Fá afrit af gögnunum sem tengjast Tesla reikningnum þínum
Tesla gerir þér kleift að stjórna gögnunum og persónuvernd þinni og því geturðu beðið um afrit af gögnunum sem tengjast Tesla reikningnum þínum. Aðgangur að eiginleikanum er breytilegur eftir staðsetningu.
Nánar um hvernig hægt er að biðja um afrit af ákveðnum gögnum sem Tesla verslanir geyma og finna svör við algengum spurningum um ferlið og um þær upplýsingar sem þú getur búist við að fá.
Þú getur beðið um afrit af þeim gögnum sem tengjast Tesla reikningnum þínum. Þessar upplýsingar geta innihaldið:
- Upplýsingar um pöntun
- Reiknings upplýsingar
- Virkni tengd notendaþjónustu
- Þjónustuferil á eignarhaldstíma þínum
- Upplýsingar um notkun ökutækis
- Myndavélaupptökur af öryggistilvikum (ef við á)
- Upplýsingar um stillingar Infotainment-kerfisins
- Upplýsingar um notkun á snjallappi
- Supercharger-ferill
Þegar þú biður um afrit af gögnunum staðfestum við fyrst að þú sért reikningshafinn sem sendir beiðnina. Eftir staðfestingu setjum við gögnin sem tengjast Tesla reikningnum þínum í skrár á sniðum sem auðvelt er að skilja. Þegar gögnin eru tilbúin munum við láta þig vita með tölvupósti að þau séu tiltæk til niðurhals. Þú hefur 7 daga til að sækja gögnin en eftir það eru þau fjarlægð af staðnum og þú þarft að biðja um þau aftur. Ef þú sendir aukabeiðni gætu gögnin sem þú færð verið önnur þar sem tiltækar upplýsingar gætu hafa breyst. Ástæða þessa eru varðveisluleiðbeiningar okkar.
Athugaðu: Gögnunum þínum er ekki eytt þó að þú sækir þau á netþjóna Tesla.
Tesla leitast við að safna og geyma bara það lágmarksmagn gagna sem þarf til að veita þá þjónustu sem þú notar. Því er það þannig að þegar gögn eru ekki veitt er það vegna þess að þau eru annaðhvort á formi sem ekki er persónugreinanlegt eða tengt Tesla-reikningnum þínum, eru geymd á sniði með samfelldri dulkóðun sem Tesla getur ekki afkóðað, tengjast ekki viðskiptavini, eru ekki geymd af Tesla eða eru ekki hluti af venjulegri beiðni sem stendur. Að auki gætu sum gögn hafa verið geymd í mjög stuttan tíma og eru ekki lengur tiltæk á netþjónum okkar. Til að fá frekari upplýsingar um vinnubrögð okkar tengd deilingu á gögnum skaltu skoða persónuverndartilkynningu Tesla.
Til að biðja um afrit af gögnunum þínum skaltu fylgja eftirfarandi skrefum:
- Opnaðu vefeyðublaðið okkar og skráðu þig inn á Tesla-reikninginn þinn.
- Veldu „Beiðni tengd gagnavernd“ og „Fá afrit af gögnunum mínum“.
- Veldu „Senda“.
- Tilgreindu tímabilið sem beðið er um gögn fyrir. Veldu „Senda“.
Við munum staðfesta beiðnina og tilkynna þér í tölvupósti þegar gögnin eru tilbúin. Athugaðu að ferlið getur tekið allt að 30 daga.
Þegar við söfnum gögnum teljum við mikilvægt sé fyrir þig að vita hverju við söfnum og til hvers það er notað. Gögnin sem þú fékkst send sem hluta af beiðninni geta innihaldið gögn eins og upplýsingar um Tesla reikninginn, tengsl við notendaþjónustu, þjónustuferil og ökutækjagögn. Tesla ökutæki skrá rekstrar- og greiningargögn með reglulegu millibili og geta sent þau gögn gegnum netið á netþjóna okkar. Þau gögn gera verkfræðingum okkar og þjónustuteymum kleift að fjargreina ástand ökutækis og greina og hugsanlega leysa forvirkt úr þeim vandamálum sem þú telur vera.
