TeslaVision-keppnin

Sýning á myndböndum frá aðdáendum um víða veröld

Árið 2017 sendi aðdáandi okkur bréf þar sem hann stakk upp á að við héldum myndbandssamkeppni. Okkur fannst þetta frábær hugmynd og söfnuðum myndböndum alls staðar að úr heiminum. 

Átta árum eftir að við settum nýjan Model Y í sölu í öllum heimsálfum þar sem við störfum höldum við aðra myndbandssamkeppni.  

TeslaVision-keppnin er alþjóðleg hátíð fyrir eigendur og aðdáendur sem ávallt hafa þekkt hið sanna gildi og áhrif vara okkar – bæði í dag og til framtíðar. 

Keppninni er lokið. Tilkynnt verður um vinningshafa og þeir látnir vita.

Fyrirvari

Skilmálar

  1. Skipuleggjandi
    1.  Skipuleggjandi er: Tesla Motors Netherlands B.V., Burgemeester Stramanweg 122 (1101 EN), Amsterdam Holland (Tesla).
  2. Keppnin
    1.  Heiti samkeppninnar er: TeslaVision-keppnin – Alþjóðlegur vettvangur fyrir myndbönd frá aðdáendum.
    2. Tildrög keppninnar: Árið 2017 sendi aðdáandi okkur bréf þar sem hann stakk upp á að við héldum myndbandssamkeppni. Okkur fannst þetta frábær hugmynd og söfnuðum myndböndum alls staðar að úr heiminum. Nú átta árum eftir að við settum nýjan Model Y í sölu í öllum heimsálfum þar sem við störfum höldum við aðra myndbandssamkeppni. TeslaVision-keppnin er alþjóðleg hátíð fyrir eigendur og aðdáendur sem ávallt hafa þekkt hið sanna gildi og áhrif vara okkar, bæði í dag og til framtíðar. Til að taka þátt skaltu senda að hámarki 90 sekúndna heimatilbúið kynningarmyndband fyrir Tesla með Tesla-bíl í aðalhlutverki. Myndbandið á að sýna hvernig Tesla-bílar gefa lífinu meira gildi, t.d. meira frelsi, meira öryggi, meiri skemmtun eða meiri frið. Vinningshafar verða valdir út frá frumleika, sköpunargleði, tengingu við leiðbeiningar og skemmtanagildi. Einungis þrír vinningshafar verða valdir í fyrsta, annað og þriðja sæti. 
    3.  Keppnin er opin öllum sem eru gjaldgeng samkvæmt lýsingu í grein 2.4 og 3 og sem taka þátt samkvæmt þeim skilmálum sem tilgreind eru í grein 2.6.
    4.  Keppnin er í einum hluta. Til að geta tekið þátt þarftu að senda inn þitt framlag á milli kl. 15:00 að mið-evrópskum tíma (CET) 10. júní 2025 og 23:59 að mið-evrópskum tíma (CET) þann 31. ágúst 2025.
    5.  Myndbönd sem berast eftir 23:59 að mið-evrópskum tíma 31. ágúst 2025 eru ekki gjaldgeng í keppnina.
    6.  Þátttaka í keppninni:
      a) Búðu til myndband sem er að hámarki 90 sekúndur.
      b) Myndbönd verða að tengjast Tesla-bílum og verða að vera í samræmi við leiðbeiningar í hluta 2.2.
      c) Hladdu upp myndbandi á þinn (þátttakandinn) eigin YouTube-reikning.
      d) Birtu YouTube-myndbandið á þínum (þátttakandinn) eigin X-reikningi, hafðu orðið „TeslaVision“ í heiti færslunnar og taggaðu @teslaeurope.
      e) Þú (þátttakandinn) þarft að opna þátttökueyðublaðið á netinu á tesla.com/is_is/teslavision-contest („þátttökueyðublað“) og fylla það út fyrir innsendingu (með því að gefa upp nauðsynlegar samskiptaupplýsingar og afrita vefslóðina á myndbandið sem birt var á Youtube og vefslóðina á myndbandið sem birt var á X).
      f) Aðeins verður litið á innsendingu þína sem innsendingu í keppnina ef (i) eyðublaðið með viðeigandi samskiptaupplýsingum er sent, það inniheldur vefslóðir myndbandanna, og hakað hefur verið í reitinn „Fá uppfærslur frá Tesla“.
