðslusnúru.

RAUTT - STÖÐUGT

(aðgerða krafist)

Bilun hefur greinst og hleðslu hefur verið hætt eða getur ekki hafist. Skoðaðu mælaborðið eða snertiskjáinn til að athuga hvort að villuskilaboð birtist. Ef engin bilun er skaltu prófa að nota aðra hleðslusnúru eða endurstilla hleðslugjafann (sjá stöðuljósin á kaplinum eða vegghleðslustöðinni ef við á). Ef önnur hleðslusnúra virkar ekki skaltu slökkva og kveikja á ökutækinu með snertiskjánum og reyna aftur.

EKKERT LJÓS

(eðlileg hegðun)

Model X er læst og hefur sofið um tíma. Ekkert. Ef ökutækið er opnað eða ýtt á hnappinn á hleðsluhandfanginu birtist stöðuljós hleðslutengisins aftur.

Efst á síðu

 

Gen 2 stöðuljós fyrir hleðslukapal

Við venjulegar aðstæður, þegar hleðslan er í gangi, loga Tesla merkjaljósin í röð og rauða ljósið er slökkt. Greindu vandamál með því að huga að þessum ljósum.

Í sumum tilvikum getur þú þurft að endurstilla tækið með því að taka kapalinn úr sambandi við ökutækið eða innstungunni.

Græn ljós Rautt ljós Hvað það þýðir Hvað skal gera
Allt á í 1 sekúndu Slökkt Ræsingarröð. Ekkert. Kapallinn er að fara í gang.
Allt í gangi Slökkt Afl á. Kapallinn er í sambandi og í biðstöðu en ekki að hlaða. Gakktu úr skugga um að kapallinn sé tengdur við ökutækið.
Streymir Slökkt Hleðsla er í gangi. Ekkert. Hleðslukapallinn er að hlaða.
Streymir Blikkar 1 flass Hleðslustraumur minnkar vegna mikils hita sem uppgötvast í tengi ökutækisins. Taktu hleðslukapalinn úr sambandi og settu hann svo aftur í samband. Íhugaðu að hlaða á svalara svæði, til dæmis innandyra eða í skugga. Ef villuskilaboðin halda áfram skaltu hafa samband við næstu þjónustumiðstöð.
Streymir Blikkar í 2 skipti Hleðslustraumur er minni vegna mikils hita sem uppgötvast í inntakstenginu sem tengist stýringu fyrir hleðslukapal. Taktu hleðslukapalinn úr sambandi, bæði við ökutækið og vegginn. Gakktu úr skugga um að millistykkið sé að fullu komið fyrir, stingdu hleðslukaplinum í vegginn og stingdu honum síðan í ökutækið. Ef villuskilaboðin halda áfram skaltu hafa samband við næstu þjónustumiðstöð.
Streymir Blikkar í 3 skipti Hleðslustraumur er minni vegna mikils hita sem greinst hefur í stýringu hleðslukapalsins. Taktu hleðslukapalinn úr sambandi og settu hann svo aftur í samband. Íhugaðu að hlaða á svalara svæði, til dæmis innandyra eða í skugga. Ef villuskilaboðin halda áfram skaltu hafa samband við næstu þjónustumiðstöð.
Streymir Blikkar í 4 skipti Hleðslustraumur er minni vegna mikils hita sem greinist í vegginnstungunni. Gakktu úr skugga um að rafmagnsinnstungan sé rétt fyrir hleðsluna og að tengið sé rétt sett inn. Íhugaðu að tengjast annarri innstungu. Ef þú ert óviss skaltu spyrja rafvirkjann.
Streymir Blikkar í 5 skipti Hleðslustraumur er minni vegna greindrar bilunar í millistykkinu. Gakktu úr skugga um að millistykki hleðslukapalsins sé rétt fest.
Slökkt Blikkar 1 flass Bilun í jarðtengingu. Rafstraumur lekur um mögulega óörugga braut. Taktu hleðslukapalinn úr sambandi við ökutækið og settu hann svo aftur í samband. Prófaðu aðra innstungu. Ef villuskilaboðin halda áfram skaltu hafa samband við næstu þjónustumiðstöð.
Slökkt Blikkar í 2 skipti Jarðtengingartap. Hleðslukapallinn skynjar tap á jarðtengingu. Gakktu úr skugga um að rafmagnstengið sé rétt jarðtengt. Íhugaðu að tengjast annarri innstungu. Ef þú ert óviss skaltu spyrja rafvirkjann.
Slökkt Blikkar í 3 skipti Bilun í rafliða/spólurofa. Taktu hleðslukapalinn úr sambandi við ökutækið og settu hann svo aftur í samband. Prófaðu aðra innstungu. Ef villuskilaboðin halda áfram skaltu hafa samband við næstu þjónustumiðstöð.
Slökkt Blikkar í 4 skipti Of- eða undirspennuvörn. Gakktu úr skugga um að rafmagnsinnstungan sé rétt fyrir hleðsluna og að tengið sé rétt sett inn. Íhugaðu að tengjast annarri innstungu. Ef þú ert óviss skaltu spyrja rafvirkjann.
Slökkt Blikkar í 5 skipti Bilun í millistykki. Gakktu úr skugga um að millistykki hleðslukapalsins sé rétt fest.
Slökkt Blikkar í 6 skipti Bilun í stillimerki. Stillimerkisstig er rangt. Taktu hleðslukapalinn úr sambandi við ökutækið og settu hann svo aftur í samband. Prófaðu aðra innstungu. Ef villuskilaboðin halda áfram skaltu hafa samband við næstu þjónustumiðstöð.
Slökkt Blikkar í 7 skipti Hugbúnaðarvilla eða misræmi. Uppfærðu hugbúnað ökutækisins, ef það er í boði. Ef uppfærsla er ekki í boði skaltu hafa samband við næstu þjónustumiðstöð.
Slökkt Kveikt Sjálfskoðun mistókst. Taktu hleðslukapalinn úr sambandi við ökutækið og settu hann svo aftur í samband. Ef villan heldur áfram skaltu aftengja hleðslukapalinn við ökutækið og innstunguna og stinga síðan aftur í samband.
Allt í gangi Blikkar 1 flass Hitabilun. Íhugaðu að hlaða á svalara svæði, til dæmis innandyra eða í skugga. Ef villuskilaboðin halda áfram skaltu hafa samband við næstu þjónustumiðstöð.
Allt í gangi Blikkar í 5 skipti Bilun í millistykki. Hleðslustraumur er takmarkaður við 8A. Taktu hleðslukapalinn úr sambandi við ökutækið. Stingdu hleðslukapalnum aftur í samband við ökutækið. Ef villan heldur áfram skaltu aftengja hleðslukapalinn við ökutækið og innstunguna og stinga síðan aftur í samband.
Slökkt Slökkt Aflmissir. Taktu hleðslukapalinn úr sambandi og athugaðu hvort rafmagn er á innstungunni.

