Bílavörur í Apple Watch

Nú gerir Tesla appið þér kleift að stjórna Tesla bílnum þínum í Apple Watch.

Athugaðu: Til að nota Tesla appið í Apple Watch fyrir bílavörurnar þínar þarftu að vera með 4.39.5 eða nýrri útgáfu af Tesla appinu og 2024.44.25 eða nýrri hugbúnaðarútgáfu í bílnum. Apple watchOS 11 eða nýrra er krafist.

Hvað er hægt að skoða

Í Tesla appinu í Apple Watch er hægt að skoða eftirfarandi:

  • Úrlykill: Paraðu úrið sem lykil til að opna og læsa bílnum án þess að ýta á einn einasta hnapp, alveg eins og þú gerir með símalyklinum.
  • Frunk: Opnaðu fremri farangursgeymsluna á bílnum.
  • Hleðslustaða: Skoðaðu hleðslustöðu rafhlöðu bílsins.
  • Hleðslutengi: Opnaðu hleðslutengi bílsins.
  • Hiti: Kveiktu á hitastýringu.
Hvernig á að opna appið í Apple Watch

Gakktu úr skugga um að snjalltækið þitt sé parað við þitt Apple Watch. Til að opna Tesla appið í Apple Watch skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

  1. Það fyrsta sem þú sérð þegar þú horfir á Apple Watch er klukkan. Því næst ýtirðu á Digital Crown hnappinn á hlið úrsins.
  2. Snúðu Digital Crown hnappinum til að skoða þau öpp sem eru í boði. Finndu og veldu Tesla appið.
Algengar spurningar

Hvað geri ég ef ég finn ekki Tesla appið í Apple Watch?

Ef þú átt í vandræðum með að opna Tesla appið í Apple Watch skaltu tryggja að nýjustu hugbúnaðaruppfærslurnar hafi verið settar upp í iPhone og Apple Watch.

Athugaðu: Til að nota Tesla appið í Apple Watch fyrir bílavörurnar þínar þarftu að vera með 4.39.5 eða nýrri útgáfu af Tesla appinu og 2024.44.25 eða nýrri hugbúnaðarútgáfu í bílnum. Apple watchOS 11 eða nýrra er krafist.

Mér tekst ekki að setja upp úrlykil í Apple Watch. Hvað get ég gert?

Vertu við hliðina á bílnum þegar þú setur úrlykilinn upp. Ef bíllinn er þegar tengdur við marga símalykla gætirðu þurft að slökkva á Bluetooth í snjalltækinu til að fækka virkum tengingum áður en þú lýkur við uppsetningu úrlykilsins.