Uppfærðu hugbúnað bílsins til að virkja greiningu blindu á hurðarstaf.

Tesla sendi innköllun vegna tiltekinna Model S, Model X, Model 3 og Model Y bíla sem eru með tölvu fyrir fulla sjálfkeyrslugetu 4.0 og keyra hugbúnaðarútgáfu frá 2023.32.4 til 2024.26.7.

Fastbúnaðarútgáfa 2023.32.4 fyrir AP HW4-bíla olli því að tauganetið sem vaktar og varar við blindu var ekki virkjað í myndvélinni í hurðarstaf þegar ekki var kveikt á fullri sjálfkeyrslugetu. Þetta þýðir að þegar Autosteer eiginleikar utan fullrar sjálfkeyrslugetu eru virkir getur kerfið ekki greint blindu myndavélar. ECE R79.03, 3.5.6.2 og 5.6.4.8.4 krefjast þess að kerfið birti viðskiptavini viðvörun um að eitthvað sé fyrir linsu myndavélar og að kerfið komi í veg fyrir að bíllinn skipti um akrein meðan þetta ástand er til staðar.  Í gerðarviðurkenningu Tesla var þess krafist að hver myndavél væri metin sem stakur íhlutur sem framkallar slík skilyrði.

Hvert er vandamálið?

Við tiltekin skilyrði greina þeir bílar sem innköllunin nær til ekki eða vara ökumann ekki við blindni eða að eitthvað sé fyrir myndavél í hurðarstaf þegar Autosteer eiginleikar eru í notkun. Þetta er ekki í samræmi við UNECE reglugerð sem krefst þess að kerfið birti viðskiptavini viðvörun um að eitthvað sé fyrir linsu myndavélar og að kerfið komi í veg fyrir að bíllinn skipti um akrein meðan þetta ástand er til staðar. 

Hefur innköllunin áhrif á bílinn minn og hvað á ég að gera?

Allir eigendur geta kannað hvort þetta nær til verksmiðjunúmers (VIN) síns bíls með því að nota innköllunarleitarverkfæri Tesla fyrir VIN. Bílar sem þetta nær til fá þráðlausa hugbúnaðarúrfærslu, með fastbúnaðarútgáfu 2024.26.7, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Eigendur bíla sem þegar eru með nauðsynlega hugbúnaðarútgáfu eða nýrri útgáfu þurfa ekki að grípa til sérstakra ráðstafana.

Þú getur staðfest hugbúnaðarútgáfu bílsins með því að ýta á „Stjórntæki > Hugbúnaður“ á snertiskjá bílsins eða neðst á upphafsskjá bílsins í Tesla appinu.

Er öruggt að keyra bílinn?

Greiningarkerfi Tesla vinnur í samvinnu við fjölda myndavéla sem eru með sjónarsvið sem skarast og tauganeti sem nýtir myndefni til að tryggja örugg akreinaskipti, jafnvel þó að myndavél á hurðarstaf detti út. Öll greining hluta fyrir myndavélum hélst og er áfram virk. Af þeim sökum er öryggi ekki skert ef aðeins er fyrirstaða fyrir myndavélinni á stoðinni.

Þarf ég að gera þjónustubókun fyrir þessa innköllun?

Nei. Brugðist er við innkölluninni með því að uppfæra hugbúnað bílsins í útgáfu 2024.26.7 eða nýrri útgáfu og eigandinn þarf ekki að bóka þjónustutíma.

Hvað ef ekki tekst að sækja eða setja upp hugbúnaðaruppfærsluna mína?

Hugbúnaðaruppfærslur geta mistekist af ýmsum orsökum. Ef þú átt í vandræðum með að uppfæra hugbúnað ökutækisins skaltu skoða þjónustusíðu fyrir hugbúnaðaruppfærslur. Ef vandamálið er viðvarandi skaltu bóka þjónustutíma.