Öryggisávinningur af FSD (undir eftirliti) er skýr í samanburði við Tesla-bíla sem ökumaður stýrir með og án akstursöryggisbúnaðar. Þetta er beinasti og tölfræðilega réttasti samanburðurinn, þar sem hann er framkvæmdur innan sama bílaflota eftir sömu fjarmælingarleiðum.
Þess utan deila Tesla-bílar veginum með fjölda annarra vegfarenda sem ekki aka Tesla-bílum. Af þeim sökum er skynsamlegt að bera öryggi FSD (undir eftirliti) saman við almennt öryggi á vegum í Bandaríkjunum. Hægt er að mæla þetta með því að meta tíðni árekstra í Bandaríkjunum út frá opinberum gögnum bandarískra yfirvalda, sem er besta heimildin sem völ er á. Tesla ákvarðar grunnlínu fyrir meðaltal innan Bandaríkjanna á grunni gagna frá bandarískum yfirvöldum, eins og útskýrt er hér á eftir, til að áætla heildarfjölda ekinna mílna (teljari) og heildarfjölda ökutækja sem lentu í árekstri (nefnari).
Bandarísk stjórnvöld birta nokkrar gerðir gagna sem taka þarf tillit til. Upplýsingar um heildarfjölda ekinna mílna (teljari) eru alla jafna sóttar í ársskýrslur FHWA (Federal Highway Administration) (þar sem nýjasta útgáfa er fyrir almanaksárið 2023). Upplýsingar um heildarfjölda bíla sem lenda í árekstri (nefnari) sækir Tesla í þrenns konar úrtöku- og skýrslukerfi: CRSS-kerfi (Crash Report Sampling System) NHTSA (National Highway Traffic Safety Administration), sem nær til árekstra sem tilkynntir eru af lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunum; CISS-kerfi (Crash Investigation Sampling System) NHTSA, sem nær til árekstra sem tilkynntir eru af lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunum þar sem að minnsta kosti einn bíll er dreginn af árekstursstað; og FARS-kerfi (Fatality Analysis Reporting System) NHTSA, sem skráir banaslys í umferðinni í Bandaríkjunum. Af þessum úrtöku- og skýrslukerfum fellur CISS best að nálgun Tesla við skráningu gagna og alvarleikaútfærslu þar sem CISS nær fyrst og fremst til árekstra sem eru það alvarlegir að draga þarf bíla af vettvangi en takmarkast ekki við umfang áverka. Aftur á móti nær CRSS fyrst og fremst til atvika þar sem hvorki öryggispúðar né annar öryggisbúnaður virkjast (t.d. fjalla um það bil 71,7% tilkynninga í CRSS fyrir árið 2023 eingöngu um eignatjón, á meðan atvik þar sem öryggisbúnaður virkjast eru tengdari harðari árekstrum þar sem auknar líkur eru á meiðslum). FARS nær síðan sérstaklega til banaslysa og fjallar þannig aðallega um alvarlegustu atvikin og tiltekin atvik þar sem búnaður virkjast ekki eða atvik sem erfitt er að greina þar sem ákveðnar tegundir hluta koma við sögu.
Á grundvelli þessara upplýsinga reiknar Tesla út áætlað meðaltal alvarlegra árekstra í Bandaríkjunum með því að deila í eknar mílur samkvæmt FHWA (frá öllum bílum sem tilkynntir hafa verið) með áætluðum heildarfjölda bíla sem lentu í CISS-atviki (sjá heildartöluna í töflu 2 í CISS-skýrslum).
CISS- og FHWA-gagnagrunnarnir innihalda ekki sundurliðun á grunni þjóðvega og annarra vega sem er sambærileg við gögn frá Tesla. Til að áætla grunnlínu fyrir sundurliðun á meðalárekstrartíðni í Bandaríkjunum eftir þjóðvegum og öðrum vegum reiknaði Tesla því hlutfall heildarárekstrartíðni Tesla-bíla sem ökumenn stjórna bæði fyrir akstur á þjóðvegum og öðrum vegum. Tesla yfirfærði þessi hlutföll því næst á meðaltalstíðni alvarlegra árekstra í Bandaríkjunum til að áætla meðaltal árekstrartíðni í Bandaríkjunum við akstur á þjóðvegum og öðrum vegum. Tesla beitti sömu aðferð til að áætla meðaltalstíðni minniháttar árekstra í Bandaríkjunum með því að nota hlutfall minniháttar árekstra samanborið við alvarlega árekstra Tesla-bíla sem ökumenn stjórna. Tesla-bílar sem ökumenn stjórna er ágætlega lýsandi þýði fyrir þessi hlutföll vegna stærðar þess (yfir þrjár milljónir bíla í Bandaríkjunum), landfræðilegrar dreifingar (í öllum ríkjum Bandaríkjanna) og samsetningu eigenda (Model Y var næst mest seldi fólksbíllinn í Bandaríkjunum 2023-2024) og notkun (yfir 30 milljarðar mílna árlega í Bandaríkjunum).
Tesla er meðvitað um að hvers kyns meðhöndlun gagna getur valdið ófyrirséðu suði og bjögun. Til að tryggja nákvæmni og heilindi aðferðafræðinnar sem notast er við til að reikna meðaltal fyrir Bandaríkin og bera saman við árekstrartíðni Tesla, takmarkaði Tesla meðvitað hvers kyns vinnslu eða síun gagna eftir fremsta megni og aðeins þegar alger þörf var á, eins og lýst er hér á undan. Þrátt fyrir það felur aðferðafræðin í sér nauðsynlegar og óhjákvæmilegar ályktanir vegna mismunandi aðferða við gagnasöfnun hjá Tesla annars vegar og hjá bandarískum yfirvöldum hins vegar. Þessum ályktunum kunna að fylgja takmarkanir hvað varðar skráningarviðmið, mat á atvikum sem ekki eru tilkynnt (t.d. áætlar NHTSA að 60% eignatjónsslysa og 32% slysa sem valda áverkum séu ekki tilkynnt til lögreglu ([Blincoe o.fl. 2023]), úrtaksstærð úr alríkisgagnagrunnum og dreifingu flota. Sumar þessara takmarkana geta skekkt meðaltalsútreikning fyrir Bandaríkin upp á við eða niður á við frá því sem kemur fram í öryggisskýrslunni. Þrátt fyrir þessar takmarkanir er umfang aukins raunverulegs öryggis með notkun FSD (undir eftirliti) greinilegt og óumdeilanlegt. Þetta sést best í beinum samanburði á Tesla-bílum sem nota FSD (undir eftirliti) og Tesla-bílum sem ökumenn stjórna. Metið meðaltal fyrir Bandaríkin (þrátt fyrir takmarkanir þess) styrkir einfaldlega þá niðurstöðu.