Stefna gegn spillingu

pdf-tákn  Sækja PDF

Síðast uppfært í júlí 2023


Persónuverndartilkynning um gagnasöfnunarbíl

pdf-tákn  Sækja PDF


Hugverkaréttur

Copyrights

Höfundarréttur 2002-2024 Tesla, Inc. Öll réttindi áskilin. Textinn, myndirnar, grafíkin, hljóðskrárnar, hreyfimyndaskrárnar, vídeóskrárnar og uppsetning þeirra á vefsvæðum Tesla, Inc. heyra undir höfundarrétt og aðra hugverkavernd. Ekki má afrita þessa hluti í atvinnuskyni eða fyrir dreifingu né breyta eða endurbirta þá. Sum vefsvæði Tesla, Inc. innihalda einnig efni sem heyrir undir höfundarrétt veitenda þeirra.

Verð

Öll tilgreind verð eru tillögð smásöluverð. Verð eru dagrétt þegar þau birtast og geta breyst fyrirvaralaust.

Vörumerki

Nema annað sé tekið fram heyra öll merki sem birtast á vefsvæðum Tesla, Inc. undir vörumerkjarétt Tesla, Inc, þar á meðal, án takmarkana, nafnaplötur tegunda og fyrirtækjalógó og tákn.

Engin leyfi

Tesla, Inc. leitast við að vefsvæði þess séu framsækin og upplýsandi. Tesla, Inc. vonar að þér þyki þessi hugverk jafn spennandi og okkur. En Tesla, Inc. verður að verja hugverkarétt sinn, þar á meðal einkaleyfi sín, vörumerki og höfundarrétt. Hafðu því í huga að hvorki þessi vefsvæði né neitt efni sem þar birtist mun teljast veita eða vera talið veita neinum einstaklingi leyfi er tengist hugverkaeign Tesla, Inc.

Viðvaranir varðandi yfirlýsingar til framtíðar

Vefsíður, tilkynningar um fjárfestatengsl, útlit, kynningar, hljóð- og vídeóskrár vegna viðburða (í beinni eða upptekinna) og önnur skjöl á þessum vefsvæðum innihalda meðal annars yfirlýsingar til framtíðar sem endurspegla núverandi viðhorf stjórnenda hvað varðar atburði í framtíðinni. Orðin „búist við“, „talið“, „trúað“, „mat“, „áætlað“, „ætlað“, „gæti“, „áætlun“ og „ætti“ og svipuð hugtök tengjast yfirlýsingum til framtíðar. Slíkar yfirlýsingar fela í sér áhættu og óvissu, þar á meðal, án takmarkana, hvað varðar: breytingar á gengi, vexti og verð á hráefnum; innleiðingu samkeppnisvara; hvata vegna aukinnar sölu; og lækkun á endursöluverði notaðra ökutækja.

Engar ábyrgðir eða fyrirsvar

UPPLÝSINGARNAR Á ÞESSUM VEFSVÆÐUM ERU VEITTAR AF TESLA, INC. „EINS OG ÞÆR KOMA FYRIR“ OG AÐ ÞVÍ MARKI SEM LÖG LEYFA, ERU VEITTAR ÁN ÁBYRGÐAR AF NOKKURRI GERÐ, BEINNAR EÐA ÓBEINNAR, ÞAR Á MEÐAL, ÁN TAKMARKANA, HVAÐ VARÐAR NOKKRAR ÓBEINAR ÁBYRGÐIR UM SÖLUHÆFI, NOTAGILDI Í ÁKVEÐNUM TILGANGI EÐA BROTALEYSI. ÞÓ AÐ TALIÐ SÉ AÐ VEITTAR UPPLÝSINGAR SÉU RÉTTAR GÆTU ÞÆR INNIHALDIÐ VILLUR EÐA ÓNÁKVÆMNI.

ÞESSI VEFSVÆÐI GÆTU INNIHALDIÐ TENGLA Á YTRI VEFSVÆÐI SEM EKKI HEYRA UNDIR STJÓRN TESLA, INC. ÞVÍ ERUM VIÐ EKKI ÁBYRG FYRIR EFNI Á NEINU TENGDU VEFSVÆÐI. TESLA, INC. VEITIR ÞESSA TENGLA TIL ÞÍN EINUNGIS Í ÞÆGINDASKYNI OG ÞAÐ AÐ TESLA, INC. BIRTI NOKKURN TENGIL ÞÝÐIR EKKI STUÐNING FYRIRTÆKISINS MEÐ NOKKRUM HÆTTI VIÐ TENGDA VEFSVÆÐIÐ.


Listi yfir Tesla aðila til staðfestingar á flota

pdf-tákn  Sækja PDF


Opinn hugbúnaður

Þetta er hugbúnaður fyrir ýmis kerfi í Tesla Model S, Model X og Model 3. Uppbygging skráakerfis er sem hér segir:

parrot-hugbúnaður:
Gegnumstreymishugbúnaður fyrir parrot Bluetooth einingu.
https://os.tesla.com/parrot-sources/parrot-sources.tar.gz

Viðbótarpakkar:

Fyrir Autopilot og Infotainment kerfismyndaveitur, sjá:
http://github.com/teslamotors/buildroot

 • Megingrein er buildroot-2019.02
 • Skoðaðu README.Tesla til að sjá meiri upplýsingar um efni og uppsetningar
   

Fyrir Autopilot og Infotainment kjarnaveitur, sjá:
http://github.com/teslamotors/linux