Efst á síðu

 

Gen 1 stöðuljós fyrir hleðslukapal

Við venjulegar aðstæður, þegar hleðslan er í gangi, loga ljósin á hleðslukaplinum í röð og rauða ljósið er slökkt. Greindu vandamál með því að huga að þessum ljósum.

Athugið: Í sumum tilvikum gætirðu þurft að núllstilla tækið með því að ýta á RESET hnappinn sem er staðsettur að aftan.

Framhlið

Tilbaka

Græn ljós Rautt ljós Hvað það þýðir Hvað skal gera
Öll ljós streyma Slökkt Hleðsla er í gangi Ekkert. Hleðslukapallinn er að hlaða.
Allt í gangi Slökkt Afl er á. Hleðslukapall er með orku, en er ekki að hlaða, eða kveikt er á tímasettri hleðslu Gakktu úr skugga um að kapallinn sé tengdur við ökutækið.
Slökkt Blikkar 1 flass Bilun í jarðtengingu. Rafstraumur lekur um mögulega óörugga leið Þetta ætti að endurstillast sjálfkrafa eftir 15 mínútur. Ef ekki, vertu viss um að engin(n) snerti ökutækið eða sé inni í því og ýttu síðan á RESET hnappinn.
Slökkt Blikkar í 2 skipti Sjálfsathugun tókst ekki Taktu hleðslukapalinn úr ökutækinu og ýttu á RESET hnappinn. Stingdu hleðslukapalnum aftur í samband við ökutækið. Ef villan heldur áfram skaltu aftengja hleðslukapalinn við ökutækið og innstunguna og stinga síðan aftur í samband. Þegar þú tengir aftur skaltu alltaf setja fyrst í samband við innstunguna.
Slökkt Blikkar í 3 skipti Kapall brást Taktu hleðslukapalinn úr sambandi við ökutækið og bíddu í 10 sekúndur. Ef villuskilaboðin halda áfram skaltu hafa samband við næstu þjónustumiðstöð.
Slökkt Blikkar í 4 skipti Jarðleiðnivaktrásin hefur greint tap á jarðleiðni Gakktu úr skugga um að rafmagnstengið sé rétt jarðtengt. Íhugaðu að tengjast annarri innstungu. Ef þú ert óviss skaltu spyrja rafvirkjann.
Slökkt Blikkar í 5 skipti Villa í skynrás Gakktu úr skugga um að millistykki hleðslukapalsins sé rétt fest.
Slökkt Blikkar í 6 skipti Hitabilun Íhugaðu að hlaða á svalara svæði, til dæmis innandyra eða í skugga.
Slökkt Meira en 6 blikk Hleðslukapallinn gæti þurft á viðgerð að halda Hafðu samband við næstu þjónustumiðstöð.
Slökkt Slökkt Aflmissir Taktu hleðslukapalinn úr sambandi og athugaðu hvort rafmagn er á innstungunni.

Efst á síðu

DEILA