Infotainment-uppfærsla

infotainment upgrade

Uppfærðu Infotainment-kerfið til að fá aðgang að nýjum eiginleikum og nýrri og betri notendaupplifun.

Eigendur Model S og Model X sem smíðaðir voru í mars 2018 eða fyrr geta keypt Infotainment-uppfærslu og virkjað aðgang að ýmsum uppáhaldseiginleikunum okkar, til dæmis vídeóstreymi og betrumbættu Tesla Arcade, auk þess sem snertiskjárinn verður næmari og hraðari.

Eigendur ökutækja sem þetta gildir um geta bókað tíma í Tesla appinu ef kaupa á ísetningu á búnaðinum. Uppfærslan kostar 320.000 kr, að uppsetningu meðtalinni, fyrir ökutæki sem eru með Autopilot Computer 2.0 eða 2.5 og 260.000 kr, með ísetningu meðtalinni, fyrir öll önnur ökutæki. Eigendur geta staðfest tegund Autopilot Computer með því að velja „Controls“ > „Software“ > „Additional Vehicle Information“ á snertiskjánum.

Athugaðu: Þú þarft að hafa áskrift að Premium-tengingu til að nýta þér suma eiginleikana sem fáanlegir eru með Infotainment-uppfærslunni. Þú gætir nú þegar verið með Premium-tengingu. Athugaðu stöðuna á Tesla reikningnum þínum.

Algengar spurningar

Útbúnaður

Hvað fæ ég þegar ég kaupi Infotainment uppfærsluna?
Snertiskjárinn verður næmari og mýkri og birtir myndir og vefsíður hraðar. Þú færð líka viðbótareiginleika sem auka afþreyingarmöguleikana og betrumbæta bílinn.

Ath: Sumir hljóð- og tónlistareiginleikar verða fjarlægðir úr bílnum vegna breytinganna og þú getur skoðað breytingarnar hér að neðan.

*Einungis tiltækt í Wi-Fi fyrir Standard-tengingu

Er eitthvað fjarlægt í Infotainment-uppfærslunni?
Já. Þú munt ekki lengur hafa aðgang að AM, FM eða DAB-útvarpi Uppfærða infotainment-kerfið er ekki samhæft við upphaflega útvarpsviðtækið sem kom með ökutækinu. Þú munt áfram hafa aðgang að netútvarpi og tónlistarstreymi, þar á meðal streymi um Bluetooth ®.

Er einhver möguleiki fyrir mig að halda aðgangi að AM, FM og DAB-útvarpi?
Já, Tesla býður upp á frekari útvarpsuppfærslu, þar á meðal uppsetningu á samhæfðu útvarpsviðtæki og loftnetum sem gerir viðskiptavinum kleift að halda aðgangi sínum að FM- og DAB-útvarpi. Ekki er mögulegt að halda aðgangi að AM-útvarpi.

Útvarpsuppfærslan verður í boði síðar á árinu og mun kosta 84.200 kr.

Hvað er betra í útvarpsuppfærslunni samanborið við eldra útvarp?
Útvarpsuppfærslan veitir rásalista sem er heildstæður og samræmdur til að auðvelt sé að skoða og velja og notar nýjan vélbúnað til að tryggja betri útvarpsgæði. Útvarpsuppfærslan gerir einnig kleift að sækja þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur til að bæta kerfið síðar.

Af hverju er útvarpsuppfærslan ekki innifalin í kaupum á Infotainment-uppfærslunni?
Ekki allir viðskiptavinir nota FM-útvarp. Við vildum bjóða þeim sem vilja bara uppfæra infotainment-kerfið að kaupa valkost á lægra verði.

Ökutækið mitt er nú þegar með Infotainment-uppfærslu. Er möguleiki fyrir mig að kaupa útvarpsuppfærsluna?
Yes. The purchase and installation of the Radio Upgrade is available for vehicles that have already undergone Infotainment Upgrade. For vehicles that have not yet undergone an Infotainment Upgrade, we recommend having both the Infotainment Upgrade and Radio Upgrade installation performed at the same time. The Radio Upgrade costs an additional 84.200 kr and there is no difference in price if you have the Radio Upgrade and Infotainment Upgrade installed separately or together.

Hef ég sjálfkrafa aðgang að öllum endurbótum og eiginleikum með Infotainment-uppfærslunni?
Sumir eiginleikar eru aðeins tiltækir í Wi-Fi fyrir Standard-tengingu. Hægt er að kaupa áskrift að Premium-tengingu til að nálgast eiginleika gegnum farsímanetið. Þú gætir nú þegar verið með Premium-tengingu. Athugaðu stöðuna á Tesla reikningnum þínum.

Nánar

Hvernig kaupi ég Infotainment-uppfærsluna?
Þú getur bókað tíma gegnum Tesla appið, í flokknum „Other“, til að kaupa og setja upp.

Hvenær verður útvarpsuppfærslan tilbúin fyrir mig?
Nú geturðu bókað tíma gegnum Tesla appið vegna útvarpsuppfærslunnar.

Hvernig get ég skoðað hvaða Autopilot tölvu ég er með?
Skoðaðu uppsetninguna á snertiskjánum. Veldu „Controls“ > „Software“ > „Additional Vehicle Information“ til að staðfesta tegund Autopilot tölvu.

DEILA