Stuðningur

Uppsetning á heimahleðslustöð

Best er að hlaða Tesla ökutækið þitt heima, yfir nótt. Settu í samband þegar þú kemur heim og þá vaknarðu við það að bíllinn er fullhlaðinn og tilbúinn fyrir daginn framundan.

Hvernig set ég upp heimahleðslubúnað?
Meginskrefin eru þrjú:

1: Keyptu Tesla vegghleðslustöð
Tesla vegghleðslustöðvar eru til kaups í þjónustumiðstöðvum okkar á 76.600,00 kr.

2. Bókaðu heimsókn rafvirkja á staðinn
Hver staður er mismunandi en löggiltur rafvirki getur gert tilboð eftir að hafa heimsótt staðinn. Tesla er með þjónustunet rafvirkja sem mælt er með sem koma í fyrstu heimsókn án nokkurs endurgjalds. Ef þú ætlar að nota rafvirkja á þínum stað skaltu deila uppsetningarhandbókum með rafvirkjanum, sem eru tiltækar á öllum staðartungumálum.

3. Bókaðu uppsetningu fyrir afhendingu
Þegar þú samþykkir tilboðið er hægt að bóka uppsetningu. Við mælum með því að þú bókir uppsetningu eins fljótt og kostur er því afhendingardagar geta rokkað til.

Hversu hratt get ég hlaðið heima?
Hámarkshleðsluhlutfall ræðst af þremur þáttum sem tilgreindir eru hér að neðan. Sá hlutur sem miðlar minnstri orku kallast „hægasti hlekkurinn“ og ræður því hvert hleðsluhlutfallið er.

Rafveitunetstenging heima hjá þér
Á flestum heimilum á Íslandi er hægt að ná 11 kW hámarkshleðsluhlutfalli eða 46 til 65 km/klst. Slíkt er meira en nóg til að hlaða bílinn yfir nótt. Rafvirki getur sagt til um hvers kyns afl er í boði ef hann mætir heim til þín og sett upp vegghleðslustöð til samræmis við það.

Tesla vegghleðslustöð
Hámarksaflúttak vegghleðslustöðvar er 22 kW, sem þýðir að hún er aldrei veikasti hlekkurinn í heimahleðslu.

Tesla bifreiðin þín
Hleðslutæki um borð, sem er innbyggt í bílinn þinn, er með hámarksafköst sem ráða því hversu hratt það getur sent orku í rafhlöðuna.* Mismunandi Tesla bílar eru með mismunandi afköst hleðslutækis um borð.

Tesla bifreiðin þín  Hleðsluhlutfall hleðslutækis um borð (kW)* Venjuleg aukin drægni
Model 3 11 65 km/klst
Model S  / Model X 16,5 69-77 km/klst
Model S fyrir maí 2016 11 eða 22  
Skoðaðu uppsetningu á pöntun
11: 50 km/klst
22: 100 km/klst

*Supercharger hraðhleðsla er ekki takmörkuð við þetta hleðsluhlutfall því hún nýtir sér ekki hleðslutækið um borð í bílnum.

Stuðningur
Hafðu samband við notendaþjónustu eða skoðaðu þessi úrræði:

Finna rafvirkja
Uppsetningarhandbækur fyrir vegghleðslustöðvar
Hleðslutengi

Algengar spurningar

Hvernig skal bera sig að við heimahleðslu

Upp í hvaða prósentu ætti ég að hlaða rafhlöðuna?
Breyttu hleðsluprósentu rafhlöðunnar í stillingavalmyndinni á snertiskjánum. Fyrir flesta Tesla eigendur er 80% hleðsla nóg fyrir daglega notkun. Við mælum með því að þú stillir hærri hleðslumörk einungis ef þú ætlar að aka um langan veg.

Á ég að bíða eftir því að rafhlaðan tæmist alveg áður en ég hleð aftur?
Tesla notar litíumjónarafhlöður og því eru engin minnisáhrif. Það þýðir að ekki þarf að klára rafhlöðuna áður en hlaðið er. Við mælum með því að þú hlaðir eins oft og kostur er.