      g) Innsendingar þurfa að vera í samræmi við þessa skilmála.
      h) Myndbönd sem hýst eru á YouTube og X þurfa að vera í samræmi við skilmála viðkomandi samfélagsmiðla.
      i) Myndbönd verða að vera samþykkt fyrir allan aldur; þ.e. þau mega ekki innihalda ofbeldi, nekt eða óviðeigandi orðbragð eða hegðun.
      j) Allur texti eða tal í myndböndunum verður að vera á ensku.
      k) Innsendingar skulu ekki innihalda efni sem brýtur á, brýtur í bága við, eða er ólöglegt á annan hátt gagnvart þriðja aðila, þar á meðal, en ekki takmarkað við, friðhelgi einkalífs þriðja aðila, kynningarréttindi, siðferðileg réttindi eða hugverkarétt.
      l) Í innsendingum má ekki á nokkurn hátt nefna, vísa til eða skírskota á annan hátt til nafns, kennimerkis eða vörumerkis lögaðila, einstaklings, vöru eða vörumerkis annars en Tesla og vörumerkja þess.
      m) Innsendingar mega ekki innihalda efni sem er ekki verk þátttakandans sjálfs.
      n) Þátttakandi samþykkir að afsala sér réttindum á innsendu efni og heimilar Tesla að nýta sér efni í viðskiptalegum tilgangi samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvæðum 8 og 9 í þessum skilmálum.
      o) Þú, sem þátttakandi í keppninni, skuldbindur þig til að fylgja öllum gildandi lögum, þar á meðal, án takmarkana, lögum og reglugerðum um auglýsingar, og tilmælum EASA, þar á meðal, en ekki takmarkað við, tilmælum um sjálfbæra þróun og bíla.
    7.  Þátttaka í keppninni er einungis í boði á tesla.com/is_is/teslavision-contest í samræmi við skilmálana í hluta 2.6 hér að ofan. Ekki er tekið við umsóknum sem sendar eru inn á annan hátt.
    8.  Kaup eru ekki nauðsynleg til að taka þátt.
    9.  Tesla tekur ekki:
      (a) ábyrgð á innsendingum í keppnina sem týnast, varanlega eða um stundarsakir, skemmast eða sæta töfum í flutningi, óháð ástæðu, þar á meðal vegna bilunar í búnaði, tæknilegra örðugleika, eða bilana í kerfum, gervihnöttum, netþjónum, netkerfum, vélbúnaði í tölvum eða hugbúnaði í tölvum; eða
      (b) sönnun á innsendingu sem staðfestingu á þátttöku í keppninni.
    10.  Með því að senda inn efni í samræmi við hluta 2.6 hér að ofan og með því að haka í reitinn „Ég hef lesið og samþykki skilmála keppninnar“ staðfestirðu að þú hafir lesið þessa skilmála og samþykkir að vera bundin af þeim.
    11.  Innsendingar sem teknar verða til greina í keppninni ráðast af gjaldgengi innsendanda í keppnina eins og kveðið er á um í 3. gr. hér að neðan. Ákvörðun Tesla (samkvæmt sanngjörnum viðmiðum) er endanleg.
    12.  Með því að taka þátt í keppninni samþykkir þú að myndbandið þitt, ef það er valið í samræmi við 5. hluta hér að neðan, verði birt á X þar sem almenningur getur kosið það.
    13.  Með því að taka þátt í keppninni ábyrgist þú hér með að allar upplýsingar sem þú sendir inn fyrir keppnina séu réttar, nákvæmar og heillegar í öllum skilningi. Tesla áskilur sér ré´tt til að staðfesta allar upplýsingar sem veittar eru í beiðni þinni og/eða hvort þú teljist gjaldgeng(ur) til að taka þátt.
    14.  Tesla getur vísað þátttakanda úr keppni ef hann hefur brotið gegn einhverjum þessara skilmála eða gildandi lögum. Þátttakendur samþykkja að ef þessum skilmálum er ekki fylgt getur það leitt til þess að Tesla vísi viðkomandi þátttakanda úr keppni. Tesla þarf ekki að gefa upp neina ástæðu fyrir brottvísuninni eða veita viðkomandi kost á áfrýjun.
