Viðhald ökutækis
Verkfræðingar okkar fara stöðugt yfir ráðleggingar um viðhald til að hámarka afköst, áreiðanleika, endingu og öryggi Tesla-bílsins þíns.
Ólíkt bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti þurfa Tesla-bílar engin hefðbundin olíuskipti, viðhald á eldsneytiskerfi, kertaskipti eða útblástursskoðanir. Meira að segja skipti á hemlaklossum eru sjaldgæf vegna þess að endurnýting hemlunarafls skilar orku aftur í rafhlöðuna og minnkar álag á hemlana umtalsvert.
Skoðaðu eigendahandbókina þína til að sjá nýjustu viðhaldsleiðbeiningarnar fyrir Tesla-bílinn þinn.
Viðhaldsyfirlitið á snertiskjá bílsins veitir upplýsingar um hvenær síðustu almennu viðhaldsaðgerðir voru framkvæmdar og birtir ráðleggingar um hvenær næsta viðhald skal fara fram. Færslur í viðhaldsyfirlitinu eru áfram vistaðar í bílnum eftir endurstillingu og hægt er að nálgast upplýsingar um fyrra viðhald.
Viðhaldsyfirlitið birtir eftirfarandi:
- Tímasetningu hverrar viðhaldsaðgerðar sem síðast var sinnt, ef það hefur á annað borð farið fram
- Hvaða viðhaldsaðgerðir eru komnar fram yfir á tíma
- Hvaða viðhaldsaðgerðir þarf að framkvæma fljótlega
- Hvaða viðhald þarf að framkvæma innan skamms
- Stutta lýsingu á hverri viðhaldsaðgerð
Viðhaldsyfirlitið gerir þér kleift að skrá viðhaldsaðgerðir sem framkvæmdar eru, sem endurstillir viðhaldstímabilið, ef við á.
Athugaðu: Þó að Tesla kunni að uppfæra viðhaldsyfirlitið við þjónustuheimsókn er það á ábyrgð eiganda bílsins að tryggja nákvæmni upplýsinganna, sérstaklega hvað varðar viðhald sem innt er af hendi hjá óháðum viðgerðaraðilum eða sem eigandi sinnir sjálfur.
Loftsía í farþegarými
Tesla ökutækið þitt er með loftsíu sem varnar því að frjókorn, mengun, vegaryk og aðrar agnir komist inn gegnum loftrásir.
Viðhaldstíminn getur verið mismunandi eftir umhverfi. Til að athuga hvort skipta þurfi um loftsíu í farþegarými fyrir bílinn þinn og fá nýjustu viðhaldsáætlunina sem mælt er með skaltu ýta á „Stjórntæki > Þjónusta > Viðhald“ á snertiskjá bílsins.
Athugaðu: Til að fá aðgang að þessum eiginleika verður bíllinn að vera með hugbúnaðarútgáfu 2024.44.25 eða nýrri uppsetta.
Við mælum með að skipt sé um loftsíu á eftirfarandi fresti:
| Model S | Skiptu um loftsíu í farþegarými á 3 ára fresti.1 |
| Model 3 | Skiptu um loftsíu í farþegarými á 2 ára fresti. |
| Model X | Skiptu um loftsíu í farþegarými á 3 ára fresti.1 |
| Model Y | Skiptu um loftsíu í farþegarými á 2 ára fresti. |
High Efficiency Particulate Air (HEPA) sía
Ef Tesla-bíllinn þinn er með HEPA mælum við með því að skipt sé um HEPA-síu og kolefnissíu á 3 ára fresti.
Viðhaldstíminn getur verið mismunandi eftir umhverfi. Til að athuga hvort skipta þurfi um HEPA síu í bílnum og fá nýjustu viðhaldsáætlunina sem mælt er með skaltu ýta á „Stjórntæki > Þjónusta > Viðhald“ á snertiskjá bílsins.
Athugaðu: Til að fá aðgang að þessum eiginleika verður bíllinn að vera með hugbúnaðarútgáfu 2024.44.25 eða nýrri uppsetta.
Hjólbörðum víxlað
Harkalegur akstur getur leitt til þess að hjólbarðar slitni fyrr en ella og að skipta þurfi fyrr um þá. Með því að víxla hjólbörðum með reglulegum hætti viðheldurðu jöfnu slitálagi á hjólbörðum Tesla bílsins þins og stuðlar að hámarksendingu þeirra. Við mælum með því að þú víxlir hjólbörðunum á 10.000 km fresti eða ef munur á mynsturdýpt tveggja hjólbarða er 1,5 mm eða meiri, hvort sem kemur á undan.
Hjólastilling
Vanstillt hjól geta haft áhrif á aksturseiginleika, endingu hjólbarða og stýrishluta. Hjólastilling er þjónusta sem tryggir jafna þyngdardreifingu á hjól bílsins. Við mælum með því að þú bókir hjólastillingu fyrir Tesla bílinn þinn eftir þörfum. Mögulega krefst Tesla bílinn þinn hjólastillingar ef vart verður við titring í stýrinu við akstur.
Hjólastilling
Vanstillt hjól geta einnig haft áhrif á aksturseiginleika, endingu hjólbarða og stýrishluta. Hjólastilling er þjónusta sem tryggir að hjólbarðar bílsins séu í réttri stöðu. Við mælum með því að þú bókir hjólastillingu fyrir Tesla bílinn þinn eftir þörfum. Mögulega krefst Tesla bílinn þinn hjólastillingar ef vart verður við eitthvað af eftirfarandi:
- Ójafnt slit á hjólbörðum
- Bíllinn leitar til vinstri eða hægri á meðan stýrt er beint áfram
Einnig er mælt með hjólastillingu eftir að þú setur nýja hjólbarða undir Tesla bílinn þinn.