Hversu langan tíma tekur að hlaða Tesla heima við?
Heimahleðslutími ræðst af því hver orkugjafinn er, hleðslutengi og bílnum. Rafvirki getur sagt til um hver tiltæk orka er á heimilinu þegar hann kemur í heimsókn. Þú getur fundið hleðslutíma nýrra Tesla bíla við mismunandi aflstig í töflunni hér að neðan.

Hleðslupunktur úttaks Viðbótardrægni á hverja klukkustund* (km/klst)
kW Model 3 Model S Model X
16,5 65 77 69
11 65 51 46
7,4 44 35 31
3,7 22 17 15
2,3 14 11 10

* Athugaðu að hleðslutími getur ráðist af ytri aðstæðum (hleðsluhlutfalli, hitastigi utandyra)

Heimahleðslulausnir

Verð ég að setja upp Tesla vegghleðslustöð?
Vegghleðslustöðin er sú lausn sem við mælum með fyrir heimahleðslu því hún er þægilegust og býður upp á mesta hleðsluhraðann. En einnig er hægt að hlaða Tesla á hleðslustöðvum sem bjóða upp á alhliða hleðslu af tegund 2.

Get ég notað venjulega heimilisinnstungu til að hlaða?
Já. Heimilismillistykki er staðalbúnaður með öllum nýjum Tesla bílum. Þú færð um 13-18 km drægni á hvern klukkutíma í hleðslu, eftir bíl. Til að heimahleðsluupplifun þín verði sem best mælum við með því að þú setjir upp vegghleðslustöð.

Hvernig vakta ég orkunotkun mína fyrir bókhaldið?
Tesla vegghleðslustöðin er ekki með löggiltan mæli. Ef þú þarft á slíku að halda geturðu sett upp MID-löggiltan mæli fyrir framan hleðslupunktinn eða skoðað alhliða hleðslupunkta af tegund 2. Löggiltur rafvirki á þínum stað getur athugað hvaða hleðslulausnir henta best fyrir þig.

Uppsetning á heimahleðslustöð

Hversu mikið kostar að setja upp Tesla heimahleðslubúnað?
Kostnaður er breytilegur eftir aðstæðum á hverjum stað. Þú gætir viljað fá fleiri en eitt tilboð í uppsetningu. Tesla er með lista yfir rafvirkja sem mælt er með á þínu svæði sem geta gefið þér tilboð eftir ókeypis heimsókn til þín.

Ég er með tvo Tesla bíla. Hvað er best að gera ef ég vil hlaða þá báða samtímis?
Besta lausnin væri að setja upp tvær vegghleðslustöðvar sem deila orku. Vegghleðslustöðin getur veitt orku í allt að fjögur tengi. Skoðaðu vídeóið og uppsetningarhandbókina ef þú vilt fá frekari upplýsingar um hvernig hægt er að deila orku.

Hvaða lekaliða ætti ég að nota með uppsetningunni?
Staðlar um uppsetningu hleðslupunkta segja að hvert tengi eigi að vera varið með lekalið sem varnar gegn jafnstraumsleka. Tesla vegghleðslustöðin mælir ekki jafnstraumsleka og því þarf að setja upp lekaliða af tegund B eða sérstakt A-EV af tegund A. Landsreglur geta verið breytilegar og því skaltu alltaf ræða við rafvirkja á staðnum sem mælt er með.

Supercharger hraðhleðsla og hleðsla á áfangastað

Af hverju er fljótlegra að hlaða með Supercharger hraðhleðslu en með því að hlaða heima?
Supercharger hleðslutæki nýta sér ekki hleðslutækið um borð í ökutækinu heldur veita allt að 250 kW jafnstraumshleðslu beint í rafhlöðuna. Til að nota þetta afl þarf sérstaka straumbreyta og tengi sem ekki eru fyrir hendi á öllum heimilum.

Get ég bara notað Supercharger hraðhleðslustöð og sleppt því að hlaða heima?
Best er alltaf að hlaða heima og kostar oft minna en Supercharger hraðhleðsla. Skoðaðu stuðningssíðu um Supercharger hraðhleðslu ef þú vilt fá frekari upplýsingar um notkun og verð á hverja kílóvattstund.


Ef þig vantar frekari upplýsingar skaltu hafa samband við þjónustudeild

Merki: 

SHARE