Uppfærsla á fastbúnaði bílsins til að leiðrétta tap á virkni rafdrifna EPAS aflstýrisins

Tesla hefur hafið valfrjálsa innköllun á tilteknum Model 3 og Model Y bílum af árgerð 2023 með rafdrifið aflstýri og eldri hugbúnaðarútgáfu en 2023.38.4 til að koma í veg fyrir að rafdrifna aflstýrið detti út þegar bíllinn stöðvast.

Hugbúnaðarútgáfa 2023.38.4 eða nýrri útgáfa kemur í veg fyrir að rafdrifna aflstýrið detti út þegar bíllinn stöðvast. Þráðlaus uppfærsla hugbúnaðarins hófst 19. október 2023 í viðkomandi bílum.

Hefur innköllunin áhrif á ökutækið mitt?

Allir eigendur geta kannað hvort þetta nær til verksmiðjunúmers (VIN) síns bíls með því að nota innköllunarleitarverkfæri Tesla fyrir VIN. Bílar sem þetta nær til fá þráðlausa hugbúnaðaruppfærslu, viðskiptavinum að kostnaðarlausu, sem kemur í veg fyrir bilun vegna yfirspennu og yfirálags á íhluti mótordrifs á prentplötunni, sem leysir vandann við tap á virkni rafdrifna EPAS-aflstýrisins þegar bíllinn nær 0 míl./klst. Ekki er þörf á þjónustuheimsókn né frekari aðgerðum af hálfu eigenda sem eiga bíla sem eru með hugbúnaðarútgáfu 2023.38.4 eða nýrri.

Þú getur staðfest hugbúnaðarútgáfu bílsins með því að ýta á „Stjórntæki“ > „Hugbúnaður“ á snertiskjá bílsins eða neðst á upphafsskjá bílsins í Tesla appinu. 

Hvað er vandamálið og hvaða áhrif hefur það á ökutækið mitt?

Í tilteknum bílum með rafdrifið aflstýri og hugbúnaðarútgáfu sem er eldri en 2023.38.4 getur bilun vegna yfirspennu sett of mikið álag á íhluti mótordrifs á prentplötunni. Kerfið er hannað þannig að ef yfirálag myndast á meðan bíllinn er á ferð hefur það ekki áhrif á stýrið en viðvörunarljós kviknar. Þegar bíllinn stöðvast kann rafdrifna aflstýrið aftur á móti að detta út og það helst þannig þegar bílnum er ekið af stað á ný. Eftir þetta býðst ökumanni aðeins stýri án rafdrifins aflstýris.

Er öruggt að keyra ökutækið?

Hönnun Tesla kemur í veg fyrir að öryggi sé skert með því að koma í veg fyrir að virkni rafdrifna aflstýrisins glatist á meðan bíllinn er á ferð. Auk þess telur Tesla ekki að afvirkjun rafdrifna aflstýrisins þegar bíllinn stöðvast skerði öryggi þar sem handvirk stýring er áfram í boði. En í kjölfar ákvörðunar eftirlitsstofnunar á öðrum markaði en þeim bandaríska um að innkalla ætti bíla vegna þess að virkni rafdrifna aflstýrisins glataðist við stöðvun ákvað Tesla að innkalla bíla sem þetta á við um á öllum mörkuðum til að forðast rugling hjá viðskiptavinum.

Tesla hefur ekki heyrt af árekstrum, meiðslum eða dauðsföllum í tengslum við þetta ástand.

Þarf ég að gera þjónustubókun fyrir þessa innköllun?

Nei. Brugðist er við innkölluninni með því að uppfæra hugbúnað bílsins í útgáfu 2023.38.4 eða nýrri og viðskiptavinurinn þarf ekki að bóka þjónustutíma.

Hvað ef ekki tekst að sækja eða setja upp hugbúnaðaruppfærsluna mína?

Hugbúnaðaruppfærslur geta mistekist af ýmsum orsökum. Ef þú átt í vandræðum með að uppfæra hugbúnað bílsins skaltu skoða algengar spurningar um hugbúnaðaruppfærslur. Ef vandamálið er viðvarandi skaltu bóka þjónustutíma.