Tenging
Tenging er mikilvægur hluti allra Tesla ökutækja og bætir akstursupplifunina með því að veita aðgang að eiginleikum sem krefjast gagnanotkunar — þar á meðal streymi á tónlist og miðlum, myndrænni framsetningu umferðar og fleira.
Öll Tesla ökutæki eru með aðgang að Standard-tengingu. Standard-tenging fylgir með ökutækinu, án aukakostnaðar, í átta ár frá fyrsta degi sem Tesla afhenti ökutækið þitt sem nýtt eða fyrsta daginn sem það var tekið í notkun (til dæmis ef það var notað sem sýningar- eða þjónustubíll), hvort sem kemur á undan. Ef þú kaupir notað ökutæki færðu tilkynningu um það hversu lengi ökutækið mun hafa aðgang að Standard-tengingu. Með Standard-tengingu hefurðu aðgang að flestum tengieiginleikum gegnum Wi-Fi, auk grunnkorta og leiðsagnar og tónlistarstreymi gegnum Bluetooth®.
Premium-tenging gerir þér kleift að fá aðgang að öllum tengieiginleikum gegnum farsímatengingu, auk Wi-Fi, þannig að eigendaupplifunin verði sem auðveldust og best. Hægt er að fá Premium-tengingu í mánaðarlegri áskrift á 1.499,00* kr og hana má kaupa hvenær sem er á snertiskjá ökutækisins eða í Tesla appinu. Með pöntunum á Model S, Model X, Model Y og Model 3 fylgir prufuáskrift að Premium-tengingu við afhendingu.
Ef þú átt Tesla ökutæki til einkanota geturðu fengið áskrift að Premium-tengingu á snertiskjá ökutækisins eða í Tesla appinu. Ef þú keyrir bíl í kaupleigu/leigu skaltu hafa samband við þá sem útvega þér ökutækið til að fá frekari upplýsingar.
Nettengingarpakkar | Venjulegt | Premium |
---|---|---|
Leiðsögn | ||
Myndræn framsetning á umferð í rauntíma | ||
Sentry Mode - Skoða myndavél í beinni | ||
Gervihnattakort | ||
Myndbandsstreymi** | ||
Caraoke* | ||
Tónlistarstreymi** | ||
Netvafri* |
* Sem stendur í boði gegnum Wi-Fi fyrir Standard-tengingu
** Gjaldskyld áskrift að streymisþjónustum áskilin til að nálgast tónlistar- og margmiðlunarstreymi
Ef um er að ræða Model S og Model X með skjá í annarri sætaröð virkar vídeóstreymi í annarri sætaröð við akstur. Sumir eiginleikar eins og Caraoke og vídeóstreymi eru ekki studdir í sumum ökutækjum, en það fer eftir því hver vélbúnaðaruppsetningin er. Skoðu útgáfutilkynningar fyrir fastbúnað ökutækisins til að staðfesta hvort eiginleiki sé tiltækur í ökutækinu þínu.