Gjöld fyrir Supercharger-hleðslu

Við hönnuðum Supercharger-netið til að tryggja snurðulausa og ánægjulega akstursupplifun á vegum úti. Þess vegna höfum við hlustað á notendur og gerum okkur grein fyrir því hversu svekkjandi það getur verið að aka inn á hleðslustöð þar sem fullhlaðnir bílar fylla öll hleðslupláss.

Við sjáum fyrir okkur framtíð þar sem bílar geta ekið á sjálfstýringu í burtu um leið og hleðslu er lokið, til að auka enn frekar skilvirkni hleðslunetsins og ánægju viðskiptavina. Fram að þeim tíma er það ósk okkar að bílum sé ekið frá Supercharger-hleðslustöðvum þegar hleðslu er lokið. Viðskiptavinur myndi aldrei leggja bíl við bensíndælu á bensínstöð og sama gildir um Supercharger-hleðslustöðvarnar.

Tálmagjald á Supercharger hleðslustöð

Stíflugjald er gjald sem þú greiðir aðeins þegar mikið er aö gera á Supercharger-hleðslustöð og eitt af eftirfarandi gildir:

  • rafhlaða bílsins er nú þegar við eða yfir stíflugjaldsmörkunum sem eru 80% hleðsla rafhlöðu; eða
  • hleðslulotunni er lokið

Tálmagjald hvetur bílstjóra til að hlaða aðeins eins mikið og þörf er á fyrir ferðina frekar en alla leið í 100%. Þetta eykur framboð á Supercharger-stöðvum svo að allir hafi aðgang þegar á þarf að halda.

Ef þú uppfyllir skilyrði um tálmagjald meðan á Supercharger-hraðhleðslu stendur færðu tilkynningu á snertiskjá bílsins og í Tesla-appinu um að tálmagjöld eigi við. Þú getur séð hleðslustig rafhlöðunnar þar sem tálmagjöld eru innheimt á snertiskjá bílsins og í Tesla-appinu. Þú færð fimm mínútna frest til að aftengja bílinn og fara áður en tálmagjöld taka gildi. Að frestinum liðnum verður innheimt gjald fyrir hverja mínútu sem bíllinn er tengdur við Supercharger-hleðslustöðina.

Tálmagjöld eftir landi og svæði

Land/landsvæði Gjaldmiðill Dæmigert stíflugjald (á mínútu)1
Ástralía AUD $0.50
Austurríki EUR €0,50
Belgía EUR €0,50
Kanada CAD $0.50
Síle CLP $500
Króatía EUR €0,50
Tékkland CZK 10 Kč
Danmörk DKK kr. 3,00
Finnland EUR €0,50
Frakkland EUR €0,50
Þýskaland EUR €0,50
Grikkland EUR €0,50
Hong Kong HKD HK$4
Ungverjaland HUF 200 HUF
Ísland ISK 75 kr
Indland INR 40 ₹
Írland EUR €0,50
Ísrael ILS ₪2
Ítalía EUR €0,50
Litháen EUR €0,50
Lúxemborg EUR €0,50
Makaó MOP MOP$4.12
Malasía MYR RM 2
Mexíkó MXN $10
Holland EUR €0,50
Nýja Sjáland NZD $1.00
Noregur NOK kr. 5
Filippseyjar PHP ₱30
Pólland PLN 2 zł
Portúgal EUR €0,50
Púertó Ríkó USD $0.50
Katar QAR QAR 2
Rúmenía RON 2.5 RON
Sádí-Arabía SAR SAR 2
Singapúr SGD $0,50
Slóvakía EUR €0,50
Slóvenía EUR €0,50
Suður Kórea KRW ₩500
Spánn EUR €0,50
Svíþjóð SEK 5 kr
Sviss CHF CHF 0.50
Taívan TWD 15元
Tæland THB ฿12
Tyrkland TRY ₺10
Sameinuðu arabísku furstadæmin AED AED 2.00
Bretland GBP £0.50
Bandaríkin USD $0.50

Frekari upplýsingar um tálmagjöld eru í notkunarskilmálunum.

Algengar spurningar
Algengar spurningar Sýna allt Fela allt

1 Tálmagjald getur verið allt að 75 kr. á mínútu og getur verið mismunandi eftir staðsetningu.