| Unnið beint í ökutæki sjálfgefið | Deilt með Tesla en ekki tengt reikningnum þínum | Deilt með Tesla og tengt reikningnum þínum | |
|---|---|---|---|
| Sentry Mode-myndavélaupptökur | ✓ | Ekki tiltækt | Ekki tiltækt |
| Upptökur með mælaborðsmyndavél | ✓ | Ekki tiltækt | Ekki tiltækt |
| Gögn úr myndavél í farþegarými | ✓ | Ef valið er í gegnum gagnadeilingu | Ekki tiltækt |
| Autopilot-myndavélaupptökur | ✓ | Ef valið er í gegnum gagnadeilingu | Einungis ef um atburð sem varðar öryggi er að ræða |
| Staðsetningargögn | ✓ | Ef valið er í gegnum gagnadeilingu | Einungis ef um atburð sem varðar öryggi er að ræða |
| Hraði | ✓ | Til greiningar og endurbóta á bílaflota | Einungis ef um atburð sem varðar öryggi er að ræða |
| Raddskipanir | ✓ | Ekki tiltækt | Ekki tiltækt |
| Skoðunarferill | ✓ | Ekki tiltækt | Ekki tiltækt |
| Kílómetramælir | ✓ | Til greiningar og endurbóta á bílaflota | Aðeins síðasta þekkta gildið, til ábyrgðarútreiknings |
| Hleðslugögn | ✓ | Ef hleðslunet þriðja aðila er notað | Ef Supercharger-net er notað |
| Gagnvirkni á snertiskjá | ✓ | ✓ | Ekki tiltækt |
Í ökutækjagögnum sem þú fékkst eru ökutækismerki efst í skránni og VIN-númerið og tímastimplar fyrir merkisuppfærslurnar tilgreind í dálkunum lengst til vinstri, í þeirri röð. Við veitum ökutækjagögnin á venjulegu sniði innan atvinnugreinarinnar sem auðvelt er að opna og lesa (eins og .csv, .json, .html eða .pdf snið).
Tesla-bílar eru með myndavélasett sem býður upp á háþróaðan búnað á borð við Actually Smart Summon, Autopark og fleira. Myndavélaeiginleikinn var hannaður frá grunni til að tryggja persónuvernd þína. Tesla safnar ekki samfellt persónugreinanlegum upptökum úr myndavélum og í raun fer mest vinnsla fram í bílnum sjálfum. Til að hægt sé að deila myndavélaupptökum með Tesla er samþykki þitt áskilið og hægt er að stjórna því gegnum snertiskjá bílsins hvenær sem er (Hugbúnaður > Gagnadeiling). Jafnvel þó að þú veljir að taka þátt eru upptökur úr myndavélum nafnlausar og ekki tengdar þér eða bílnum þínum, nema við fáum upptökuna vegna öryggistilviks (eins og áreksturs eða virkjun öryggispúða). Í þeim tilvikum getur verið að viðeigandi upptökur séu afhentar sem hluti af gagnabeiðni þinni. Þú getur einnig skoðað eigendahandbók bílsins þíns til að fá frekari upplýsingar um hvernig þú getur tekið upp eða sótt upptökur úr bílnum
Tesla gerir þér kleift að eyða Tesla reikningnum þínum og tengdum gögnum fyrir fullt og allt, hvenær sem er, af hvaða ástæðu sem er. Fjarlægja verður allar virkar vörur frá Tesla af reikningnum þínum áður en beðið er um eyðingu.
Ef þú vilt eyða Tesla reikningnum þínum og öllum gögnum hans á vefsvæði Tesla skaltu fylgja þessum skrefum:
- Skráðu þig inn á Tesla reikninginn þinn.
- Veldu „Gögn og persónuvernd“ > „Eyða reikningi“.
- Fylgdu leiðbeiningunum.
Ef þú vilt eyða Tesla reikningnum þínum og öllum gögnum hans í Tesla appinu skaltu fylgja þessum skrefum:
- Opnaðu Tesla appið.
- Ýttu á valmyndina efst til hægri.
- Ýttu á nafnið þitt > „Öryggi og persónuvernd“.
- Neðst skaltu ýta á „Eyða reikningi“.
- Fylgdu leiðbeiningunum.
Hverju má búast við
- Öllum persónuupplýsingum sem tengjast reikningnum þínum verður varanlega eytt.
- Þú færð ekki aðgang að Tesla ökutæki og orkuvörum eða þjónustu.
- Þú munt ekki geta nálgast skjölin þín, yfirlýsingar og kvittanir.
- Þú getur ekki skráð þig inn með þessum reikningi á vefnum eða með Tesla appinu.
- Greiða þarf allar eftirstöðvar á reikningnum þínum.
- Allur reynsluakstur sem þú hefur bókað verður afturkallaður.
- Allir boðstenglar verða gerðir óvirkir.
Athugaðu: Áður en þú eyðir reikningnum skaltu sækja öll skjöl, yfirlit og kvittanir.
Eftir að þú hefur beðið um eyðingu
Þegar þú sendir beiðnina staðfestum við fyrst að þú sért reikningshafi. Þegar staðfestingin er fengin verður reikningsupplýsingum og gögnum sem tengjast reikningnum þínum varanlega eytt af netþjónum Tesla. Þá geturðu ekki lengur skráð þig inn á reikninginn eða skoðað gögn, efni eða þjónustu sem tengd var Tesla reikningnum þínum.
Þegar þú gefur skipun um eyðingu reynum við eftir fremsta megni að eyða öllum persónuupplýsingum sem tengjast reikningnum þínum. Við þurfum hins vegar að halda í upplýsingar um fyrri viðskipti vegna fjárhagsskýrslugerðar og við gætum þurft að varðveita tilteknar upplýsingar til að uppfylla dómsátt eða aðra yfirstandandi lagalega málsmeðferð. Við þessar kringumstæður notum við eins lítið af gögnum frá þér og hægt er eða beitum annarri persónuverndartækni eins og nafnleynd.