Við kynnum nýja Model Y
Október 27, 2025
Yfirlit
Tæpum fimm árum eftir að afhending Model Y hófst höfum við kynnt til leiks nýjan Model Y: Endurhannaða útgáfu af mest selda bíl í heimi* með endurbættu ytra byrði, uppfærðu innanrými og fjölmörgum tækninýjungum sem hjálpa til við að hámarka sparneytni og þægindi.
Helstu atriði
Yfirgripsmikil endurhönnunin skilar hljóðlátara farþegarými. 22% minna veghljóð, 20% minna högghljóð og 20% minna vindgnauð. Þessum hljóðláta akstri er ekki aðeins náð með kerfum bílsins og tækninýjungum, heldur einnig með hjálp efna á borð við hljóðeinangrað gler sem finna má um allan bílinn.
Nýr Model Y býður einnig upp á 5% meiri drægni með sömu orkunotkun og þægilegri aksturseiginleika en eldri bíllinn, meðal annars vegna nákvæmra tækninýjunga eins og nýrri smurolíu sem tryggir minni núning, fínslípuðum gírum, minna hemlunarviðnámi og bættri snúningsmótstöðu hjólbarða. Long Range með afturhjóladrifi er nú með 622 km drægni samkvæmt WLTP-prófunum**. Að auki hefur framúrskarandi rafbílabyggingarlagið verið fært yfir á þessa útgáfu og undirliggjandi rafhlöðutækninni haldið óbreyttri.
Endurbætur hafa verið gerðar á þægindum í akstri og hljóðvist um leið og haldið er í þá lipurð og aksturseiginleika sem Tesla er þekkt fyrir, þökk sé nýjum vélbúnaði fyrir undirvagninn, þar á meðal stífari yfirbyggingu, endurhannaðri lögun og hreyfiafli fjöðrunarkerfisins og fjöðrunartækni sem fengin er frá uppfærðum Model 3.
Endurhannað ytra byrði með bættu loftflæði
Nef bílsins situr lægra en á eldri útgáfunni og er undirstrikað með nýrri ljósastiku sem nær yfir allan framhluta bílsins, sem kallast á við öruggt og djarft útlit bæði Cybertruck og hins nýafhjúpaða Cybercab. Þrískipt ljósastikan yfir allan framhlutann er hönnuð til að auka öryggi gangandi vegfarenda og skila betra loftflæði en ljós eldri útgáfunnar.
Undir ljósastikunni má sjá nýjan framhluta með sterkum, skýrum og láréttum línum sem gera bílinn breiðari og stöðugri á að líta. Þessi lárétta lína leiðir að rásum sem auka loftflæði og sparneytni bílsins.
Afturhluti bílsins einkennist af nýrri ljósastiku að aftan og afturhlera. Ljósastikan að aftan er fyrsta óbeina endurskinsafturljós sinnar tegundar sem varpar aðgerðum afturljóssins á sérsniðið skraut. Ljósastikan að aftan nær yfir allan afturhluta bílsins, sem gerir hana að einni stærstu ljósastikunni á markaðnum, 1,6 m að lengd.
Afturhlerinn, vindskeiðin og afturhlutinn hafa einnig farið í gegnum mikla endurhönnun til að tryggja hámarks lofflæði og stöðugleika á miklum hraða. Dreifarinn að aftan var lengdur og breikkaður til að auka niðurþrýsting og um leið verja bílinn betur við árekstur á litlum hraða og, líkt og framhlutinn, skapar hann, ásamt afturhleranum, einnig stílhreinna og öruggara útlit með því að breikka bílinn og gefa honum stöðugra yfirbragð.
Vindskeið að aftan og nýjar felgur fullkomna straumlínulagað ytra byrðið og stuðla hvort tveggja að aukinni sparneytni bílsins. Vindskeiðin að aftan er nú gerð úr háþróuðu hitadeigu plasti, sem býður upp á ákjósanlega straumlínulögun, og nýju 19 tommu felgurnar okkar, sem eru staðalbúnaður, eru sparneytnustu felgur sem við höfum framleitt.
Auk útlits og loftflæðis hefur daglegt notagildi bílsins einnig verið bætt. Afrennslistappi og aukabúnaður fyrir geymsluna undir húddinu, sem seldir eru sér, bjóða upp á fjölbreytta notkun geymslunnar, t.d. sem kælibox, skiptiborð eða skilrúm fyrir innkaupapoka, á meðan nýja dráttarbeislishlífin að aftan er núna með festingum sem snúið er fjórðung úr hring til að veita gott aðgengi að dráttarbúnaðinum.
