Eftir afhendingu

Tesla reikningur

Tesla reikningurinn þinn er með tilföng fyrir eigendur, leiðbeiningar og áríðandi uppfærslur. Ef þörf krefur geturðu endurstillt aðgangsorðið. Þú getur haft samband við þjónustudeild fyrir Tesla reikninga ef þú hefur almennar spurningar um reikninginn.

Tesla appið

Sæktu Tesla appið og paraðu símann þinn ef þú vilt fylgjast með og hafa umsjón með Tesla bifreið þinni úr fjarlægð.

Hleður

Þægilegast er að hlaða heima hjá sér. Frekari upplýsingar um uppsetningu á heimahleðslu og hleðslutengi. Skoðaðu hvar hleðslustöðvar er að finna á ferð þinni með því að nota okkar Trip Planner.

Model 3

Model S og Model X

Drægni

Drægni er sú vegalengd sem Tesla bifreiðin þín getur farið á einni hleðslu. Þú getur séð drægni sem þá orku sem rafhlaðan þín hefur geymda á ákveðnum tímapunkti. Fáðu frekari upplýsingar um drægni.

Akstur þegar kalt er í veðri

Þú getur undirbúið Tesla bifreiðina þína þegar kalt er í veðri úr snjallappinu eða snertiskjá bílsins. Fylgdu ábendingum okkar um akstur í köldu veðri og bættu frammistöðu bílsins þegar kalt er í veðri.

Bóka þjónustu

Leiðbeiningar um minniháttar vandamál og lagfæringar má finna í Gerðu Það Sjálfur leiðbeiningum (e. diy guides). Ef þörf er á þjónustubókun er einungis hægt gera þjónustubókun í Tesla appinu. Veldu þá þjónustu sem þú vilt nýta þér, bættu við ummælum, myndum eða myndböndum eftir þörfum og veldu hentuga dagsetningu, tíma og staðsetningu. Ef slíkt er í boði geturðu valið Mobile Service og fengið tæknimanneskju á stað sem hentar þér, frekar en að fara á þjónustuverkstæði.

Hugbúnaðaruppfærsla

Alla Tesla bifreiðar verða betri með tímanum gegnum þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur þar sem nýir eiginleikar eru kynntir til sögunnar og eldri eiginleikar betrumbættir. Til að tryggja að þú getir sótt og fengið uppfærslur fljótt og örugglega skaltu tengjast Wi-Fi. Ýttu á Wi-Fi táknið á stöðustikunni efst á snertiskjánum, finndu þá Wi-Fi tengingu sem þú vilt nota og skráðu þig inn á venjulegan hátt.

Autopilot

Autopilot er akstursaðstoð sem hægt er að kaupa áður en þú kaupir bílinn eða eftir að hann hefur verið afhentur og bætir nýrri virkni við Tesla bifreiðina sem gerir akstur öruggari og minnkar álag við akstur.

Ef bíllinn þinn er með Autopilot vélbúnaði, virkjast sjálfvirk neyðarhemlun sjálfkrafa og bremsar af fullu afli þegar árekstur telst yfirvofandi af frammyndavél og ratsjárskynjaranum.

Touchscreen

Það slökknar einungis á snertiskjánum þegar þú slekkur á bílnum. Þú getur alltaf stillt birtu og stillingu fyrir dag/nótt í Controls > Display og einnig dekkt skjáinn tímabundið ef þú vilt hreinsa hann. Frekari upplýsingar um snertiskjáinn.

Aukabúnaður fyrir ökutæki

Ef þú vilt panta aukabúnað fyrir ökutæki skaltu fara á næsta þjónustuverkstæði.

Ábyrgð bílsins

Nýja ökutækið þitt heyrir undir takmarkaða ábyrgð fyrir nýtt ökutæki. Ef þú keyptir notað ökutæki gegnum Tesla geturðu lesið um hvað ábyrgðin nær til með því að skoða takmörkuð ábyrgð fyrir notað og mikið notað ökutæki.

Vegaaðstoð

Vegaaðstoð er ætlað að veita þér neyðarþjónustu á vegum úti allan sólahringinn, alla daga vikunnar. Ýttu á „Service“ á snertiskjánum til að skoða samskiptaupplýsingar vegna vegaaðstoðar hvenær sem er.

Eigendahandbók

Til að skoða eigendahandbókina skaltu ýta á „Service“ á snertiskjánum.

Viðbótarþjónusta

Þú getur fengið frekari upplýsingar um Tesla bifreið þína með því að skoða Order & Delivery Frequently Asked Questions og horft á aðstoðarmyndbönd, sem einnig má nálgast af snertiskjánum, undir Entertainment > Tesla Tutorials. Farðu á Þjónusta Tesla ef þig vantar frekari aðstoð.

Merki: 

DEILA