 • greinar:
  • intel-4.1: Infotainment Intel kjarni
  • tegra-2.6: Infotainment Tegra kjarni
  • tegra-4.4: Infotainment Tegra kjarni
  • tesla-3.18-hw2: Autopilot Nvidia kjarni
  • tesla-3.18-hw25: Autopilot Nvidia kjarni
  • tesla-4.14-hw3: Autopilot Tesla kjarni
    

Fyrir Autopilot coreboot-hugbúnað, sjá:
http://github.com/teslamotors/coreboot

 • tesla-4.6-hw3
   

Næstu útgáfur og áætlaðar tímasetningar:

 • Harman útvarpseining fyrir Model 3
  • Útgefinn gegnumstreymishugbúnaður: 3. fj. 2018
 • Farsímamótaldseiningar fyrir Model S, Model X and Model 3
  • Útgefinn gegnumstreymishugbúnaður: 3. fj. 2018

Einkaleyfisheit

Þann 12. júní 2014 tilkynnti Tesla að fyrirtækið mun ekki hefja lögsókn á grundvelli einkaleyfa gegn þeim sem í góðri trú vilja nota tækni fyrirtækisins. Tesla var stofnsett til að hraða innleiðingu sjálfbærra farartækja og þessum reglum er ætlað að hvetja til framþróunar á sameiginlegum og hraðvaxandi verkvangi fyrir rafknúin farartæki sem kemur Tesla líka að gagni, öðrum fyrirtækjum sem smíða rafknúin farartæki og heiminum öllum. Þessar leiðbeiningar veita ítarlegri upplýsingar um hvernig við erum að innleiða reglurnar.

Loforð Tesla

Tesla lofar óafturkallanlega að fyrirtækið mun ekki hefja lögsókn gegn aðila fyrir að brjóta gegn einkaleyfi Tesla vegna virkni sem tengist rafknúnum farartækjum eða tengdum búnaði svo framarlega að sá aðili komi fram í góðri trú. Lykilhugtök í loforðinu eru skýrð hér að neðan.

Skilgreining á lykilhugtökum

„Einkaleyfi Tesla“ þýðir öll einkaleyfi sem Tesla á núna og í framtíðinni (önnur en þau einkaleyfi sem fyrirtækið á með þriðja aðila eða einkaleyfi sem Tesla öðlast síðar og kemur með kvöð sem hindrar það í að heyra undir þetta loforð). Lista yfir einkaleyfi Tesla sem heyra undir loforðið verður viðhaldið á eftirfarandi vefslóð: https://www.tesla.com/legal/additional-resources#patent-list.

Aðili „kemur fram í góðri trú“ svo framarlega að sá aðili og tengd fyrirtæki eða hlutdeildarfyrirtæki hafi ekki:

 • gert tilkall til, hjálpað öðrum að gera tilkall til eða átt fjárhagslega hagsmuni af því að gera nokkurt tilkall til (i) nokkurs einkaleyfis eða annars hugverkaréttar gegn Tesla eða (ii) annars einkaleyfaréttar gegn þriðja aðila fyrir notkun á tækni sem tengist rafknúnum farartækjum eða tengdum búnaði;
 • véfengt, hjálpað öðrum að véfengja eða átt fjárhagslega hagsmuni af því að véfengja nokkurt einkaleyfi Tesla; eða
 • markaðssett eða selt nokkra aðra eftirhermuvöru (t.d. vöru sem búin er til með því að herma eftir eða stæla hönnun eða útlit vöru frá Tesla eða sem ætlað er að gefa til kynna tengingu við eða stuðning frá Tesla) eða veitt nokkurn efnislegan stuðning við annan aðila sem slíkt gerir.

Flutningur á einkaleyfum Tesla

Ef Tesla flytur einhvern tímann einkaleyfi Tesla á þriðja aðila mun fyrirtækið einungis gera það til aðila sem samþykkir, í opinberri yfirlýsingu sem ætlað að vera bindandi fyrir þann aðila, að veita sömu vernd og Tesla veitti samkvæmt þessu loforði og gera sömu kröfur á síðari viðtakendur.

Lagaleg áhrif

Loforðið, sem er óafturkallanlegt og lagalega bindandi fyrir Tesla og arftaka þess, er „stöðvun“, sem þýðir að Tesla sýnir umburðarlyndi í framfylgd úrræða gegn öllum aðilum vegna fullyrðinga um brot svo framarlega að sá aðili komi fram í góðri trú. Til að Tesla geti framfylgt einkaleyfum Tesla gegn öllum aðilum sem ekki koma fram í góðri trú er loforðið ekki afsal á neinu tilkalli til einkaleyfis (þar á meðal tilkalli til skaðabóta vegna eldri brota) og er ekki leyfi, sáttmáli um að lögsækja ekki, eða heimild til að stunda athæfi sem heyrir undir einkaleyfi eða takmörkun á úrræðum, skaðabótum eða kröfum. Nema að því leyti sem skýrt er kveðið á um slíkt í loforðinu skulu engin réttindi talin veitt, afsöluð eða fengin á óbeinan hátt, með tæmingu, staðfestingu eða á annan hátt. Loks er loforðið ekki vísbending um gildi eðlilegra og umsaminna leyfa ótengdra aðila eða eðlilegrar þóknunar.

