Aðstoð vegna Tesla reiknings

Tesla reikningurinn þinn er með úrræði fyrir eigendur, leiðbeiningar og áríðandi uppfærslur. Ásamt Tesla appinu geturðu gert allt frá því að fylgjast með bílnum þínum úr fjarlægð og orkunotkun hans í það að flytja eignarhaldið.

Grunnaðstoð vegna reiknings

Hvernig endurstilli ég aðgangsorð mitt að Tesla reikningnum mínum?
Til að endurstilla aðgangsorðið skaltu fylgja þessum skrefum. Hafðu samband við okkur ef endurstilling aðgangsorðsins virkar ekki. Þú getur breytt aðgangsorðinu á síðunni „Stillingar“ á Tesla reikningnum þínum.

Hvernig uppfæri ég stillingar og upplýsingar á Tesla reikningnum?
Til að uppfæra upplýsingarnar þínar skaltu skrá þig inn á Tesla reikninginn þinn og velja „Stillingar“ til að uppfæra vistaðar upplýsingar.

Ég hef fleiri en eina Tesla vöru. Hvernig skipti ég um sýn?
Þú getur skipt um sýn á tvenna vegu:

Vörum bætt við eða þær fjarlægðar

Hvernig get ég bætt bíl við Tesla reikninginn minn?
Ferlið tengt því að bæta við bíl er breytilegt eftir því hvernig bíllinn var keyptur.

Hvernig get ég gert tilkall til eignarhalds á bílnum mínum?
Ef þú keyptir ekki bílinn þinn í gegnum Tesla verður þú að gera tilkall til eignarhalds áður en hægt er að para hann við appið og Tesla reikninginn þinn. Þú þarft aðgang að bílnum þínum og W-Fi-tengingu til að ljúka flutningnum.

Fylgdu þessum skrefum til að gera tilkall til eignarhalds:

Get ég fjarlægt bíl af Tesla reikningnum mínum?
Já. Þú getur fjarlægt bíl af Tesla reikningnum þínum með því að fylgja skrefunum hér að neðan. Ef þú ert að flytja eignarhald skaltu hafa í huga að ekki er hægt að framselja Supercharger-inneign, uppfærslur og suma aðra eiginleika. Eftir flutninginn geturðu fundið eldri eignarhaldskjöl, kaupleigu-/ lánaskjöl og kvittanir í hlutanum „Áður átt“ á Tesla reikningnum þínum.

Fylgdu þessum skrefum til að fjarlægja bíl af reikningnum þínum:

Athugaðu: Ef flutt var beint yfir á nýja eigandann fær viðkomandi einnig staðfestingu í tölvupósti. Ef enginn Tesla reikningur er tengdur við netfang hjá viðkomandi fær einstaklingurinn annan tölvupóst um að ljúka við uppsetningu á reikningi.

Innheimta og greiðslur

Hvernig bæti ég við fleiri kreditkortum?
Þú getur bætt við kreditkorti í gegnum Tesla reikninginn þinn. Einnig er hægt að breyta eða fjarlægja núverandi greiðslumáta á Tesla reikningnum þínum.

Aðgangur að bíl

Hvað er Aðgangur að bíl?
Aðgangur að bíl gerir þér kleift að bæta við og fjarlægja aðgangsheimild fyrir aukabílstjóra. Þú getur bætt við og fjarlægt fleiri bílstjóra hvenær sem er af Tesla reikningnum þínum.

Hvaða heimildir mun aukabílstjóri hafa?
Aukabílstjórinn hefur aðgang að öllum eiginleikum Tesla appsins nema möguleikanum á að biðja um vegaaðstoð og kaupa uppfærslur.

Hvernig get ég veitt aukabílstjóra aðgang að bíl?
Fylgdu þessum skrefum til að bæta aukabílstjóra við:

Athugaðu: Ef enginn Tesla reikningur er tengdur við netfang aukabílstjórans fær aukabílstjórinn tilkynningu í tölvupósti þar sem beðið er um að viðkomandi stofni reikning.

