Ábendingar um vetrarakstur

Winter Model 3

Tesla bifreiðin þín er með nokkra eiginleika sem eru sérhannaðir fyrir kulda. Sjáðu hvernig þú getur bætt akstursupplifunina í köldu veðri með því að fylgja vissum ábendingum, til dæmis þeim að hafa bílinn í hleðslu og undirbúa rafhlöðuna fyrir hverja ferð.

Ábendingar fyrir kalt veður

Það er eðlilegt að orkunotkun aukist á vetrarmánuðum. Til að hámarka drægni og skilvirkni í kulda hefur bíllinn marga innbyggða eiginleika til að halda rafhlöðunni heitri og fínstilltri fyrir akstur í köldu veðri.

Haltu í hleðsluna
Við mælum með því að þú hafir Tesla bifreiðina þína í hleðslu eins mikið og kostur er þegar hún er ekki í notkun. Ef þú gerir það hjálparðu rafhlöðunni að halda á sér hita með því að nota dálítið af rafmagni úr innstungunni.

Undirbúningur og áætluð brottför
Akstur með heitri rafhlöðu er alltaf betri og eiginleikar fyrir undirbúning og áætlaða brottför hjálpa þér að halda rafhlöðunni í kjörástandi áður en þú heldur í ferðina.

Fylgstu með snjókornstákninu
Tákn með bláu snjókorni gæti birst á snertiskjánum ef rafhlaðan í bílnum er of köld til að nálgast alla orkuna sem í henni er geymd. Þegar þetta tákn birtist gætirðu einnig tekið eftir að afl rafhlöðu og hleðsluhemlun eru takmörkuð.

Þegar rafhlaðan hitnar hverfur snjókornið. Með hleðslu, undirbúningi og akstri myndast hiti þannig að rafhlaðan nær kjörhitastigi.

Sparaðu orku á ferðinni
Að vetri til skaltu lágmarka orkutap með því að aka gætilega og spara orkunotkun í farþegarýminu. Upphitun á farþegarými tekur umtalsverða orku sem er síðan ekki lengur hægt að nota fyrir akstursdrægni.

Hleðsluábendingar

Hladdu fljótt á meðan rafhlaðan er volg
Allar Tesla rafhlöður hlaðast hraðar þegar þær eru heitar.
Þegar þú ekur myndar aflrásin hita sem hitar rafhlöðu bílsins. Til að hleðsla gangi sem fljótast fyrir sig skaltu íhuga að setja í samband á Supercharger-stöð sem er nær áfangastaðnum þannig að rafhlaðan hafi tíma til að hitna. Ef það hentar ekki geturðu undirbúið bílinn þannig að hann byrji að hita rafhlöðuna áður en þú heldur af stað.

Notaðu ferðaleiðsögn í bílnum
Undirbúðu bílinn undir Supercharger hraðhleðslu með því að nota ferðaleiðsögn til að komast á áfangastað, jafnvel þó að þú þekkir leiðina. Þegar þú slærð inn áfangastað í ferðaleiðsögnina þegar kalt er í veðri og þú þarft að nota Supercharger-hraðhleðslu byrjar bíllinn þinn sjálfkrafa að forhita rafhlöðuna áður en þú kemur á Supercharger-stöð til að minnka hleðslutímann. Forhitun á rafhlöðu getur tekið 45 mínútur eða lengur, en það fer eftir hitanum úti og hvort að undirbúningur fór fram áður en lagt var af stað.

Ef um langferðalag er að ræða mælum við með því að þú hefjir hraðhleðslulotur við lægri hleðslu, þegar rafhlaðan er heit og viðnámið er minna.

Haltu í hleðsluna
Með því að hafa bílinn í sambandi heldurðu rafhlöðunni heitri með því að sækja dálítið rafmagn úr innstungunni sem hjálpar bílnum að hlaða hraðar þegar þú kemur að Supercharger-stæði.

Ábendingar fyrir snjó og ís

Ef þú býst við ísingu geta þessar ábendingar hjálpað þér að geyma og aka Tesla bifreiðinni þinni á öruggan hátt.

Endurstaðsetning á rúðuþurrkum og speglum
Ef þú býst við því að snjór eða ís myndist skaltu setja rúðuþurrkurnar í þjónustustöðu og óvirkja sjálfvirka innfellingu hliðarspegla til að koma í veg fyrir ísmyndun.

Afþíðing á snjó og ís
Í frosti skaltu nota afþíðingareiginleikann í Tesla appinu til að bræða snjó og ís af mikilvægum yfirborðsflötum. Þetta er sérstaklega gagnlegt ef bíllinn hefur staðið og þú vilt hreinsa snjó og ís af bílnum fyrir næstu ferð.

Hreinsun á mikilvægum yfirborðsflötum
Áður en þú ekur skaltu skoða vel hvort að frost sé á mikilvægum yfirborðsflötum eða þeir huldir.

Vetrardekk og aukahlutir

Vetrardekk
Ef þú ekur oft á snæviþöktum vegum skaltu setja vetrardekk undir bílinn og bæta þannig aksturseiginleika hans, öryggi og stýringu. Þú getur keypt vetrardekk á þjónustumiðstöð Tesla. Þú finnur frekari upplýsingar um ísetningu í hlutanum „Vetrardekk“ í eigendahandbókinni.

Rúðuvökvi
Fylltu aftur með nýjum rúðuvökva ef kalt er í veðri. Frostlögur getur minnkað með tímanum og því skaltu bæta nýjum rúðuvökva á reglulega til að rúðuþurrkurnar séu alltaf reiðbúnar fyrir snjó og ís.

Snjókeðjur
Snjókeðjur gefa meira grip þegar ekið er í snjó eða ís. Skoðaðu reglur á þínum stað til að fá upplýsingar um hvort mælt er með eða þess krafist að snjókeðjur séu notaðar að vetri til. Ef snjókeðjur eru leyfðar á þínu svæði geturðu keypt þær í þjónustumiðstöð Tesla. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar skaltu skoða hlutann „Notkun á snjókeðjum“ í eigendahandbókinni.

Merki: 

DEILA