Hvað þetta loforð þýðir er að svo framarlega að einhver notar einkaleyfi okkar fyrir rafknúin farartæki og gerir ekki vonda hluti, eins og til dæmis að herma eftir vörum okkar eða notar einkaleyfi okkar og lögsækir okkur svo fyrir brot gegn hugverkarétti, þá ætti viðkomandi ekki að óttast að Tesla geri einkaleyfakröfu á hendur viðkomandi.

Premium-tenging

Skilmálar

pdf-tákn  Sækja PDF


Innköllun

Smelltu hér til að skoða hvort bíllinn þinn heyri undir innköllun.


Notkunarskilmálar verkvangs Tesla fyrir fyrirtæki reiknings

pdf-tákn  Sækja PDF

Síðast uppfært í apríl 2022


Viðskiptasiðareglur Tesla

pdf-tákn  Sækja PDF

Síðast uppfært 29. apríl 2024


Alþjóðlegar reglur Tesla um umhverfismál, heilsu og öryggi (EHS&S)

Verkefni

Verkefni EHS&S-reglna Tesla er að hraða umbreytingu heimsins í átt að sjálfbærri orku með því að smíða, selja, þjónusta og afhenda rafknúin farartæki á öruggan hátt og vörur sem framleiða og geyma hreina orku og hægt er að stækka endalaust.

Hugsjón

EHS&S-hugsjón Tesla er að hraða umbreytingunni í átt að sjálfbærri framtíð en tryggja öryggi, sanngirni og skemmtun í dag.

Gildi

EHS&S-gildi Tesla eru einföld og algild:

 • Breyttu rétt
 • EHS&S er sameiginleg ábyrgð okkar og þetta byrjar hjá mér
 • EHS&S er hluti af öllu sem við gerum

Meginreglur og markmið

Við metum og verndum fólk, jörð, eignir og vörur með því að viðhalda öruggum, heilbrigðum og umhverfismeðvituðum vinnustað án málamiðlana í þágu framleiðslu eða hagnaðar. Til að styðja verkefni og leiðbeiningar Tesla er ætlast til þess að hver sem innir af hendi verk fyrir Tesla eða á starfsstöð Tesla, taki mið af og sýni í verki fylgni við eftirfarandi meginreglur og markmið EHS&S:

 • Sýni mannslífum virðingu.
 • Sé samviska fyrirtækisins.
 • Sýni fordæmi.
 • Ræði málin, taki málin fljótt upp og láti í sér heyra.
 • Efli menningu þar sem ríkir traust og virðing.
 • Sé viðbúin(n), upplýst(ur) og reiðubúin(n) að bregðast við.
 • Fylgi lögum og reglum.
 • Minnki áhættu með fyrirbyggjandi hætti.
 • Eigi samskipti við og hvetji til þátttöku starfsfólks okkar og hagsmunaaðila.
 • Leitist við að draga úr umhverfisáhrifum.
 • Minnki áhættu með fyrirbyggjandi hætti með því að nota stjórnskipulag og meginreglur um öryggishönnun.
 • Iðki félagslega og umhverfislega ábyrga áætlanagerð og ákvarðanatöku.
 • Stuðli að bættum árangri fólks og fyrirtækisins í gegnum nám og stöðugar umbætur.
 • Staðfesti og tryggi öryggi stjórntækja og verndarráðstafana.
 • Nýti sér hugsun sem byggir á fyrstu meginreglum til að leysa vandamál fljótt og nýstárlega.
 • Tryggi gagnsæja skýrslugerð.
 • Taki eftir og verðlauni góða frammistöðu tengda EHS&S.

 

Alþjóðleg mannréttindastefna Tesla

Kynning og gildissvið  

Siðferðileg meðferð á öllu fólki og virðing fyrir mannréttindum er þungamiðjan í sýn Tesla á sjálfbæra framtíð fyrir alla. Þessi alþjóðlega mannréttindastefna („stefna“) á bæði við um okkar eigin rekstur og aðfangakeðju okkar og nær til þeirra samfélaga sem starfsemi okkar og aðfangakeðjan hefur áhrif á. Við tökum ábyrgð okkar á því að virða mannréttindi alvarlega og ætlumst til þess að samstarfsaðilar okkar geri slíkt hið sama.

Þessi stefna er formfesting skuldbindingar okkar um að hafa í heiðri, virða og innlima mannréttindi og þau gildi sem þau standa fyrir í rekstri okkar þegar við greiðum fyrir umbreytingu heimsins yfir í sjálfbæra orku. Tesla viðurkennir mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (e. Universal Declaration of Human Rights, UDHR) sem fjallar um reisn, virðingu og jafnrétti án mismununar, fyrir alla. Við notum einnig leiðbeinandi meginreglur Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og mannréttindi og viðmiðunarreglur Efnahags- og framfarastofnunarinnar fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki.  

Í stefnunni eru helstu staðlar og væntingar á sviði mannréttinda sem við höfum til vinnustaða okkar, rekstrareininga, starfsfólks, birgja og samstarfsaðila. Tesla skilgreinir birgja sína sem öll fyrirtæki eða einstaklinga sem taka þátt í aðfangakeðju sem framleiðir vörur og þjónustu fyrir Tesla, hvort sem er beint eða óbeint, sem og starfsfólk þeirra, fulltrúa og undirverktaka, sem hér eftir eru nefndir „birgjar“. Stefnan er innlimuð í viðskiptasiðareglur Tesla og allir starfsmenn og verktakar Tesla þurfa að haga sér í samræmi við þessa stefnu. Hún er einnig innfelld í hátternisreglur birgja okkar og við ætlumst til þess að birgjar okkar og samstarfsaðilar innleiði skilvirk kerfi til að fylgja þessari stefnu.  