Hvernig get ég fjarlægt aðgang að bíl?
Fylgdu þessum skrefum til að fjarlægja aukabílstjóra:

Öryggi reikningsins

Hvað er fjölþátta auðkenning?
Fjölþátta auðkenning verndar Tesla reikninginn þinn með því að krefjast annarrar staðfestingar fyrir innskráningu. Þegar fjölþátta auðkenning hefur verið sett up þarftu að slá inn aðgangsorðin og staðfesta auðkenni þitt í skráðu tæki í hvert sinn sem þú skráir þig inn. Tryggðu öryggi reikningsins með því að setja upp fjölþátta auðkenningu.

Hvernig endurstilli ég aðgangsorð mitt að Tesla reikningnum mínum?
Tesla krefst þess að sterkt aðgangsorð sé búið til fyrir Tesla reikninginn þinn. Aðgangsorðið verður að hafa átta eða fleiri stafi og að minnsta kosti einn bókstaf eða tölustaf. Ef þú notar greinarmerki og bætir við fleiri stöfum styrkirðu reikninginn.

Þú getur endurstillt aðgangsorðið hvenær sem er með því að fylgja þessum leiðbeiningum:

Ef endurstilling á aðgangsorði virkar ekki geturðu haft samband og beðið um tímabundið aðgangsorð. Skráðu þig inn með tímabundna aðgangsorðinu sem gefið er upp og veldu „Stillingar“ efst til hægri til að breyta aðgangsorðinu.

Get ég notað aðgangsupplýsingarnar mínar á Tesla reikningnum þegar ég skrái mig inn í forrit frá þriðja aðila?
Við mælum eindregið með að þú gætir varúðar þegar þú sækir hugbúnað frá þriðja aðila í síma eða tölvu þar sem þess er krafist að þú skráir þig inn með því að nota aðgangsupplýsingarnar á Tesla reikningnum þínum. Sum öpp eru mjög gagnleg en þau geta líka haft neikvæð áhrif á kerfisöryggi, stöðugleika og gögn ef þau eru ekki meðhöndluð á réttan hátt.

Tesla heimilar ekki almenna notkun á forritaskilum sínum og sum forrit á netinu innihalda ef til vill ekki þann hugbúnað sem þau segjast hafa eða innihalda hugbúnað sem þú bjóst ekki við eða vilt ekki. Þetta nær til, án takmarkana, forrita sem biðja þig um að setja upp uppsetningarprófíla sem geta síðan stjórnað tækinu þínu. Ef uppsett geta forrit sem eru óstaðfest eða ekki traustverð orðið uppáþrengjandi, tekið orku úr rafhlöðunni, vaktað staðsetninguna þína, misnotað persónuupplýsingar, valdið öryggisveikleikum, óheimiluðum aðgangi að forritaskilum Tesla, hugbúnaðarveikleikum og truflun á þjónustu. Til að koma í veg fyrir forrit sem þú vilt ekki eða eru skaðleg mælir Tesla eindregið gegn því að þú notir hugbúnað frá þriðja aðila þar sem þess er krafist að þú deilir upplýsingum um aðgangsorð að Tesla reikningnum þínum.

Ég fékk grunsamlegan tölvupóst og/eða skilaboð um Tesla reikninginn minn og þess er krafist að ég deili upplýsingum um aðgangsorð að reikningnum mínum. Er öruggt að ég deili reikningsupplýsingum mínum?
Nei. Ef þú færð tölvupóst eða sérð skilaboð um að Tesla reikningurinn þinn, Tesla ökutækið þitt eða Tesla appið þitt sé með vírus eða ef einhver sem segist vera frá Tesla hringir í þig og biður um notandanafn þitt og aðgangsorð er líklegt að um vefveiðar sé að ræða. Þegar um vefveiðar er að ræða er notandi plataður til að deila persónuupplýsingum og þetta er sviksamlegt athæfi sem fer fram með því að nota tölvupóst, textaskilaboð, auglýsingar og símhringingar. Ef þú ert í vafa um beiðni eða samskipti eða þarft bara að uppfæra upplýsingarnar þínar hjá Tesla skaltu hafa beint samband við Tesla.

Merki: 

DEILA