Stuðningur

Algengar spurningar – pöntun á Tesla

Pöntun

Tesla reikningur

Undirbúningur fyrir afhendingu

Greiðsla

Aukabúnaður

Fjármögnun og kaupleiga

Uppítaka

Skráning

Hleður

Þjónusta og ábyrgðir


PÖNTUN

 

Hvernig panta ég Tesla?

Farðu í Design Studio til að velja valkosti og senda inn pöntun. Kaupverð og áætlaður afhendingartími munu breytast með hliðsjón af vali þínu.

Efst á síðu

 

Ég var að ljúka við að hanna mína Tesla bifreið og sendi inn pöntun. Hver eru næstu skref?

Við munum hafa samband þegar bíllinn þinn fær verksmiðjunúmer (VIN) og er tilbúinn til afhendingar.

Efst á síðu

 

Get ég breytt hönnuninni eftir að pöntun hefur verið send?

Já, þú getur breytt hönuninni áður en lokareikningur er gefinn út á Tesla reikningnum þínum. Til að skrá þig inn á Tesla reikninginn skaltu slá inn netfang og aðgangsorð sem notuð voru til að gera pöntunina. Allar breytingar á hönnun geta haft áhrif á afhendingardag.

Efst á síðu

 

Hvernig afpanta ég?

Til að hætta við pöntunina skaltu hafa samband við Tesla Advisor.

Efst á síðu

 

Get ég bætt við referral tengli frá vini mínum við pöntunina?

Já, þú getur bætt við referral tengli frá vini þegar þú sendir inn pöntun. Ekki er hægt að setja inn referral tengil eftir að pöntun hefur verið send.

Efst á síðu

TESLA REIKNINGUR

 

Hvað er Tesla reikningu?

Tesla reikningurinn þinn er staðurinn þar sem þú finnur allar Tesla vörurnar þínar. Þar finnurðu úrræði fyrir eigendur, áætlaðan afhendingardag, skráningarupplýsingar, handbækur og áríðandi tilkynningar. Farðu á Tesla reikning þinn til að hlaða upp nauðsynlegum skjölum og senda inn lokagreiðslu. Athugaðu að allar upplýsingar á Tesla reikningi þínum hafa bein áhrif á stafsetningu í skráningarskjölunum þínum. Frekari upplýsingar um Tesla reikninginn þinn.

Efst á síðu

UNDIRBÚNINGUR FYRIR AFHENDINGU

 

Hvernig get ég undirbúið mig fyrir afhendingu?

Til að undirbúa þig fyrir afhendinguna skaltu skoða og senda inn skjölin sem talin eru upp á Tesla reikningnum þínum.

Efst á síðu

 

Hvernig næ ég í Tesla appið?

Þú getur sótt Tesla appið í App Store fyrir iOs eða Google Play fyrir Android. Bíllinn verður tengdur við Tesla appið innan fárra daga frá því að afhending fer fram.

Efst á síðu

 

Hvar sæki ég bílinn minn?

Tesla ökutækið þitt verður afhent á Íslandi. Þú færð nákvæma staðsetningu á afhendingu uppgefna þegar afhendingardagur nálgast.

Efst á síðu

 

Hverjir þurfa að vera á staðnum við afhendingu?

Allir sem taldir eru upp í skráningarskjali og tilgreindir í fjármögnunarsamningnum verða að vera á staðnum til að undirrita um leið og afhending fer fram. Við ákveðnar kringumstæður er heimilt að veita umboð ef skráningaraðili getur ekki verið viðstaddur við afhendingu. Í þeim tilvikum þarf að skrifa undir og samþykkja öll fjármögnunarskjöl áður en ökutækið er móttekið.

Efst á síðu

 

Hvað þarf ég að koma með við afhendingu?

Við móttöku skaltu passa að hafa ökuskírteini eða vegabréf með þér.

Efst á síðu

 

Við hverja á ég að hafa samband eftir að afhending hefur farið fram ef ég vil fá notendaþjónustu?

Eftir móttöku geturðu haft samband við þjónustudeild ef þú hefur spurningar er tengjast þjónustu okkar.

Efst á síðu

GREIÐSLA

 

Hvaða greiðslumátar eru leyfðir?

Þú getur sent inn lokagreiðslu með kreditkorti eða millifærslu. Ef bankinn þinn er með hámark á daglegum millifærslum skaltu passa að þú getir lokið við greiðslu að fullu að minnsta kosti þremur sólarhringum fyrir afhendingardag.

Efst á síðu

 

Hversu mikið á ég eftir ógreitt fyrir afhendingu?

Greiða þarf ökutækið að fullu, hvort sem er gegnum greiðslu af þinni hálfu eða með ábyrgð frá fjármálastofnun, áður en afhending fer fram. Við bjóðum upp á sundurliðun á lokagreiðslu á kaupsamningi ökutækis í samræmi við uppsetningu á bílnum, þar sem fram koma allir viðeigandi skattar og gjöld. Þegar þú hefur staðfest allar afhendingarupplýsingarnar munum við hlaða upp kaupsamningnum á Tesla reikninginn þinn, undir „Skjölin mín“.