Þar sem landslög og alþjóðlegir mannréttindastaðlar eru ólíkir munum við fylgja þeim stöðlum sem ganga lengra; þar sem þetta stangast á munum við fylgja landslögum og leita leiða til að virða alþjóðleg mannréttindi eins og kostur er.  

Stjórnsýsla

Tesla fer reglulega yfir og uppfærir reglur sínar og tengd ferli. Á tveggja ára fresti ræðst Tesla í heildræna endurskoðun á stefnu sinni þar sem þverfaglegir fulltrúar víðs vegar frá koma að, svo sem úr reglufylgni, almannatengslum, fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu, starfsmannatengslum, umhverfi, heilsu og öryggi, alþjóðlegri viðskiptafylgni, mannauði, fjárfestatengslum, lagalegum málefnum, opinberri stefnu og viðskiptaþróun, vöruöryggi, ábyrgum uppruna, sjálfbærni og aðfangakeðju til að halda stefnunni uppfærðri og þannig að hún endurspegli stækkandi rekstur Tesla.

Yfirumsjón með vinnu okkar við að virða mannréttindi í gegnum aðfangakeðjuna er í höndum stjórnenda úr aðfangakeðju, fjárfestatengslum og opinberri stefnu- og viðskiptaþróun. Við virkjum einnig reglulega ytri hópa til að fá endurgjöf um nálgun okkar að ábyrgum uppruna.

Skuldbinding

Tesla leggur áherslu á að viðhalda og virða öll alþjóðlega viðurkennd mannréttindi og þau gildi sem þau standa fyrir í beinni starfsemi okkar og í aðfangakeðjunni - þar á meðal með tilliti til starfsfólks okkar, viðskiptavina, hluthafa, birgja og samfélaganna sem við búum og störfum í. Við reynum að forðast að valda eða stuðla að raunverulegum eða hugsanlegum skaðlegum áhrifum á mannréttindi og við ætlumst til þess að birgjar okkar styðji við og tali um fyrir þessum gildum í sinni starfsemi og birgja þeirra.

Mat og viðbrögð við mannréttindaáhættu er stöðugt ferli sem felur í sér að taka þátt í og bæta við tillögum frá ytri hagsmunaaðilum sem geta mögulega haft áhrif, þar á meðal frá hagsmunaaðilum sem verða fyrir áhrifum frá rekstri okkar og aðfangakeðju, sem og að skoða og uppfæra stefnur okkar og verkleg þegar þörf krefur. Með þennan skilning að vopni leggur Tesla áherslu á að bregðast við hugsanlegum skaðlegum áhrifum á mannréttindi. Við reynum að bæta úr skaðlegum áhrifum, fylgjast með og mæla framgang okkar og greina frá niðurstöðum okkar.

Til að uppfylla ábyrgð okkar á því að virða mannréttindi, höfum við skuldbundið okkur til að innleiða leiðbeinandi meginreglur Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og mannréttindi. Við framkvæmum áreiðanleikakannanir vegna mannréttinda til að greina áhættu og vinna að því að draga úr henni. Við erum meðvituð um að sumir hópar eru viðkvæmari en aðrir; í stefnu okkar og allri viðleitni er þess gætt að virða þá sem minna mega sín eða eru jaðarsettir.

Áberandi mannréttindamál

Eftirfarandi efni byggir á viðurkenndum alþjóðlegum mannréttindastöðlum og endurspegla nokkur áberandi mannréttindamál sem við höfum greint í rekstri okkar og aðfangakeðju. Tesla uppfærir þennan lista reglulega þegar svæðisbundið samhengi breytist eða þegar við uppfærum stefnu okkar. Virðing okkar fyrir mannréttindum einskorðast ekki við þessi atriði.

Heilsa og öryggi

(Í samræmi við 3. gr. UDHR)

Heilsa og öryggi eru grundvallargildi Tesla. Viðleitni okkar til að tryggja heilbrigðan og öruggan vinnustað styrkir skuldbindingu okkar um mannréttindi.

Tesla hefur einsett sér að haga öllum rekstrarþáttum þannig að öryggi og heilsa starfsfólks, verktaka, viðskiptavina, birgja og almennings sé vernduð. Við reynum eftir fremsta megni að lágmarka meiðsli og sjúkdóma, svo og eignatap eða rekstrartruflanir vegna slysa, eldsvoða eða annarrar hættu.

Tesla leggur áherslu á að veita vandaðan búnað, aðgang að hreinu vatni, örugg verkfæri og nauðsynlegan hlífðarbúnað til að tryggja öryggi starfsfólks. Starfsmenn taka þátt í að greina mögulega hættu, sjá fyrir áhættu og vinna að því að útrýma eða hafa stjórn á mögulegri hættu á vinnustað. Tesla er stöðugt að veita upplýsingar um öryggi, fræðslu og nauðsynleg úrræði til að viðhalda öruggu starfsumhverfi. Starfsmenn hafa vald til að stöðva vinnu ef ótryggar aðstæður eða hátterni kemur upp svo hægt sé að bæta úr viðkomandi verki og ljúka því á öruggan hátt.

