Við kynnum nýjan Model Y Performance
Starfsfólk Tesla, Ágúst 29, 2025Í 22 ára sögu Tesla hafa Performance-bílar verið kjarninn í vöruúrvali okkar.
Fyrsti bíllinn okkar, Roadster, sem kom á markað árið 2008, var fyrsti rafknúni sportbíllinn í heiminum og skilaði ótrúlegri hröðun án útblásturs. Síðar stóðu Model S, Model X og Model 3 til boða í Performance-útfærslum sem settu ný viðmið í flokki ofurbíla. Eitt af orðatiltækjum okkar varð vinsælt: „Tesla býr ekki til hægfara bíla.“
Hjá Tesla eru afköst ekki samheiti yfir málamiðlanir.Performance-bílarnir okkar skila fyrsta flokks hraða og aksturseiginleikum en bjóða um leið upp á þægindi og skilvirkni. Hverjum þeirra fylgir uppfærður pakki, hannaður fyrir þau sem leita að því besta í hverjum flokki.
Þegar við settum Model Y á markað, sem síðar varð mest seldi bíll í heimi, buðum við upp á Performance-útfærslu. Við buðum fjölskyldum upp á frábæran alhliða kraftmikinn bíl. Í dag kynnum við til leiks nýjan Model Y Performance.
Fágaðasti Model Y sögunnar
Nýi Model Y Performance byggir á endurbótununum á Model Y-vörulínunni sem kynntar voru fyrr á þessu ári - Miklar endurbætur sem hámarka sparneytni, þægindi, tengimöguleika og öryggi ásamt nýrri hönnun á innanrými og ytra byrði.
Nýi Model Y Performance er búinn ýmsum sérvöldum uppfærslum sem aðgreina hann frá öðrum Model Y-útfærslum og færir fágun upp á næsta stig þar sem hönnun hans skilar spennu, notagildi og stíl. Nýi Model Y Performance getur tekist á við margskonar aðstæður á auðveldan hátt, hvort sem um er að ræða langferðir með fullum þægindum, spennandi akstur á hlykkjóttum vegum, stefnumót á sérstökum stað eða flutning á stórum hlutum eftir verslunarferð á sunnudegi.
Einstök og afkastamiðuð hönnun
Með tilkomu nýs Model Y Performance kynnum við til leiks einstaka, uppfærða útgáfu af vinsælasta bílnum okkar.
Auk Premium-búnaðarins sem er staðalbúnaður í öllum Model Y-bílum — til dæmis þakgluggi með hljóðeinangruðu gleri, 8 tommu snertiskjár aftur í, sæti í annarri sætaröð sem hægt er að halla, Autopilot, þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur, og fleira — býður nýi Model Y Performance einnig upp á:
- Sérstakan framstuðara sem uppfærður var til að tryggja afköst á miklum hraða
- Sérstakan afturstuðara sem uppfærður var til að tryggja afköst á miklum hraða
- Nýjar 21” Arachnid 2.0-felgur sem eru breiðari á afturhjólunum, með samhæfum aero-hlífum sem auka sparneytni
- Rauða Performance-hemlaklafa
- Performance-merki á skottlokinu
- Komuljós með Performance-merki
- Gljásvarta áferð á framhluta, afturhluta og speglahlífum
- Vindskeið úr koltrefjum sem tryggir aukinn stöðugleika á miklum hraða
- Performance-framsæti, með rafknúnum lærpúðalengingum
- Mælaborð og hurðaklæðningar úr koltrefjum
- Álfótstig
Allar þessar uppfærslur gefa Model Y einstakt útlit svo ekki fer á milli mála hver ekur um göturnar um leið og haldið er í flotta og hagnýta hönnun Tesla. Nýi fram- og afturstuðarinn, nýi dreifarinn að aftan og vindskeið úr koltrefjum vinna saman að því að auka grip bílsins. Niðurstaðan er 10% minna loftviðnám, 64% minni lyfta sem og 27% aukið jafnvægi í lyftu að framan og aftan samanborið við eldri Model Y Performance.
Hönnun aflrásar og undirvagns til að tryggja hámarksafköst
Nýjasti rafmótorinn okkar –Performance 4DU –kom á markað á síðasta ári með Model 3 Performance og skilar 16% meira hámarkstogi, 32% meira hámarksafli og 22% meira stöðugu afli, en eykur um leið sparneytni. Mótorinn er með hærri hita- og afkastaþröskuld en eldri kynslóðir og tryggir nýjum Model Y Performance mikla hröðun og aukinn hámarkshraða án þess að auka orkunotkun.
Uppfærður rafhlöðupakki, búinn nýjum rafhlöðum sem bjóða upp á meiri orkuþéttni, skilar meiri orku án þess að auka þyngd bílsins. Nýi Model Y Performance skilar 460 hestöflum, fer úr 0 í 100 km/klst. á 3,5 sekúndum og nær hámarkshraða upp á 250 km/klst. Þökk sé afar sparneytinni og einkennandi hönnun Tesla – þar sem allir íhlutirnir vinna snurðulaust saman – eyðir bíllinn 16,2 kWst/100 km og býður upp á 580 km drægni samkvæmt WLTP-prófunum, sem gerir hann að einum sparneytnasta Performance-rafbílnum á markaðnum í dag.