Efst á síðu

 

Hvaða hvatar eru í boði þegar maður kaupir Tesla?

Rafbílar bjóða upp á spennandi fjárhagslega hvata fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þar með talið er undanþága frá greiðslu virðisaukaskatts upp að 6.500.000 kr. og undanþága af tollum og vörugjöldum, sem getur numið allt að 65% af innflutningsverðmæti ökutækisins. Vegskattar eru líka lægri á rafbílum og sveitarfélög bjóða upp á lægri eða niðurfellingu bílastæðagjalda. Ríki og sveitarfélög bjóða upp á og sjá um hvatakerfin. Gjaldgengi og framboð eru ekki á forræði Tesla.

Efst á síðu

AUKABÚNAÐUR

 

Hvernig panta ég aukabúnað?

Þú getur keypt hleðslubúnað og aukabúnað fyrir ökutæki í næstu þjónustumiðstöð.

Efst á síðu

FJÁRMÖGNUN/KAUPLEIGA

 

Get ég sótt um fjármögnun eða kaupleigu?

Sem stendur bjóðum við ekki upp á fjármögnun eða kaupleigu fyrir pantanir sem gerðar eru á Íslandi.

Efst á síðu

UPPÍTAKA

 

Get ég látið ökutækið mitt upp í?

Ekki er boðið upp á uppítöku vegna pantana sem gerðar eru á Íslandi.

Efst á síðu

SKRÁNING

 

Þarf ég sjálf(ur) að skrá bifreiðina?

Nei. Tesla mun sjá um skráningu á ökutækinu fyrir afhendingu.

Efst á síðu

HLEÐSLULAUSNIR

 

Hvernig set ég upp heimahleðslu?

Við mælum með því að þú setjir up Tesla vegghleðslustöð til að geta hlaðið með þægilegum hætti heima hjá þér. Athugaðu að þú þarft að fá þér rafvirkja til að setja upp vegghleðslustöðina.

Efst á síðu

ÞJÓNUSTA/ÁBYRGÐIR

 

Hvers kyns ábyrgð fylgir Tesla ökutækinu mínu?

Tesla ökutækið þitt er með takmarkaða ábyrgð vegna nýs ökutækis en innifalið í henni eru: takmörkuð grunnábyrgð ökutækis, takmörkuð ábyrgð vegna öryggispúðakerfis og takmörkuð ábyrgð á rafhlöðu.

Efst á síðu

 

Hvað er takmörkuð grunnábyrgð á ökutæki?

Takmörkuð grunnábyrgð ökutækis nær til viðgerða og skipta sem nauðsynleg eru til að lagfæra galla í efni eða frágangi allra hluta sem Tesla býr til eða leggur til og verða við eðlilega notkun. Lengd ábyrgðar fer eftir ástandi.

Efst á síðu

 

Hvað er takmörkuð SRS-ábyrgð?

Takmörkuð ábyrgð vegna öryggispúðakerfis nær til viðgerða eða skipta sem nauðsynleg eru til að laga galla í efni eða vinnu er tengjast sætisbeltum eða öryggispúðum sem Tesla framleiðir eða leggur til og koma fram við eðlilega notkun. Lengd ábyrgðar fer eftir ástandi.

Efst á síðu

 

Hvað er takmörkuð rafhlöðuábyrgð?

Takmörkuð ábyrgð á rafhlöðu nær til viðgerða eða skipta á Tesla rafhlöðum sem eru gallaðar eða bilaðar. Lengd ábyrgðar fer eftir ástandi. Til að auka öryggi þitt enn meira nær takmörkuð ábyrgð á rafhlöðu einnig til skemmda á ökutækinu vegna elds af völdum rafhlöðu, jafnvel þó ástæðan sé villa af hálfu ökumanns, háð ákveðnum undantekningum.

Efst á síðu

 

Hvar get ég bókað þjónustuskoðun á mínu svæði?

Tesla bílar þurfa ekki venjulegt viðhald en ef þú þarft að nota Tesla þjónustu geturðu bara bókað tíma í gegnum Tesla appið.

Efst á síðu

 

Hvað ef ég tek eftir skemmdum eftir móttöku?

Tesla ökutækið verður afhent í samræmi við gæðastaðla okkar. Þegar þú hefur staðfest móttöku bílsins þýðir það að þú samþykkir gæði á ytra og innra byrði bílsins. Ef þú tekur eftir skemmdum eftir að þú hefur móttekið ökutækið geturðu bókað tíma á næstu þjónustumiðstöð í gegnum Tesla appið.

Efst á síðu

Merki: 

SHARE