Við ætlumst til þess að allt starfsfólk sýni fulla samvinnu við öryggisráðstafanir okkar og taki virkan þátt í að tryggja öryggi hvers annars. Starfsmenn okkar eru hvattir til að eiga samskipti sín á milli og við stjórnendur þegar athafnir sem ekki eru öruggar sjást eða ef hætta er á óöruggu starfsumhverfi. Við gerum okkar ítrasta til að viðhalda öruggum og afkastamiklum vinnustað með persónulegri skuldbindingu og frábærum samskiptum. Tesla mun ekki skerða neinar heilsu- eða öryggiskröfur vegna gróða eða framleiðslu. Þetta er styrkt með þeim meginreglum og markmiðum sem lýst er í alþjóðlegri stefnu okkar um umhverfismál, heilsu og öryggi (EHS&S).

Tesla fer einnig fram á að birgjar fyrirtækisins tryggi að starfsfólki þeirra og verktökum sé tryggt heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi. Birgjar þurfa að virða vinnustundir eins og þær eru skilgreindar í siðareglum birgja okkar. Yfirvinna verður að vera samþykkt, í samræmi við gildandi lög og skal greidd með álagi. Siðareglur birgja Tesla veita frekari upplýsingar um væntingar okkar og fylgni við reglugerðir vegna heilbrigði og öryggis aðfangakeðju.

Vinnuþrælkun, nútíma þrælahald og mansal

(Í samræmi við 4., 5. og 23. gr. UDHR)

Tesla viðurkennir skilgreiningar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar á vinnuþrælkun, nútíma þrælahaldi og mansali og líður ekki neina slíka misnotkun, þar á meðal skuldaánauð, skuldsetta vinnu og skylduvinnu í fangelsum. Við erum staðráðin í að tryggja að aðfangakeðja okkar - frá hráefni til lokaafurða - sé laus við slíka misnotkun.

Við mótum ítarlegar stefnur, fylgjumst með birgjum okkar og setjum á fót öflugar verklagsreglur sem tryggja að enginn neyðist til að vinna. Við notumst við kerfisbundnar aðferðir til að greina og takast á við áhættu í aðfangakeðjunni og nýtum vísbendingar um nauðungarvinnu sem skilgreindar eru af Alþjóðavinnumálastofnuninni. Við erum meðvituð um landfræðilega áhættu, vinnuaflsþróun og aðra þætti í gegnum heimildir eins og hópa í atvinnugreinum, félagasamtök, birgja, starfsmenn, virta fjölmiðla og aðra hagsmunaaðila. Við þjálfum starfsfólk í vitundarvakningu og forvörnum gegn vinnuþrælkun og krefjumst þess að birgjar leggi hönd á plóginn við að binda enda á misnotkun.

Við munum ekki umbera flutninga, hýsingu, ráðningu, framsal eða móttöku á fólki með ógn, valdi, þvingunum, brottnámi eða svikum vegna vinnu eða þjónustu. Engan starfsmann má neyða til vinnu eða láta hann sæta líkamlegri refsingu eða hótunum um ofbeldi eða annars konar líkamlegt, kynferðislegt, andlegt eða munnlegt ofbeldi í hegningar- eða stjórnunarskyni. Ennfremur leyfum við ekki nein bein eða óbein stjórntæki, þar á meðal hótanir, líkamsmeiðingar eða efnahagslega eða tilfinningalega misnotkun eða fjölskyldumisnotkun á vinnustöðum okkar né á vinnustöðum birgja okkar.

Allt starfsfólk á rétt á ferðafrelsi og ráðningarskilmálar mega ekki takmarka för þess með því að halda skilríkjum eða tryggingu eftir, með kröfum um húsnæði eða öðrum aðgerðum sem miða að því að takmarka hreyfanleika starfsfólks.

Í samræmi við meginreglu um launagreiðslur ætti enginn starfsmaður að þurfa að greiða ráðningargjöld eða önnur svipuð gjöld til að tryggja starf sitt eða halda því. Tesla leyfir ekki að ráðningargjöld eða önnur gjöld vegna ráðningar, svo sem umsóknar-, skráningar-, ráðningar- eða úrvinnslugjöld, séu innheimt af starfsmönnum. Vinnuveitandinn skal bera allan kostnað við ráðningar. Ef í ljós kemur að starfsmenn hafa greitt ráðningargjöld eða önnur tengd gjöld vegna ráðningar krefst Tesla endurgreiðslu á öllum kostnaði vegna slíkra gjalda.

Ef það fyrirfinnast brot á stefnum okkar grípum við til tafarlausra aðgerða til að bæta úr vandanum og bæta rekstur birgja og aðstæður fyrir starfsfólk. Tesla lítur á vísbendingar um vinnuþrælkun sem alvarlegasta misbrest sem fyrirfinnst og setur það í algjöran forgang að bregðast við þess konar áhættu. Yfirleitt vinnum við að því í samstarfi við birgja að fara yfir helstu orsakir og samþykkjum eftir því sem við á, áætlanir um að bæta, leiðrétta og fylgjast með vísbendingum um endurbætur og þátttöku starfsmanna. Ákveðin stórfelld brot á mannréttindum munu leiða til þess að Tesla slíti samstarfi við birgja og taki það ekki upp á nýjan leik fyrr en sannanir um leiðréttingar eru lagðar fram og birgirinn hefur styrkt stjórnunarkerfi sitt til að koma í veg fyrir brot í framtíðinni.

