Þjónusta vegna Tesla Diner
Tesla Diner er Supercharger-hraðhleðslustöð, veitingastaður og bílabíó í Vestur-Hollywood í Kaliforníu. Staðurinn er í anda hins sígilda bandaríska matsölustaðar með gamaldags framúrstefnusýn að leiðarljósi.
Tesla Diner er staðsettur á 7001 Santa Monica Blvd, Vestur-Hollywood, Kaliforníu 90038.
Bílastæðin á Tesla Diner eru eingöngu fyrir hleðslu á rafbílum. Þú getur valið um aðkomu og bílastæðalausnir, allt eftir því hvernig þú kemur á staðinn:
- Ef þú kemur á bíl (til að hlaða): Komdu á svæðið hjá N Orange Drive eða N Sycamore Ave.
- Ef þú kemur á bíl (ekki til að hlaða): Notaðu bílastæði eða bílageymslur í nágrenninu. Þjónusta bílastæðaþjóna er einnig í boði á N Sycamore Avenue á kvöldin og um helgar.
- Ef þú kemur fótgangandi: Komdu á svæðið hjá Santa Monica Blvd.
- Ef þú kemur í deilibíl: Biddu ökumanninn að setja þig út á N Orange Drive.
Veitingastaðurinn
Þetta er 250 sæta veitingastaður á tveimur hæðum og á afar fjölbreytilegum matseðli er rík áhersla lögð á sjálfbærar afurðir úr heimabyggð. Hægt er að borða á jarðhæð veitingastaðarins, á Skypad-þakhæðinni eða í Tesla-bílnum þínum með veitingaþjónustu.
Athugaðu: Til að panta úr Tesla-bílnum notarðu Tesla Diner-appið á snertiskjá bílsins.
Afþreying
Á tveimur 20 metra LED-risaskjám geturðu horft á kvikmyndir, annað efni og sérstaka þætti. Þú getur notið þess að horfa á Skypad-þakhæðinni eða notið þægindanna í Tesla-bílnum með því að streyma efni í gegnum Tesla Diner-appið á snertiskjá bílsins.
Verslun
Á Tesla Diner geta gestir verslað sérstakan Tesla-varning á borð við fatnað, lífsstílsvörur og nammi. Vöruúrvalið er síbreytilegt og sífellt er verið að bæta við nýjum vörum.
Athugaðu: Vörurnar eru til sölu á Skypad-þakhæðinni.
Hleðsla
Stærsta Supercharger-hraðhleðslustöð í heimi með 80 V4 Supercharger-básum fyrir Tesla-bíla og einnig básum með NACS-samhæfingu fyrir önnur rafknúin farartæki en Tesla.
Útiborð á þakhæð
Skypad-þakhæðin státar af útiborðum, útsýni yfir borgina og úrvalssætum fyrir bílabíóið.