Premium-innanrými með auknum þægindum
Við nálguðumst uppfærslur í innanrými nýja Model Y með það að markmiði að endurbæta alla yfirborðsfleti, samtengingu og skreytingar til að upplifunin í farþegarýminu verði sem best. Markmiðið með þróun allra íhlutanna var að bæta bílinn fyrir viðskiptavininn: enn betri efni sem hægt er að sjá og snerta, nákvæmari skreytingar og listar, aukin þægindi og einfaldari notkun, og léttari hlutir til að auka sparneytni og bæta drægni.
Nýja innanrýmið heldur stílhreinu hönnunarútliti okkar, þar sem áherslan er á að skapa rólegt, hljóðlátt og fágað umhverfi. Þessa nálgun má sjá í margvíslegum ítarlegum endurbótum í farþegarýminu, allt frá augljósum útlitsbreytingum til lágstemmdra endurbóta á gæðum.
Yfirbragð og handverk
-
Fallegra farþegarými og næturstemningslýsing: Ný marglit stemningslýsing stillir birtustigið sjálfkrafa eftir umhverfinu og er hönnuð til að lágmarka endurkast á framrúðuna.
-
Enn betra handverk í innanrými: Á miðjustokknum eru álklædd rennilok með nákvæmri og mjúkri tilfærslu. Álinnfellingar er einnig að finna á stýrinu, hurðaklæðningum og mælaborði. Öll samskeyti hafa verið endurhönnuð til að auka nákvæmni og minnka umfang. Ný efni hafa verið valin til að skapa tilfinningu fyrir auknum gæðum og auka hljóðdempun, með mjúkum innvöfðum íhlutum frá toppklæðningu til gólfs. Ný framleiðslutækni býður upp á mjúk og betri textílefni.
Þægindi og hægindi
-
Uppfært þak og framrúða bæta andrúmsloftið í farþegarýminu: Nýtt glerþak endurkastar nú sjö sinnum meiri sólarorku, sem skilar lægri viftuhljóðum, styttri kælingartíma, minni orkunotkun og auknum þægindum fyrir farþega.
-
Ný og þægilegri sæti: Framsætin eru búin auknum þægindum og loftræstingu. Aftursætin eru með þægilegri púðum og bólstrun, rafknúinni hallastillingu og einni sneggstu niðurfellingu sæta í sínum flokki, þökk sé öflugum sætismótorum.
-
Bætt staða ökumanns og aukið notagildi: Nýir sérstillanlegir rofar á stýrinu bjóða upp á greiðan aðgang að mest notuðu aðgerðum bílsins.
Tækni, skemmtun og tengigeta
- Upplifun farþega í aftursæti hefur verið endurhönnuð með 8" snertiskjá við aftursæti: Nýr snertiskjár í annarri sætaröð veitir aðgang að hita- og loftstýringu, leikjum og vídeó-/hljóðstreymi. Skjárinn styður einnig tengingu tveggja Bluetooth-tækja sem gerir farþegum kleift að velja milli mismunandi margmiðlunartækja og öflugt hleðslukerfi við aftursæti með tveimur 65 W USB-tengjum fyrir hleðslu tveggja fartölva samtímis.
- Endurbætt tengigeta með nýrri fjarskiptaeiningu: Öflugri tenging við farsímakerfi með 50% meiri niðurhalshraða og 30% stækkun sendisviðs, sem lágmarkar dauð svæði og tryggir áreiðanlega tengingu á flestum ferðasvæðum. Endurbætt Wi-Fi tengigeta með allt að 300% hraðara niðurhali styður hraðara myndstreymi og hugbúnaðaruppfærslur og allt að 200% stækkun sendisviðs tryggir tengigetu á svæðum eins og í bílskúrum og heimreiðum.
Sjáðu alla eiginleika og búnað Model Y á 60 sekúndum.
Skyggnstu á bak við tjöldin með hönnuðum og verkfræðingum nýja Model Y.
Nýr Model Y er kominn á markað
Nýr Model Y er framleiddur fyrir Evrópu í Giga Berlin.
Þú getur kynnt þér verð eða sent inn pöntun á hönnunarsvæði Model Y.
Ef þú vilt sjá bílinn með eigin augum eða bóka reynsluakstur skaltu finna næstu staðsetningu Tesla.
Tesla mun kynna fleiri útfærslur nýs Model Y í framtíðinni sem munu bjóða upp á svipaðan aukabúnað og eldri Model Y-bíllinn.
*Jato Dynamics, 25. janúar 2024
**með 19 tommu hefðbundnum felgum. WLTP-staðallinn er notaður til að bera saman drægni rafbíla. Raunveruleg drægni getur verið breytileg eftir þáttum á borð við hraða, veðurskilyrði og hæð yfir sjávarmáli.