Vinnuafl barna og ungt starfsfólk

(Í samræmi við 4., 5., 25. og 26. gr. UDHR)

Við virðum réttindi barna og ungs starfsfólks. Tesla bannar barnavinnu í rekstri sínum og aðfangakeðju. Tesla virðir staðar- og landslög til hlítar sem takmarka vinnu fólks undir lögaldri. Óháð landslögum má ekkert starfsfólk vera undir 15 ára aldri á vinnustað eða stað sem veitir efni eða þjónustu sem notað er í vörum Tesla. Við krefjumst þess að birgjar okkar og ráðningarþjónusta frá þriðja aðila sannreyni aldur og auðkenni starfsfólks við ráðningu til að tryggja að það uppfylli kröfur Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um lágmarksaldur til að fá aðgang að vinnu og hafi þannig rétt til vinnu. Við krefjumst þess einnig að birgjar og ráðningarþjónusta þriðja aðila hafi áreiðanlega verkferla til að bæta úr hugsanlegum brotum á stefnum.

Tesla hvetur til starfsþróunar fólks sem mögulega getur orðið starfsfólk síðar í gegnum starfsþjálfun eða nemendavinnu. Hins vegar eiga þessi verkefni að vera hönnuð með velferð nemenda í huga og fela í sér þjálfun þeirra. Þátttakendur í slíkum verkefnum mega ekki vinna störf sem eru líkleg til að stofna heilsu þeirra eða öryggi í hættu, þar á meðal í nætur- eða yfirvinnu. Allir þátttakendur eiga að fá sanngjarna umbun fyrir vinnu sína með hliðsjón af landslögum.

Komi upp tilvik barnavinnu innan aðfangakeðju okkar - eins og hún er skilgreind í landslögum eða með einstaklingum yngri en 15, hvort sem strangara er - mun Tesla grípa til tafarlausra aðgerða og tryggja viðeigandi úrbætur, þar á meðal skráningu barnsins í kennsluáætlun. Ef í ljós kemur að starfsfólk yngri en 18 ára (ungt verkafólk) tekur að sér hættuleg störf er það umsvifalaust fjarlægt úr aðstæðunum og boðin önnur vinna sem hæfir aldri og er ekki hættuleg. Tesla leggur áherslu á að tryggja að ekkert starfsfólk yngri en 18 ára vinni hættulega eða skaðlega vinnu.

Við innleiðingu þessarar stefnu mun Tesla vinna að því að auka getu birgja, einkum lítilla og meðalstórra fyrirtækja, til að framkvæma gagnlegar áreiðanleikakannanir varðandi áhættu vegna barnavinnu - þar á meðal verstu tegund barnavinnu.

Virðing á vinnustað og jöfn tækifæri

(Í samræmi við 1., 7. og 23. gr. UDHR)

Tesla skuldbindur sig til að koma fram við alla af virðingu með því að búa til og viðhalda vinnustað sem einkennist af virðingu og inngildingu. Í samræmi við landslög virðir Tesla rétt launafólks til að stofna og ganga í stéttarfélög sem það velur sjálft eða velur að ganga ekki í eða stofna og ganga í önnur fulltrúasamtök starfsfólks ef við á, til að semja sameiginlega og taka einnig þátt í friðsamlegum samkomum, sem og rétt starfsfólks til að forðast slíkar aðgerðir.

Tesla virðir að bakgrunnur starfsfólks er misjafn og afstaða þess ólík og stuðlar að fullu að jöfnum tækifærum fyrir allt starfsfólk, bæði núverandi og það sem ráðið verður síðar. Alveg eins og við mismunum ekki á grundvelli kynþáttar, litar, trúarbragða, afstöðu, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, þjóðernis, fötlunar, heilsufars, stöðu sem hermanns eða uppgjafahermanns, hjúskaparstöðu, óléttu eða annarra einkenna sem lög, reglur eða reglugerðir vernda, krefjumst við þess að birgjar okkar virði starfsfólk sitt. Tesla felur í sér fjölbreytileika, sanngirni og inngildingu með mannlægri og gagnamiðaðri nálgun til að unnt sé að búa til vinnustað sem einkennist af virðingu og veitir jöfn tækifæri. Frekari upplýsingar um væntingar birgja okkar sem tengjast virðingu á vinnustað og jöfnum tækifærum má finna í hátternisreglum birgja okkar.

Umhverfisvernd

(Í samræmi við 25. gr. UDHR)

Í okkar eigin rekstri og í hinni stóru aðfangakeðju okkar leitast Tesla við að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið. Við hjá Tesla vitum að umhverfisvernd, ásamt þáttum í áhrifum loftslagsbreytinga, öflun endurnýjanlegrar orku og rafvæðing, loftgæði, umhirða vatns, meðhöndlun og endurvinnsla úrgangs, varnir gegn eyðingu skóga og verndun líffræðilegs fjölbreytileika eru hvert og eitt ófrávíkjanlegt skilyrði mannréttinda. Við ætlumst til þess að birgjar okkar deili markmiðum okkar um að umhverfisvernd sé lykilþáttur hvað sjálfbæra framtíð varðar. Frekari upplýsingar um væntingar okkar til birgja sem tengjast umhverfisvernd má finna í hátternisreglum okkar fyrir birgja.

