Uppfærðu fastbúnað bílsins til að lagfæra bilun í TPMS

Tesla hefur innkallað tiltekna bíla af gerðunum Model 3, árgerð 2017-2025, Model Y, árgerð 2020-2025, og Cybertruck, árgerð 2024, þar sem hugbúnaðarútgáfa var sett upp sem samræmdist ekki kröfum fyrir bilunargaumljós eftirlitskerfis fyrir þrýsting í hjólbörðum sem lýst er í UN ECE R141.

Hugbúnaðarútgáfa 2024.38.7, 2024.38.10, 2024.40 eða nýrri (nema 2024.44 og 2024.44.1) tryggir að TPMS bilunargaumljósið uppfylli UN ECE R141. Þráðlaus uppfærsla hugbúnaðarins hófst 12. nóvember 2024 í viðkomandi bílum.

Hefur innköllunin áhrif á ökutækið mitt?

Allir eigendur geta kannað hvort þetta nær til verksmiðjunúmers (VIN) síns bíls með því að nota innköllunarleitarverkfæri Tesla fyrir VIN. Hugbúnaðarútgáfa 2024.38.7, 2024.38.10, 2024.40 eða nýrri (nema 2024.44 og 2024.44.1) tryggir að TPMS bilunargaumljósið uppfylli UN ECE R141. Þjónustuheimsókn er ekki nauðsynleg og ekki er þörf á frekari aðgerðum af hálfu eigenda sem eiga bíla sem eru með hugbúnaðarútgáfu 2024.38.7, 2024.38.10, 2024.40 eða nýrri (utan 2024.44 og 2024.44.1).

Þú getur staðfest hugbúnaðarútgáfu bílsins með því að ýta á „Stjórntæki“ > „Hugbúnaður“ á snertiskjá bílsins eða neðst á upphafsskjá bílsins í Tesla appinu. 

Hvað er vandamálið og hvaða áhrif hefur það á ökutækið mitt?

Í þeim bílum sem um ræðir heldur gaumljósið fyrir bilun í eftirlitskerfinu fyrir þrýsting í hjólbörðum (TPMS) ekki áfram að loga milli aksturslota þegar slökkt er á bílnum eða hann er í hvíldarstöðu á milli aksturslota, en þetta samræmist ekki UN ECE R141.

Er öruggt að keyra ökutækið?

Ekki er víst að TPMS bilunargaumljós sem ekki uppfyllir UN ECE R141 birti ökumanni viðeigandi viðvörun um of lítinn loftþrýsting í hjólbörðunum, sem eykur líkur á árekstri.

Þarf ég að gera þjónustubókun fyrir þessa innköllun?

Nei. Brugðist er við innkölluninni með því að uppfæra hugbúnaðarútgáfu bílsins í 2024.38.7, 2024.38.10, 2024.40 eða nýrri útgáfur (nema 2024.44 og 2024.44.1). Viðskiptavinurinn þarf ekki að bóka þjónustutíma.

Hvað ef ekki tekst að sækja eða setja upp hugbúnaðaruppfærsluna mína?

Hugbúnaðaruppfærslur geta mistekist af ýmsum orsökum. Ef þú átt í vandræðum með að uppfæra hugbúnað bílsins skaltu skoða algengar spurningar um hugbúnaðaruppfærslur. Ef vandamálið er viðvarandi skaltu bóka þjónustutíma.