Stilling hjólbarða og felga
Ef nýbúið er að þjónusta hjólbarðana og/eða felgurnar undir bílnum þínum mælum við með endurstillingu hjólbarða og/eða felgna til að bæta aksturseiginleikana.
Endurstilltu stillingu hjólbarða og/eða felgu á snertiskjá bílsins með eftirfarandi skrefum:
- Ýttu á „Stjórntæki“.
- Ýttu á „Þjónusta > „Felgur og hjólbarðar“.
- Til að endurstilla hjólbarðastillinguna ýtirðu á „Hjólbarðar“.
- Til að endurstilla felgustillinguna ýtirðu á „Felgur“.
Skoðaðu eigendahandbækur hjólbarðaframleiðenda og ábyrgðaskjöl til að fá frekari upplýsingar.
Bremsuvökvapróf
Við mælum með því að óhreinindi í hemlavökva séu skoðuð með því að bóka þjónustu hjá Tesla á 4 ára fresti og skipta honum út eftir þörfum.
Athugaðu: Mikil bremsunotkun vegna dráttar, aksturs niður brekkur eða aksturs á miklum afköstum – sérstaklega í ökutækjum í heitu og röku umhverfi – gæti krafist þess að bremsuvökvi sé skoðaður oftar og skipt um hann.
Loftræstiþjónusta
Við viðhaldsþjónustu loftkælingar er rakasíupoka skipt út til að auka endingu og skilvirkni loftkælingarinnar.
Áfram er mælt með að skipta um þurrksíu í loftkælingu fyrir Tesla bíla án varmadælu. Þú getur skoðað hvort bíllinn þinn er búinn varmadælu með því að ýta á „Stjórntæki > Hugbúnaður > Viðbótarupplýsingar um bíl“ á snertiskjá bílsins. Ef bíllinn þinn er búinn varmadælu skaltu athuga hvort skipta þurfi um þurrksíu í loftkælingunni og fá nýjustu viðhaldsáætlunina sem mælt er með með því að ýta á „Stjórntæki > Þjónusta > Viðhald“ á snertiskjá bílsins.
Við mælum með eftirfarandi þjónustuáætlun fyrir loftkælinguna:
| Model S | Ekki er þörf á að skipta um varahlut.2 |
| Model 3 | Ekki er þörf á að skipta um varahlut.2 |
| Model X | Ekki er þörf á að skipta um varahlut.2 |
| Model Y | Ekki er þörf á að skipta um varahlut. |
Ítarleg þrif framrúðu á myndavélasvæði
Nauðsynlegt er að þrífa framrúðuna að innan á myndavélasvæðinu til að tryggja gott útsýni og hámarksvirkni myndavélar. Þegar þörf er á mælum við með því að þú bókir þjónustutíma til að láta þrífa framrúðuna að innan. Til að athuga hvort hreinsa þurfi framrúðuna á myndavélasvæðinu fyrir bílinn þinn skaltu skoða viðhaldsyfirlitið með því að ýta á „Stjórntæki“ > „Þjónusta“ > „Viðhald“ á snertiskjá bílsins.
Þrif á vatnskassa að utanverðu
Ryk og óhreinindi eiga það til að safnast utan á vatnskassa bílsins og hafa áhrif á afköst hitakerfis bílsins. Magn uppsafnaðra óhreininda getur verið breytilegt eftir akstursumhverfinu. Við mælum með að þú bókir þjónustuskoðun til að láta skoða og þrífa vatnskassa bílsins þíns, þegar þörf er á. Upplýsingar um hvort kominn er tími á þrif vatnskassans og um ráðlagt viðhald er hægt að nálgast með því að ýta á „Stjórntæki > Þjónusta > Viðhald“ á snertiskjá bílsins.
Athugaðu: Aðgangur að þessum eiginleika krefst þess að bíllinn þinn sé með hugbúnaðarútgáfu 2024.44.25 eða nýrri uppsetta.
Vetrarumhirða
Við mælum með því að allir hemlaklafar séu hreinsaðir og smurðir á 12 mánaða eða 20.000 km fresti á svæðum þar sem vegir eru saltaðir yfir vetrartímann
Ef háspennurafhlaðan krefst viðhalds birtist tilkynning á snertiskjá bílsins um að þú ættir að bóka þjónustuheimsókn.
Einungis tæknifólk með viðeigandi þjálfun má þjónusta háspennurafhlöðukerfið. Þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum opna eða eiga við rafhlöðuna. Ekki taka í sundur, fjarlægja eða skipta um háspennuíhluti, kapla eða tengi.
1 Við mælum með því að skipt sé um loftsíu í farþegarými á 2 ára fresti í Model S og Model X bílum sem framleiddir voru 2012–2020.
2 Við mælum með að skipta um þurrksíu í loftkælingu fyrir Tesla bíla án varmadælu. Fyrir Model S bíla sem framleiddir voru 2012-2020 mælum við með því að skipt sé um þurrksíu í loftkælingu á 2 ára fresti. Fyrir Model 3 bíla án varmadælu sem framleiddir voru 2017-2023 mælum við með því að skipt sé um þurrksíu í loftkælingu á 6 ára fresti. Fyrir Model X bíla sem framleiddir voru 2015-2020 mælum við með því að skipt sé um þurrksíu í loftkælingu á 4 ára fresti.