Tengsl við samfélög og réttindi frumbyggja

(Í samræmi við 27. gr. UDHR)

Tesla hefur einsett sér að vera ábyrgur hluti af þeim samfélögum sem við búum í og störfum. Auk getu okkar til að skapa störf og stuðla að efnahagslegum og tæknilegum framförum á viðkomandi svæði, nýtum við okkur þau gildi sem tengslin í vistkerfi okkar bæta við samfélagið. Við ætlumst til þess að starfsfólk okkar, viðskiptavinir, birgjar og samstarfsaðilar leggi sig stöðugt fram um að bæta jákvæða þætti starfsins og draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á nærsamfélag, þ.m.t. umhverfislega, samfélagslega, menningarlega og aðra þætti lífsins. Við hvetjum til opinna samskipta hagsmunaaðila við nærsamfélag (t.d. með almennum upplýsingafundum og stöðugu sambandi við borgaralegt samfélag, til dæmis æskulýðsfélög eða svæðissamtök), með áherslu á að þróa í sameiningu verkefni og aðgerðir sem styðja við okkar sýn og hafa jákvæð áhrif á samstarfsaðila okkar á svæðinu.

Vinnsla á hráefnum hefur í gegnum tíðina haft slæm áhrif á réttindi frumbyggja og samfélög á þeim svæðum sem þeir starfa á. Í öllum uppgreftri og vinnslu á hráefnum sem Tesla notar í vörur sínar ætlumst við til þess að birgjar okkar eigi í samstarfi við lögmæta fulltrúa frumbyggjasamfélaga og virði réttindi þeirra til að veita eða halda eftir gjaldfrjálsu, fyrirliggjandi og upplýstu samþykki hvað starfsemi fyrirtækjanna varðar.

Vöruöryggi

(Í samræmi við 3. gr. UDHR)

Mannleg mistök eru stærsti þátturinn í yfir 90 prósentum af banvænum bílslysum. Sjálfvirk öryggistækni ökutækja hefur í för með sér loforð um framtíð þar sem ökutæki hjálpa ökumönnum í auknum mæli að forðast árekstra. Tesla hefur verið drifkrafturinn í þróun á þessari lífsbjörgunartækni. Vöruhönnun og verkfræðimenning Tesla byggir á grunni öryggis.

Tesla lítur á það sem mannréttindi að hafa möguleika á að kaupa örugg ökutæki og orkuvörur; við erum staðráðin í að koma með nýjungar, hanna, framleiða og afhenda öruggar vörur. Öryggi er að baki öllum ákvörðunum og hefur stýrt okkar framleiðslu á rafhlöðueiningum fyrir ökutæki og orkugeymslur. En skuldbinding Tesla endar ekki þar. Við leitumst stöðugt við að læra og laga, með mótvægisaðgerðum, áhættustjórnun og nýsköpun. Nýstárleg notkun stórgagna og þráðlausar uppfærslur gera okkur til dæmis kleift að bregðast við og læra af reynslu viðskiptavina okkar.

Tesla leggur áherslu á marga þætti í öryggi ökutækja, þar á meðal: virkt öryggi - sem getur komið í veg fyrir eða dregið úr fyrirsjáanlegum árekstrum; óbeint öryggi - að vernda farþega, þar á meðal börn, gangandi, hjólandi og aðra viðkvæma vegfarendur þegar ekki verður komist hjá árekstri; og öryggi eftir árekstra - stuðningur við viðbragðsaðila. Forrit okkar „gagnadrifið öryggi“ notast við skynjarapakka ökutækja okkar til að safna raungögnum úr slysum svo að teymi geti skilgreint tegundir árekstra sem ekki er getið í reglugerðum eða öryggismati en geta átt sér stað í raunheimum. Þrátt fyrir að nútímatækni geti ekki útrýmt öllu líkamstjóni og banaslysum, sjáum við fyrir okkur leið sem dregur verulega úr slysum á þjóðvegum og dregur úr meiðslum þegar slys eiga sér stað. Í gegnum þessi öryggisgleraugu vonumst við til þess að viðhalda orðstír okkar sem fyrirtæki sem er leiðandi í því að draga úr líkum á meiðslum, innan og utan ökutækja okkar. Tesla stuðlar einnig að framförum í öryggismálum með því að deila bestu starfsvenjum sem hvetja bílaiðnaðinn til dáða.

Tesla hannar og prófar orkugeymslu og sólarorkuafurðir til að tryggja að þær minnki og stýri hættu við allar aðstæður. Þó að allar vörur sem geyma orku, eins og rafhlöður, geti bilað, hafa vörur okkar uppfyllt og tekið fram úr mörgum öryggisstöðlum í iðnaðinum og hafa stöðugt sýnt það í gegnum ítarlegar prófanir þriðju aðila að þær eru einhver öruggustu kerfi sem fyrirfinnast á markaðnum.

Ábyrg gervigreind

(Í samræmi við 3. og 12. gr. UDHR)

Tesla leggur áherslu á ábyrga þróun gervigreindar með virðingu fyrir mannréttindum. Í samræmi við skuldbindingu okkar um vöruöryggi mun notkun okkar á gervigreind beinast að því að bæta öryggi starfsfólks okkar, viðskiptavina og þeirra samfélaga þar sem vörur okkar eru notaðar. Tesla er ekki að þróa stafræna ofurgreind.

Til langs tíma litið viðurkennir Tesla hættuna af miðstýringu á stórum flota sjálfstýrandi ökutækja. Ef aðilar (ríki eða ekki) með illan ásetning ná valdi yfir slíkum flota mun slíkt ekki verða mannkyninu til góðs.

Til að þjóna hagsmunum siðmenningarinnar telur Tesla því best að jafnvægi sé á milli staðbundinnar hnekkingargetu og miðstýringar.

