Supercharger biðgjald

Við hönnuðum Supercharger netið til að tryggja snurðulausa og ánægjulega upplifun á vegum úti. Því skiljum við að það getur verið svekkjandi að koma að stöð og sjá að Tesla bílar með fulla hleðslu taka hleðslupláss. Til að tryggja að reynsla allra eigenda verði sem best erum við að innleiða biðgjöld sem gilda um alla og eiga að auka tiltækileika Supercharger staðsetninga.

Við sjáum fyrir okkur framtíð þar sem bílar geta fært sig sjálfir um leið og hleðslu er lokið. Þannig getum við aukið skilvirkni netsins og ánægju viðskiptavinarins enn frekar. Fram til þess tíma biðjum við um að ökutæki séu flutt af Supercharger hleðslutækjum þegar hleðslu er lokið. Viðskiptavinur myndi aldrei leggja bíl við bensíndælu á bensínstöð og sama hugsun gildir um Supercharger staðsetningar.

Tesla appið gerir eigendum kleift að vakta ökutækið sitt og lætur þá vita þegar hleðslu er nærri lokið og aftur þegar henni lýkur. Biðgjald verður innheimt af bílnum fyrir hverja mínútu sem hann er tengdur Supercharger eftir að fullri hleðslu er náð. Ef bíllinn er færður innan 5 mínútna fellur gjaldið niður. Biðgjöld eru aðeins innheimt þegar Supercharger staðsetning er nýtt 50% eða meira. Biðgjöld tvöfaldast þegar staðsetningin er 100% nýtt. Svo það sé tekið fram snýst þetta bara um að auka ánægju viðskiptavina og við vonumst til að græða aldrei neitt á þessu.

Biðgjöld eftir landi

Land Gjaldmiðill Biðgjald (á hverja mínútu) Biðgjald (á hverja mínútu) þegar staðsetning er 100% nýtt
Bandaríkin USD $0.50 $1.00
Kanada CAD $0.50 $1.00

Sýna verð fyrir öll lönd
Hvernig verður innheimt hjá mér?
Vistaðu greiðslumáta á skrá gegnum Tesla reikninginn þinn þannig að innheimta sé sjálfvirk og snurðulaus. Ef Tesla getur ekki innheimt sjálfkrafa af vistuðum greiðslumáta verður innheimt fyrir biðgjöld í næstu heimsókn þinni í þjónustumiðstöð. Hafðu samband við notendaþjónustuna ef þú hefur spurningar eða vilt senda fyrirspurn.

Gilda biðgjöld ef Supercharger pláss eru laus?
Biðgjöld eru innheimt ef bíll er við Supercharger hleðslustöð ef stöðin er nýtt 50% eða meira og hleðslulotunni er lokið. Biðgjöld tvöfaldast þegar staðsetningin er 100% nýtt.

Hvernig veit ég hvort biðgjöld hafa verið tekin af mér?
Tesla snjallappið tilkynnir þér þegar hleðslu er að verða lokið og aftur þegar hleðslu er lokið. Biðgjöld safnast svo þegar stöðin er nýtt 50% eða meira uns ökutækið er fært. Upplýsingar um Supercharger lotur, þar á meðal um biðgjöld sem þú hefur fengið, eru tiltækar á Tesla reikningnum þínum eftir hverja Supercharger lotu.

Hvaða bílar geta fengið biðgjöld?
Allir Model S, Model X og Model 3 bílar geta sætt biðgjöldum.

Gilda biðgjöld þegar bíll er í Supercharger hraðhleðslu?
Nei. Biðgjald er einungis innheimt eftir að Supercharger lotu er lokið. Þá er bíllinn ekki lengur að nýta sér Supercharger hraðhleðslu og annar bíll ætti að fá plássið.

Eru efri mörk á biðgjaldi?
Nei. Ekkert hámark er á biðgjaldi sem innheimt getur verið. Við mælum með því að þú færir ökutækið þegar hleðslu er lokið til að Supercharger tækið sé tiltækt fyrir aðra og forðast biðgjöld.

Eru skattar innifaldir?
Skattar eru innifaldir í Supercharger biðgjöldum.

Gilda biðgjöld um staðsetningar sem bjóða upp á hleðslu á áfangastað?
Nei: Biðgjöld gilda bara á Supercharger staðsetningum.
Biðgjöld eftir landi

Land/landsvæði Gjaldmiðill Biðgjald (á hverja mínútu) Biðgjald (á hverja mínútu) þegar staðsetning er 100% nýtt
Ástralía AUD $0.50 $1.00
Austurríki EUR €0,50 €1,00
Belgía EUR €0,50 €1,00
Kanada CAD $0.50 $1.00
Kína CNY ¥ 3.20 ¥ 6.40
Króatía HRK 3,00 kn 6,00 kn
Tékkland CZK 10 Kč 20 Kč
Danmörk DKK kr. 3,00 kr. 6,00
Finnland EUR €0,50 €1,00
Frakkland EUR €0,50 €1,00
Þýskaland EUR €0,50 €1,00
Hong Kong HKD HK$4 HK$8
Ísland ISK 75 kr 150 kr
Írland EUR €0,50 €1,00
Ítalía EUR €0,50 €1,00
Japan JPY ¥50 ¥100
Liechtenstein CHF CHF 0.50 CHF 1.00
Lúxemborg EUR €0,50 €1,00
Holland EUR €0,50 €1,00
Nýja Sjáland NZD $1.00 $2.00
Noregur NOK kr. 5 kr. 10
Pólland PLN 2 zł 4 zł
Portúgal EUR €0,50 €1,00
Slóvakía EUR €0,50 €1,00
Slóvenía EUR €0,50 €1,00
Suður Kórea KRW ₩500 ₩1,000
Spánn EUR €0,50 €1,00
Svíþjóð SEK 5 kr 10 kr
Sviss CHF CHF 0.50 CHF 1.00
Taiwan TWD 15元 30元
Bretland GBP £0.50 £1.00
Bandaríkin USD $0.50 $1.00

DEILA