Uppfærðu fastbúnað bílsins til að endurheimta virkni neyðarsímstalskerfisins eftir árekstur
Tesla setti í gang innköllun vegna tiltekinna Model X og Model S bíla af árgerðunum 2022–2025 sem keyra hugbúnaðarútgáfu frá 2024.44 og síðar upp í 2024.45.32.1 fyrir bíla viðskiptavina og 2024.44.100 fyrir framleiðslubíla.
Þessar útgáfur innleiddu afturför við greiningu farþega í hljóðkerfi neyðarsímtalskerfisins („eCall“) eftir árekstur þegar farþegi situr í framsætinu (ekki ökumannssætinu).
Úrelding hugbúnaðarins gerir það að verkum að viðkomandi bílar uppfylla ekki kröfur ESB 2015/758 og ESB 2017/79 um neyðarkerfi.
Algengar spurningar
Hvert er vandamálið?
Hugbúnaðarútgáfa 2024.44 og nýrri upp í 2024.45.32.1 fyrir bíla viðskiptavina og 2024.44.100 fyrir framleiðslubíla innleiddi afturför í greiningu farþega í hljóðkerfi neyðarsímtalskerfisins („eCall“) eftir árekstur þegar farþegi situr í framsætinu (ekki ökumannssætinu).
Hefur innköllunin áhrif á bílinn minn og hvað á ég að gera?
Allir eigendur geta kannað hvort þetta nær til verksmiðjunúmers (VIN) síns bíls með því að nota innköllunarleitarverkfæri Tesla fyrir VIN.
Bílar sem þetta nær til fá þráðlausa hugbúnaðarúrfærslu, með fastbúnaðarútgáfu 2024.45.32.2, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Eigendur bíla sem þegar eru með nauðsynlega hugbúnaðarútgáfu eða nýrri útgáfu þurfa ekki að grípa til sérstakra ráðstafana.
Þú getur staðfest hugbúnaðarútgáfu bílsins með því að ýta á „Stjórntæki > Hugbúnaður“ á snertiskjá bílsins eða neðst á upphafsskjá bílsins í Tesla-snjallappinu.
Er öruggt að keyra bílinn?
Í þeim bílum sem innköllunin nær til virkar neyðarsímtalskerfið ekki í samræmi við kröfur ESB reglugerðar þegar farþegi situr í framsæti. Þetta veldur því að ekki næst samband úr bílnum við neyðarviðbragðsaðila ef til óhapps kemur. Þetta hefur ekki áhrif á virkni neyðarsímtalskerfisins þegar enginn farþegi er í framsætinu.
Þarf ég að gera þjónustubókun fyrir þessa innköllun?
Nei. Brugðist er við innkölluninni með því að uppfæra hugbúnað bílsins í útgáfu 2024.45.32.2 eða nýrri útgáfu og eigandinn þarf ekki að bóka þjónustutíma.
Hvað ef ekki tekst að sækja eða setja upp hugbúnaðaruppfærsluna mína?
Hugbúnaðaruppfærslur geta mistekist af ýmsum orsökum. Ef þú átt í vandræðum með að uppfæra hugbúnað bílsins skaltu skoða algengar spurningar um hugbúnaðaruppfærslur. Ef vandamálið er viðvarandi skaltu bóka þjónustutíma.