    15.  Ef vinningshafa er vísað brott úr keppninni mun Tesla velja annan vinningshafa á sama hátt og við val á upphaflegum vinningshafa og val viðkomandi mun lúta sömu skilmálum.
    16.  Með því að senda inn netfang samþykkja þátttakendur að hefja áskrift að póstlista Tesla. Þátttakandi getur hætt áskrift hvenær sem er.
  3. Gjaldgengi
    1.  Keppnin er einungis fyrir íbúa á eftirfarandi markaðssvæðum: Austurríki, Belgía, Bretland, Finnland, Frakkland, Holland, Ísland, Írland, Ísrael, Ítalía, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.
    2.  Þátttakendur þurfa að vera 18 ára eða eldri, eiga bíl og hafa gilt ökuskírteini í heimalandi sínu og senda inn þátttökublað.
    3.  Þátttakendur þurfa að geta sýnt skilríki við þátttöku og þegar verðlaun eru sótt.
    4.  Þátttakendur þurfa að samþykkja myndatöku og heimila Tesla að nota allt mynd- og hljóðefni þar sem þeir koma fyrir í kynningarskyni, í öllum miðlum, um heim allan, ótímabundið, án nokkurrar viðbótargreiðslu eða hvers kyns annarrar fjárhagslegrar umbunar. Þetta framsal verður formfest skriflega í sérstöku skjali þegar vinningshafi er tilkynntur.
    5.  Þeir einstaklingar sem falla undir eitthvað eftirfarandi geta ekki unnið keppnina:
      (a) starfsmaður Tesla eða eignarhalds- eða dótturfélaga þess;
      (b) starfsmaður umboðsaðila eða birgja Tesla eða eignarhalds- eða dótturfélaga þess, sem eru í faglegum tengslum við keppnina eða umsjón hennar; eða
      (c) meðlimur nærfjölskyldu eða heimilis einstaklinga sem falla undir (a) og (b) hér að ofan.
      Tesla áskilur sér allan rétt til að vísa einstaklingi úr keppninni sem fyrirtækið veit eða hefur rökstudda ástæðu til að telja að ekki sé gjaldgengur í keppnina vegna þeirra skilyrða sem tilgreind eru í a) til c) hér að ofan.
    6.  Með því að taka þátt í keppninni staðfestir þú að þú uppfyllir skilyrði um þátttöku og sért gjaldgeng(ur) í að vinna til verðlaunanna. Tesla getur krafist þess að þú sendir inn sönnun þess að þú uppfyllir skilyrði um þátttöku í keppninni.
    7.  Tesla samþykkir ekki innsendingar í keppnina sem eru:
      (a) búnar til sjálfvirkt í tölvu eða með gervigreind;
      (b) fylltar út af þriðju aðilum;
      (c) ólæsilegar, hefur verið breytt, þær endurgerðar, falsaðar eða átt við á annan hátt;
      (d) ófullgerðar.
    8.  Tesla áskilur sér rétt til að vísa þér úr keppni ef hegðun þín samræmist ekki anda eða tilgangi keppninnar eða ef þú ferð með pólitísk slagyrði, sýnir af þér fordóma gagnvart samkynhneigðum, dónaskap eða kynferðislega hegðun eða verður uppvís að hegðun sem er ærumeiðandi, ruddaleg, ólögleg, dónaleg, móðgandi eða er á annan hátt ekki við hæfi eða brýtur gegn réttindum annarra (þar á meðal hugverkarétti þeirra).
  4. Verðlaunin
    1.  Verðlaunin eru eftirfarandi:
      (a) Í fyrstu verðlaun er ferð í Gigafactory-verksmiðjuna í Austin, Texas. Innifalið í ferðinni er: Flug á almennu farrými báðar leiðir frá landi vinningshafa innan Evrópu til Austin. Gisting í tvær nætur á fjögurra stjörnu hóteli. Tesla-bíll til umráða í ferðinni. Áætlað verðmæti ferðarinnar er 5000 evrur. Ferðin hefst 16. OKTÓBER 2025 og heimkoma er 18. OKTÓBER 2025.
