Hugbúnaðaruppfærsla

Bifreiðar Tesla fá reglubundið þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur um Wi-Fi sem bæta við nýjum eiginleikum og bæta þá sem fyrir eru. Þegar uppfærsla er tiltæk færðu tilkynningu á snertiskjánum í bílnum og getur sett hana upp um leið eða tímasett hana og sett upp síðar.

Frekari upplýsingar um hugbúnaðarútgáfu 10.0.


Algengar spurningar

Hvernig finn ég útgáfutilkynningar fyrir nýjustu hugbúnaðaruppfærsluna?
Til að sjá nýjustu útgáfutilkynningarnar fyrir bílinn skaltu ýta á „Software“ > „Release Notes“.

Hvað eru þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur?
Þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur innleiða nýja eiginleika í bílinn og bæta virkni hans. Þær gera bílinn öruggari og betri með tímanum. Ef þarf að uppfæra hugbúnað í bílnum þínum mun Tesla tilkynna þér það á snertiskjánum og í snjallappi Tesla. Tilkynningin mun einnig segja þér hversu langan tíma uppfærslan mun taka.

Hvernig fæ ég hugbúnaðaruppfærslur og hversu langan tíma taka þær?
Bíllinn þinn fær uppfærslurnar sjálfvirkt þegar hann er tengdur Wi-Fi. Þegar þú færð tilkynningu um að uppfærsla sé tiltæk geturðu valið að setja hana upp strax eða valið uppsetningartíma. Hugbúnaðaruppfærsla getur tekið mislangan tíma. Í tilkynningunni kemur fram hversu langan tíma áætlað er að uppsetningin taki. Lengri tíma tekur að sækja uppfærslur ef bílar eru ekki tengdir Wi-Fi.

Get ég ekið bílnum á meðan hugbúnaðaruppfærsla er í gangi?
Ekki er hægt að aka bílnum á meðan hugbúnaðaruppfærsla er í gangi. Við mælum með því að þú tímasetjir hugbúnaðaruppfærslu þegar þú þarft ekki að aka bílnum og ert með tengingu við Wi-Fi.

Get ég hætt við hugbúnaðaruppfærslu eftir að hún er hafin? Hvernig held ég áfram þegar ég er tilbúin/nn?
Þú getur ekki hætt við hugbúnaðaruppfærslu þegar hún er hafin. En mögulegt er að truflun verði á niðurhali á uppfærslu og endurræsing sé ekki eins og vera ber. Ef þú telur að hugbúnaðaruppfærsla hafi mistekist áður en henni var lokið ættirðu að hringja í notendaþjónustu Tesla.

Mundu að þú getur einnig tímasett hugbúnaðaruppfærslu þannig að hún hefjist síðar, þegar þér hentar, og þegar Tesla bifreiðin er tengd Wi-Fi.

Hvernig endurræsi ég hugbúnaðaruppfærslu ef sú á undan mistókst?
Ef þú telur að hugbúnaðaruppfærslan hafi mistekist þarftu að hringja í notendaþjónustu og biðja um endurræsingu.

Hvernig get ég staðfest hvaða hugbúnaðaruppfærslu ég er með?
Til að athuga með nýjustu hugbúnaðarútgáfuna í bílnum skaltu ýta á „Software“ á snertiskjánum.

Af hverju fékk ég uppfærslu en sé engar breytingar?
Allar Tesla bifreiðir eru hannaðar til að verða betri með tímanum með reglubundnum hugbúnaðaruppfærslum. Sumar hugbúnaðaruppfærslur eru með minniháttar endurbætur og lagfæringar á vandamálum þannig að þú tekur kannski ekki eftir neinum sjáanlegum breytingum á bílnum.

Mun bíllinn hlaðast meðan nýr hugbúnaður er settur upp?
Bíllinn þinn mun ekki hlaðast meðan á þráðlausri hugbúnaðaruppfærslu stendur. Ef þú setur upp hugbúnaðaruppfærslu á meðan hlaðið er mun bíllinn hætta hleðslu til að uppfæra hugbúnaðinn Þegar uppfærslu er lokið mun Tesla bifreiðin halda sjálfkrafa áfram að hlaða.

Bíllinn eða snertiskjárinn bregðast ekki við eftir hugbúnaðaruppfærslu. Hvernig geri ég bilanaleit?
Sumir eiginleikar eru ef til vill ekki tiltækir ef hugbúnaðaruppfærslunni er ekki lokið. Fyrst skaltu staðfesta að þú hafir fengið tilkynninguna „Hugbúnaðaruppfærslu lokið“ í Tesla snjallappinu. Ef þú fékkst ekki tilkynningu og minna en 30 mínútur eru liðnar frá því að þú hófst uppsetninguna er möguleiki að henni sé ekki lokið.

Eftir að hugbúnaðaruppfærslu lýkur og bíllinn eða snertiskjár sýna ekki viðbrögð skaltu prófa eftirfarandi:

  • Endurræsing á snertiskjá: Hafðu fótinn á bremsunni og haltu skrunhnöppunum tveimur (um 20 sekúndur) á stýrinu uns merkið „T“ fyrir Tesla birtist á snertiskjánum.
  • Endurræsing á tækjaklasa (einungis Model S og Model X): Hafðu fótinn á bremsunni og haltu skrunhnöppunum tveimur (um 20 sekúndur) uns merkið „T“ fyrir Tesla birtist á snertiskjánum.
  • Þú getur einnig slökkt á bílnum til að gera bilanaleit. Til að slökkva á bílnum í Model S og Model X skaltu fara í „Controls“ > „E-Brake and Power Off“ > „Power off and confirm“. Ýttu á bremsuna til að til að kveikja á bílnum.

Hvernig geri ég bilanaleit ef ég lendi í vandræðum vegna spilunar í hljóðkerfi eftir hugbúnaðaruppfærslu?
Ef þú lendir í vandræðum vegna Bluetooth tengingar skaltu prófa að aftengja og para Bluetooth tækið aftur. Ef þú lendir í vandræðum sem tengjast spilun á efni skaltu prófa að endurræsa snertiskjáinn eins og lýst er að ofan.

Hvernig framkvæmi ég bilanaleit ef vandamál koma upp varðandi lyklalausan aðgang eftir hugbúnaðaruppfærslu?
Ef þú lendir í vandræðum með að komast inn í bílinn skaltu fyrst athuga hvort þú hefur kveikt á stillingum tengdum lyklalausum aðgangi. Ef þú notar eiginleikann „Phone as Key“ skaltu passa að síminn birtist sem lykill í stillingum „Phone as Key“ og að Tesla snjallappið sé virkt í bakgrunninum. Ef vandamálið heldur áfram skaltu slökkva og svo kveikja aftur á Bluetooth-tengingu tækjanna þinna. Annars skaltu para símann þinn aftur sem lykil.

Ef engir ofangreindra valkosta í bilanaleit virka skaltu hringja í númer notendaþjónustu Tesla fyrir þitt land.

Merki: 

DEILA