Einkaleyfisvarin stillanleg fjöðrun okkar er einnig fengin að láni frá Model 3 Performance. Glænýtt reiknirit fyrir stjórnun var hannað innanhúss af verkfræði- og hugbúnaðarteymi okkar og sniðið sérstaklega að nýja Model Y Performance. Það býður upp á góða aksturseiginleika sem eru fínstilltir fyrir allar akstursaðstæður. Nýja akstursstýringin var hönnuð til að skila mýkri og fágaðari akstri og betri aksturseiginleikum. Með samvinnu sinni settu teymi okkar ný viðmið í iðnaðinum og bjuggu til stillanlegt fjöðrunarkerfi sem lagar sig að upplýsingum frá ökumanni og veginum í rauntíma og eykur afköst og getu bílsins.
Glænýjar 21’’ Arachnid 2.0-felgur, með nýjum og breiðari hjólbörðum að aftan, eru hannaðar til að vinna snurðulaust með stillanlegu fjöðruninni og veita ökumönnum mjúka og nákvæma stjórn og betri akstursupplifun. Þessir hjólbarðar bæta ekki aðeins aksturseiginleika heldur bjóða einnig upp á þægilegri og hljóðlátari akstur með aukinni drægni. Full virkni fæst meðuppfærðum fjöðrunarliðum og fínstilltu hreyfiafli.
Nýr Model Y Performance nýtur góðs af uppfærðum vélbúnaði undirvagnsins sem passar við aukin afköst aflrásarinnar. Nýir gormar, jafnvægisstangir og fóðringar mynda einfaldari og næmari undirvagn. Lögun fjöðrunarinnar að framan er hönnuð til að lágmarka truflun af ójöfnum á vegum og tryggja fyrirsjáanlegri stjórn. Endurbætur á yfirbyggingu á afturhluta auka snúningsstífni samanborið við aðrar útfærslur.
Sérsniðnar akstursstillingar eftir þínu höfði
Rétt eins og með allar Tesla-vörur nýtur nýr Model Y Performance góðs af sérfræðiþekkingu okkar á samhliða þróun vélbúnaðar og hugbúnaðar sem tryggir bestu asktursupplifunina. Í gegnum umfangsmiklar prófanir við ýmsar aðstæður og á margskonar vegum og undirlagi höfum við þróað heildstæðan pakka sem ætlað er að uppfylla allar kröfur hversdagsins um notagildi og heilla um leið farþega með kraftmiklum og spennandi afköstum. Bíllinn hefur farið í gegnum ítarlegt vottunarferli og fínstillingar sem sneru að öllu frá akstri á miklum hraða til öflugra aksturseiginleika – þar á meðal á Nürburgring-brautinni í Þýskalandi – til að tryggja nákvæma fínstillingu fyrir hið margbreytilega umhverfi sem viðskiptavinir búa við í raunheimum.
Við kynnum nýja valkosti í stillanlegu aksturstillingunum okkar:
- Stillanleg fjöðrun - Sérsniðin akstursupplifun í gegnum forstilltar fjöðrunarstilllingar:
- Venjuleg: Afslöppuð og þægileg fjöðrun sem býður upp á góða stjórn og skemmtilegan akstur við allar aðstæður.
- Sport: Eykur fjöðrunarstjórn til að bíllinn sitji betur, styrkir tengingu bílsins við veginn og bætir stýrisviðbragðið, en lagar sig um leið að grófara yfirborði vega.
- Stöðugleikaaðstoð - Spólvarnar- og akstursstýringar sem hægt er að sérstilla. Þær veita reyndum ökumönnum meira frelsi og aukna skemmtun:
- Venjuleg: Setur stöðugleika bílsins í forgang við allar akstursaðstæður.
- Minni: Setur afköst og ánægju ökumanns í forgang með því að lágmarka spólvarnarinngrip í sportakstri. Öflugu spólvarnar- og akstursstýringarnar eru áfram virkar sem öryggisnet ef farið er yfir mörk.
Þessar viðbótarstillingar skapa meira frelsi og skemmtilegri akstursupplifun sem sniðin er að skapi ökumannsins hverju sinni. Auðvelt er að nálgast allar stillingar á miðlægum snertiskjánum, sem býður upp á snöggar breytingar á aksturseiginleikum bílsins.
Sérvalið farþegarými með einstakri hönnun og tækni
Performance-sætin í fremri sætaröðinni eru aðeins í boði í nýja Model Y Performance. Þau eru með endurbættum hliðarpúða og bólstrun og eru hönnuð til að veita meiri hliðarstuðning í átaksakstri án þess að skerða þægindin. Stillanleg og rafknúin lærpúðalenging tryggir fullkomna sætisstöðu fyrir ökumenn og farþega af öllum stærðum. Loftræsting og hiti eru staðalbúnaður í sætunum og vinna snurðulaust með hita-og loftstýringu bílsins. Innfellt Performance-merkið fyrir neðan höfuðpúðann ásamt koltrefjaklæðningum í mælaborðinu og framhurðunum gera farþegarýmið einstaklega fallegt og greinir það frá öðrum farþegarýmum í Model Y-línunni.
Fyrir miðju mælaborðinu er glænýr 16 tommu snertiskjár með þynnri skífum og meiri upplausn. Hann býður upp á næstum 80% fleiri pixla en 15,4 tommu skjárinn í öðrum Model Y-útfærslum, sem skilar mýkri og gagnvirkari upplifun, hvort sem þú ert að stilla stjórntæki bílsins eða horfa á uppáhaldsþáttaröðina þína á meðan bílnum er lagt.
Nýi Model Y Performance er smíðaður í Gigafactory Berlin-Brandenburg fyrir Evrópumarkað.