      (b) Verðlaun fyrir annað sætið er inneign að upphæð 1000 evrur í Tesla-verslun, óendurgreiðanleg eða óinnleysanleg fyrir reiðufé. Inneignin gildir í 1 ár frá útgáfudegi.
      (c) Verðlaun fyrir þriðja sætið er inneign fyrir löngum reynsluakstri á nýjum Model Y Long Range með fjórhjóladrifi. Verðlaunin fela í sér að vinningshafinn getur ekið viðkomandi bíl í allt að tvær vikur, allt eftir því í hvaða landi vinningshafinn býr og samkvæmt tryggingareglum Tesla á hverjum stað. Virði þessara verðlauna er um 200 evrur.
    2.  Tesla mun hafa samband við vinningshafa frá kl. 20:00 að mið-evrópskum tíma 29. SEPTEMBER 2025 til 23:59 að mið-evrópskum tíma 30. SEPTEMBER 2025.
    3. Tesla veitir verðlaunin.
    4.  Ekki er hægt að skipta verðlaunum út fyrir peninga. Ekki er hægt að gera breytingar á eða yfirfæra verðlaunin á aðra.
    5.  Til að fá verðlaunin þarftu að uppfylla skilyrði í hluta 7.
    6.  Vinningshafi í þriðja sæti ber ábyrgð á umsjón nýs Model Y Long Range með fjórhjóladrifi á meðan hann er í umsjá viðkomandi og ber einnig ábyrgð á bílastæðakostnaði, veggjöldum, hleðslukostnaði og öðru slíku á því tímabili.
    7.  Vinningshafi í þriðja sæti, sem fær í verðlaun langan reynsluakstur á Model Y Long Range með fjórhjóladrifi, þarf að undirrita hefðbundinn Tesla-lánssamning.
    8.  Vinningshafi verður valinn byggt á frumleika, sköpunargleði, tengingu við leiðbeiningar og skemmtanagildi. Tesla er frjálst að velja vinningshafa út frá eigin forsendum.
  5. Val á vinningshöfum
    1.  Vinningshafar verða valdir með hliðsjón af frumleika myndbandanna, hugmyndaauðgi, afþreyingargildi og tengingu við leiðbeiningarnar: Tesla-bílar veita þér meira af einhverju í lífinu – t.d. meira frelsi, meira öryggi, meiri skemmtun, meiri frið.
    2.  Dómnefnd sem skipuð er fulltrúum Tesla mun meta myndbönd í samræmi við matsskilyrðin sem lýst er hér að ofan í 5.1.
    3.  Fulltrúar Tesla munu síðan velja þrjú bestu myndböndin. Tesla mun birta þrjú bestu myndböndin og leyfa almenningi að kjósa uppáhaldsmyndbandið sitt. Fulltrúar Tesla geta síðan tekið tillit til þeirrar kosningar þegar vinningshafar eru valdir.
    4.  Einungis þrír vinningshafar verða valdir í fyrsta, annað og þriðja sæti.
  6. Tilkynning um vinningshafa
    1.  Vinningshafar í keppninni fá tilkynningu í tölvupósti á netfangið sem tilgreint var á þátttökueyðublaðinu eða með símhringingu í símanúmerið sem tilgreint var á þátttökueyðublaðinu, á milli kl. 20:00 að mið-evrópskum tíma 29. SEPTEMBER 2025 til 23:59 að mið-evrópskum tíma 30. SEPTEMBER 2025. („dagsetning tilkynningar”).
    2.  Ákvörðun Tesla er endanleg og fyrirtækið mun ekki eiga nokkur samskipti eða umræður um ákvörðunina.
    3.  Tesla mun hafa beint samband við vinningshafa.
  7. Verðlaunin sótt
    1.  Ef þú ert vinningshafi hefurðu sjö daga frá dagsetningu tilkynningarinnar til að gera tilkall til verðlaunanna. Ef þú gerir ekki tilkall til verðlaunanna innan þess tíma ógildist vinningurinn.
    2.  Þriðji aðili getur ekki sótt verðlaunin fyrir þína hönd.
    3.  Tesla mun gera allt sem eðlilegt þykir til að hafa samband við vinningshafann. Ef ekki er hægt að ná sambandi við vinningshafa, hann ekki tiltækur eða gerir ekki tilkall til vinningsins innan sjö daga frá því að haft var samband við hann áskilur Tesla sér rétt til að bjóða næsta gjaldgenga þátttakanda vinninginn.
