Tilvísunarkerfi

Við viljum þakka öllum dyggu stuðningsfólki Tesla sem hjálpa okkur á hverjum degi að ná markmiðum okkar með því að deila áhuga sínum á Tesla með vinum og fjölskyldu. Bara á árinu 2020 flýttu eigendur Tesla fyrir umskiptum heimsins í sjálfbæra orku með því að losa ekki 5,0 milljónir tonna af CO2e.

Frá 18. september 2021 bjóðum við ekki boðsverðlaun uns tilkynnt verður um slíkt.

Skráðu þig til að vera í tengslum við nýjustu Tesla fréttirnar, viðburðina og vöruuppfærslunar.

Eldri boðsþjónustur

Frá og með 18. september 2021 eru ökutæki ekki lengur gjaldgeng í boðsverðlaun. Allar boðspantanir verða að koma í gegnum virka boðstengla því ekki er hægt að bæta við boðinu eftir að pöntun hefur verið gerð.

Til að eiga rétt á eldri boðsfríðindum verða allar boðspantanir á Model S, Model X og Model 3 að hafa verið gerðar á tímabilinu 1. október 2019 til 17. september 2021. Pantanir á Model Y verða að hafa verið gerðar á milli 9. júní 2020 og 17. september 2021. Pantanir á Cybertruck og notuðum Tesla ökutækjum eru ekki gjaldgengar.

Öll ökutæki á sama reikningnum geta notað ókeypis Supercharger-kílómetra sem fengnir voru sem boðsverðlaun og kílómetrarnir renna út 6 mánuðum eftir að þeim er bætt við. Ef allur kílómetrafjöldi á reikningi er notaður áður en hann rennur út mun gildisdagsetning á næsta boði verða endurstillt á 6 mánuði.

Viðskiptavinur þarf að vera að minnsta kosti 18 ára til að eiga rétt á fríðindum. Ekki er hægt að flytja boðsverðlaun á aðra eða innleysa fyrir reiðufé. Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllum sköttum, staðbundnum kröfum og gjöldum. Þjónusta og verðlaun eru skilyrt við og heyra undir landslög og reglugerðir.

Hvorki boðsaðili eða kaupandi má vera starfsmaður sem á í samskipti við viðskiptavini, lagalegur fulltrúi eða samstarfsaðili Tesla eða hlutdeildarfélags Tesla. Ekkert í boðsþjónustunni skal teljast stofna til nokkurra tengsla milli þess sem sendir boðið og Tesla eða nokkurs hlutdeildarfélags Tesla. Bjóðandinn hefur enga heimild til að koma fram fyrir hönd Tesla eða skuldbinda Tesla á nokkurn hátt. Skilmálar geta breyst.

Skoðaðu gjaldgengi, upplýsingar um inneign og verðlaun fyrir 9. áfanga boðsþjónustu Tesla.

Merki: 

DEILA