Markmið Tesla er að hraða breytingu heimsins í átt að nýtingu á endurnýjanlegri orku.

Tesla var stofnað árið 2003 af nokkrum verkfræðingum sem vildu sanna að raunhæft væri að keyra rafmagnsbíla til daglegra nota – að rafknúin farartæki geti verið betri, fljótari og skemmtilegri í akstri en bensín- eða díselbílar. Nú smíðar Tesla ekki bara rafknúin farartæki heldur líka ýmsar vörur á sviði orkuframleiðslu og orkugeymslu sem hægt er að stækka að vild. Tesla telur að því fyrr sem heimurinn hætti að reiða sig á jarðefnaeldsneyti og færi sig í átt að framtíð þar sem losun gróðurhúsalofttegunda er engin því betra.

Árið 2008 kom Roadster frá Tesla á göturnar og notaðist við nýja framsækna rafhlöðutækni og rafknúna aflrás. Síðan framleiddi Tesla fyrsta lúxusrafbílinn í heiminum frá grunni – Model S – en hann hefur síðan orðið besti bíllinn í sínum flokki á öllum sviðum. Model S er öruggur, hagkvæmur og aflmikill og hefur breytt viðmiðum um það hvernig bíll tuttugustu og fyrstu aldarinnar á að líta út. Hann hefur mestu drægni allra rafbíla, þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur sem tryggja að hann verður betri með tímanum og hröðun upp á 0-60 mílur á klst. á 2,28 sekúndum samkvæmt mælingum Motor Trend. Árið 2015 fjölgaði Tesla framleiðsluvörum sínum með tilkomu Model X, sem er öruggasti, fljótasti og hæfasti sportjeppi í sögunni, meða fimm stjörnu öryggiseinkunn í öllum flokkum hjá National Highway Traffic Safety Administration. Loks fullkomnaði Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, „ leynilega aðgerðaáætlun “ Tesla árið 2016 þegar fyrirtækið kynnti Model 3, sem er ódýr, fjöldaframleiddur rafbíll og hófst framleiðsla hans árið 2017. Fljótlega eftir það afhjúpaði Tesla öruggasta og þægilegasta vörubíl allra tíma – Tesla Semi – sem er hannaður til að spara eigendum sínum að minnsta kosti $200.000 á hverjar milljón mílur í eldsneytiskostnaði eingöngu. Árið 2019 kynnti Tesla til sögunnar Model Y, sem er meðalstór sportjeppi með sæti fyrir allt að sjö manns og Cybertruck, sem mun hafa betra notagildi en venjulegur jeppi og vera aflmeiri en sportbíll.

Ökutæki Tesla eru framleidd í verksmiðju fyrirtækisins í Fremont, Kaliforníu og í Gigafactory í Sjanghæ. Til að tryggja að við náum því markmiði að vera með öruggustu verksmiðjurnar í heiminum grípur Tesla til fyrirbyggjandi aðgerða. Starfsfólk þarf að sækja þjálfunarnámskeið í nokkra daga áður en það hefur störf í verksmiðjunni. Síðan býður Tesla upp á starfsþjálfun og vaktar frammistöðu daglega til að hægt sé að bæta hana á fljótlegan hátt. Árangurinn lætur ekki á sér standa því öryggistilvikum fækkar en framleiðsla eykst.

Til að búa til heilt og sjálfbært orkuvistkerfi býr Tesla einnig til einstakar orkulausnir, Powerwall, Powerpack og Solar Roof, en þessar vörur gera húseigendum, fyrirtækjum og orkufélögum kleift að stjórna framleiðslu, geymslu og notkun á endurnýjanlegri orku. Tesla rekur Gigafactory 1 – verksmiðju sem framleiðir bíla og orkuvörur og er ætlað að draga verulega úr kostnaði við hverja rafhlöðu. Með því að framleiða rafhlöður innanhúss getur Tesla náð afkastagetu sem tryggir að framleiðslumarkmiðum sé náð og skapa um leið þúsundir starfa.

Og þetta er bara byrjunin. Tesla er að framleiða ódýrasta bílinn sinn frá upphafi og færist nær því markmiði að gera vörur sínar aðgengilegar og hagkvæmari fyrir sífellt fleiri og hraða um leið þróuninni í átt að vistvænum samgöngum og orkuframleiðslu. Rafbílar, rafhlöður og framleiðsla og geymsla á endurnýjanlegri orku eru fyrir hendi nú þegar, en þegar þetta er sameinað verða samlegðaráhrifin enn meiri – þetta er sú framtíð sem við sjáum fyrir okkur.

Fjölmiðlar

Norður-Ameríka
Evrópa
Ástralía og Asía
Kína