    4.  Tesla ber ekki ábyrgð á því að vinningshafi geti ekki nýtt verðlaunin.
    5.  Engin verðlaun verða veitt til þátttakenda sem gerst hafa sekir um brot (Tesla áskilur sér sjálfdæmi um að úrskurða hvort um slíkt sé að ræða).
    6.  Ef þú ert vinningshafi geta verðlaunin talist skattskyld í samræmi við gildandi lög og þú berð ábyrgð á að tilkynna þennan ávinning til skattyfirvalda í þínu landi í samræmi við gildandi skattareglur.
  8. Takmörkun skaðabótaábyrgðar
    1.  Svo framarlega sem slíkt er heimilað í lögum mun Tesla, fulltrúar þess eða dreifiaðilar ekki bera nokkra ábyrgð eða þurfa að inna neinar bætur af hendi til vinningshafa eða samþykkja nokkra skaðabótaábyrgð fyrir tap, skaða eða vonbrigði vegna þátttöku nokkurs þátttakanda í þessari keppni, móttöku verðlauna eða vinnings eða taps á verðlaunum, nema ef um er að ræða vanrækslu af hálfu Tesla, fulltrúa þess, dreifiaðila eða starfsfólks dreifiaðila. Lögvernduð réttindi þín eru hin sömu.
  9. Eignarhald og hugverkaréttur
    1.  Þátttakandi veitir Tesla og þriðja aðila með heimild frá Tesla, heimild til að birta, vera fulltrúi fyrir, dreifa, miðla til almennings og á annan hátt hagnýta sér og nota nafn þátttakanda, rödd, líkingu, útlit og ímynd þátttakanda, ókeypis, um heim allan í 10 ár, á samfélagsmiðlum og vefsvæðum í hvaða kynningarskyni sem er (til dæmis með því að nota það á vef Tesla og á samfélagsmiðlum). Að því sem við á og heimilt er samkvæmt gildandi lögum afsalar þátttakandi sér hér með óafturkræft öllum kröfum sem hann kann að eiga í myndbandinu á grundvelli siðferðislegra réttinda eða sambærilegra réttinda (svo sem „droit moral“ og „persoonlijkheidsrechten“), og afsalar sér hér með varanlega gagnvart Tesla og hverju móðurfélagi þess, hlutdeildarfélögum, dótturfélögum og yfirmönnum, stjórnendum og starfsmönnum öllum kröfum eða aðgerðum sem tengjast brotum á slíkum réttindum til birtingar, höfundarrétti og/eða öðrum hugverkarétti, „siðferðilegum réttindum“/„droit moral“ hvað varðar gerð og notkun myndbandsins.
    2.  Þátttakandi veitir Tesla, í 10 ár um allan heim, endurgjaldslaust leyfi til að nota, endurskapa, veita fyrirsvar, dreifa, miðla til almennings, birta, framkvæma, breyta, aðlaga, gefa út, afrita, þýða og á annan hátt nýta sér og nota hvers kyns hugverkaréttindi, einkum vörumerki, hönnun og fjárhagsleg réttindi höfunda („hugverkaréttindin“) og verk hvers þátttakanda sem búin eru til („myndbandið“), eins og þau eru þegar þau eru búin til, í tengslum við þessa keppni í öllum tilgangi, þ.m.t. viðskiptalegum, auglýsingum, greiningu og markaðssetningu. Efnahagslegs réttindi höfundar sem Tesla er veitt leyfi fyrir vegna myndbandsins og hugverkaréttinda ná einkum til, án takmarkana:
      a) Réttar til fjölföldunar, þar á meðal réttar til að fjölfalda eða láta fjölfalda, að öllu leyti eða að hluta, hugverkaréttindin og myndbandið.
      b) Réttar til fyrirsvars, þar á meðal réttar til að miðla hugverkaréttindum og myndbandinu til almennings eða láta hann vita af því.
      c) Réttar til að breyta, þýða, aðlaga hugverkaréttindin og myndbandið.
      d) Réttar til að nota og hagnýta hugverkaréttindi og myndbandið, sem og hvers kyns breytingar á hugverkaréttindum og myndbandinu í öllum tilgangi, þ.m.t. viðskiptalegum, í auglýsingum, greiningu og markaðssetningu eða í þágu þriðju aðila að eigin vali, í hvaða tilgangi sem er.
