Innköllun vegna þess að ekki er hægt að sjá mynd frá bakkmyndavél

Tesla hefur sent valfrjálsa innköllun vegna tiltekinna Model 3 bíla af árgerð 2024–2025, Model Y bíla af árgerð 2023–2025, Model S bíla af árgerð 2024–2025 og Model X bíla af árgerð 2023–2025 sem voru með tilteknar bíltölvur og keyra eldri hugbúnaðarútgáfu en 2024.44.25.3 eða 2024.45.25.6.

Hvert er vandamálið?

Í litlum hluta þeirra bíla sem um ræðir kann skammhlaup að verða í tölvuborði bílsins við gangsetningu, sem veldur því að virkni bakkmyndavélarinnar glatast.

Hefur innköllunin áhrif á ökutækið mitt?

Allir eigendur geta kannað hvort þetta nær til verksmiðjunúmers (VIN) síns bíls með því að nota innköllunarleitarverkfæri Tesla fyrir VIN.

Er öruggt að keyra ökutækið?

Ef ekki er hægt að sjá mynd frá bakkmyndavélinni getur það haft áhrif á útsýni ökumanns aftur fyrir bílinn og aukið hættu á árekstri. Ökumaður getur haldið áfram að bakka með því að horfa aftur fyrir bílinn og nota speglana.

Hvert er innköllunarúrræðið?

Þann 18. desember 2024, eða upp úr því, hófst þráðlaus uppfærsla hugbúnaðarins í viðkomandi bílum, viðskiptavinum að kostnaðarlausu, sem breytir ræsingarröð bílsins til að koma í veg fyrir að skammhlaup verði í aðal- og/eða aukaafleiningunni. Ekki er þörf á frekari aðgerðum af hálfu eigenda bíla sem um ræðir og eru með hugbúnaðarútgáfu 2024.44.25.3, 2024.45.25.6 eða nýrri útgáfu ef skammhlaup eða álag sem gæti leitt til skammhlaups hefur ekki orðið í bílunum sem um ræðir. Ef þetta ástand hafði áhrif á bíl áður en hugbúnaðarútgáfa 2024.44.25.3, 2024.45.25.6 eða nýrri útgáfa var sett upp mun Tesla skipta út bíltölvu bílsins viðskiptavininum að kostnaðarlausu.

Þarf ég að gera þjónustubókun fyrir þessa innköllun?

Ekki er þörf á frekari aðgerðum af hálfu eigenda bíla sem um ræðir og eru með hugbúnaðarútgáfu 2024.44.25.3, 2024.45.25.6 eða nýrri útgáfu ef skammhlaup eða álag sem gæti leitt til skammhlaups hefur ekki orðið í bílunum sem um ræðir. Tesla mun hafa samband við þig ef skipta þarf um bíltölvu bílsins þíns.