      e) Réttar til leyfisveitingar allra eða hluta þeirra réttinda sem hér með eru veitt hverjum þeim einstaklingi, fyrirtæki eða einingu sem Tesla kýs, án endurgjalds eða gegn gjaldi.
      f) Réttar til að markaðssetja, selja, dreifa og kynna allar vörur sem endurgera hugverkaréttinn og myndbandið og allar breytingar á hugverkaréttinum og myndbandinu, með hvaða hætti sem er. Réttindin hér að framan má nýta í heild eða að hluta, í eins mörgum eintökum og Tesla kýs, á öllum miðlum og á öllum sniðum og tungumálum (tölvu- eða öðru) með öllum þeim ferlum sem eru þekktir eða ekki og í öllum tilgangi, þar á meðal, án takmarkana, auglýsingum, kynningu, tæknilegum, viðskiptalegum, skipulagslegum.
    3.  Þátttakandi samþykkir að grípa til hvers kyns aðgerða (þar á meðal, en ekki takmarkað við, eiðsvarna yfirlýsingu og önnur skjöl) sem Tesla eðlilega fer fram á í þeim tilgangi að koma á, tryggja eða staðfesta réttindi Tesla á hugverkarétti og myndbandinu. Þátttakandi ábyrgist að hugverkaréttur og myndbandið brjóti ekki gegn réttindum þriðja aðila, sérstaklega ekki á hugverkarétti.
  10. Gagnavernd og réttur til birtingar
    1.  Skilyrði fyrir þátttöku í þessari keppni er að þú veitir aðgang að persónuupplýsingunum þínum fyrir markaðssamskipti frá Tesla (uppfærslur frá Tesla).
    2.  Ef þú ert vinningshafi í keppninni samþykkir þú að Tesla megi nota nafn þitt, mynd þína og upplýsingar um borg eða land þegar vinningshafi keppninnar er tilkynntur og í öllu öðru kynningarskyni, innan þeirra marka sem eðlileg geta talist.
      Þú samþykkir einnig að taka þátt í kynningarstarfsemi eins og Tesla fer fram á, innan þeirra marka sem eðlileg geta talist.
    3.  Með því að taka þátt í keppninni samþykkir þú að Tesla og hlutdeildarfélög þess megi vinna persónuupplýsingar sem sendar eru með innsendingu, þar á meðal nafn, samskiptaupplýsingar, hljóð- og myndbandsupptökur, í þeim tilgangi að hafa umsjón með keppninni og til nota sem kynningarefni eins og tilgreint er í hluta 9 í þessum skilmálum. Lagalegur grunnur þessarar gagnavinnslu er þessi samningur við þig. Athugaðu að þegar myndir og myndbönd eru birt á internetinu eru þessar myndir og myndbönd aðgengileg ótakmörkuðum fjölda fólks um heim allan og hægt er að finna þau með leitarvélum (ef svo er mun gagnaflutningur til þriðju landa byggja á þessum samningi).
  11. Almennt
    1.  Ef einhver ástæða er til að ætla að brotið hafi verið gegn þessum skilmálum áskilur Tesla sér rétt, að eigin ákvörðun, til að útiloka þig frá þátttöku í keppninni.
    2.  Ef ágreiningur rís um skilmála þessa, framgang eða úrslit keppninnar eða önnur atriði sem tengjast keppni skal ákvörðun Tesla vera endanleg.
    3.  Tesla áskilur sér rétt til að ógilda, gera hlé á, hætta við eða breyta einhverjum eða öllum hlutum keppninnar ef þess reynist þörf. Allar breytingar á skilmálunum eða aflýsing keppninnar munu birtast á vefsvæði Tesla. Þau sem taka þátt á keppninni þurfa sjálf að fylgjast með breytingum á skilmálunum.
    4.  Skilmálarnir og allur ágreiningur sem kann að spretta af eða tengjast þeim eða efni þeirra (þar á meðal allur ágreiningur eða kröfur sem ekki telst samningsbundinn) skal heyra undir hollensk lög og aðilar samþykkja að heyra eingöngu undir lögsögu Hollands í þessu máli.