Kvartanir og úrræði

(Í samræmi við 8. gr. UDHR)

Tesla leggur áherslu á að veita rétthöfum og verjendum réttinda leiðir til að koma á framfæri mögulegum áhyggjum. Við leggjum áherslu á að boðið sé upp á árangursrík úrræði ef slæm áhrif á mannréttindi eiga sér stað. Í slíkum tilvikum miðar Tesla að því að innleiða uppfærslur á kerfum, áreiðanleikakannanir og verklag til að koma í veg fyrir svipuð skaðleg áhrif í framtíðinni. Eins og með önnur ferli og kerfi vinnur Tesla stöðugt að því að bæta kvartana- og úrræðaferla.

Við hvetjum starfsfólk til að koma á framfæri áhyggjum og Tesla mun ekki líða neins konar hefndaraðgerðir í tengslum við tilkynningar um slíkt eða þátttöku í rannsóknum í góðri trú. Starfsmaður getur komið áhyggjum eða kvörtunum til allra stjórnenda, mannauðssviðs, starfsmannatengsla eða lögfræðideildar. Tesla notar vöktunarkerfi til að skjalfesta áhyggjur starfsmanna til að tryggja eftirfylgni og úrlausn mála. Málastjórnunarkerfið gerir viðeigandi teymum kleift að fara yfir gögn og skoða fyrirbyggjandi lausnir. Tesla er einnig með heilindalínu, tilkynningakerfi sem er tiltækt allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar.

Heilindalína Tesla er hjálparlína sem er stjórnað af þriðja aðila og er í boði fyrir starfsmenn, verktaka og þriðju aðila, þar á meðal birgja, starfsmenn þeirra, meðlimi samfélagsins og aðra hagsmunaaðila. Hægt er að nota kvartanaferli Tesla til að tilkynna nafnlaust um áhyggjur en heilindalínan er öflugt tæki til að tilkynna um áhyggjur tengdar ólöglegri eða siðlausri háttsemi eða mannréttindabrotum, þar á meðal barna- eða nauðungarvinnu. Þegar áhyggjur eru tilkynntar í gegnum heilindalínuna vinnur Tesla með hagsmunaaðilum að því að taka á málum eða bæta aðstæður sem upp koma, eins og við á í hverju tilviki fyrir sig. Frekari upplýsingar um heilindalínu Tesla eru á síðunni Önnur úrræði en hlekkur á hana er hér að neðan.

Við reynum að auka vitund og þekkingu starfsmanna okkar og starfsmanna aðfangakeðjunnar á mannréttindum og hvetjum öll til að koma á framfæri, án hefndaraðgerða, þeim áhyggjum sem þau kunna að hafa. Við erum staðráðin í að auka stöðugt getu stjórnenda okkar til að greina og bregðast við vandamálum á áhrifaríkan hátt.

Tesla leitast við að nota aðstöðu sína og hvetja ábyrga aðila til að meta aðstæður og grípa til úrbóta, jafnvel við aðstæður þar sem Tesla tengist ekki beint greindum skaðlegum áhrifum. Við myndum grípa til aðgerða til að snúa við neikvæðum áhrifum sem tengjast okkur og íhuga að eiga samstarf við jafningja og aðra samstarfsaðila um sameiginlegar úrbætur, þar á meðal samstarf við birgja.

Við ætlumst til þess að birgjar okkar og birgjar þeirra innleiði skilvirkt kvartanastjórnunarkerfi fyrir rekstur sinn, sem nær til starfsfólks birgja og lögmætra fulltrúa þeirra. Birgjar skulu banna hefndaraðgerðir gegn einstaklingum sem koma fram með áhyggjuefni. Við notumst við mat utanaðkomandi aðila til að leggja mat á það hvort kvartanaferlar og boðleiðir fyrir starfsfólk til að lýsa áhyggjum sínum séu viðunandi, skilvirkar og aðgengilegar. Tesla hvetur birgja sína til að hafa samráð við mögulega eða raunverulega notendur um hönnun, útfærslu eða virkni búnaðar þeirra.

Í þeim tilfellum þar sem hagsmunaaðilar kjósa frekar ferli utan þeirra sem starfrækt eru af Tesla, má nálgast önnur kvartanaferli á borð við kvartanaferli Responsible Business Alliance, kvartanaferli Responsible Minerals Initiative og kvartanaferli utan dómstóla sem starfrækt er af Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), í gegnum tengiliði Efnahags- og framfarastofnunarinnar fyrir ábyrga viðskiptahætti.

Gagnsæi og skýrslugjöf

Eins og mælt er með í leiðbeinandi meginreglum Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og mannréttindi, skuldbindum við okkur til gagnsærrar skýrslugerðar um viðleitni okkar og framvindu. Við greinum opinberlega frá frammistöðu okkar á nokkra vegu, þar á meðal í áhrifaskýrslu okkar, skýrslu um nútíma þrælahald og skýrslu um jarðefni sem tengjast átökum.

Heilindalína Tesla

Heilindalína Tesla er hjálparlína sem er stjórnað af þriðja aðila og er í boði fyrir starfsmenn, verktaka og þriðju aðila, þar á meðal birgja, starfsmenn þeirra, meðlimi samfélagsins og aðra hagsmunaaðila. Heilindalínan er ein af kvörtunarleiðum Tesla sem hægt er að nota til að tilkynna áhyggjur, sérstaklega þær sem varða reglur Tesla gegn ólöglegri háttsemi, siðlausri háttsemi eða mannréttindabrotum, þar á meðal barna- eða nauðungarvinnu.

Heilindalínan er í boði á um það bil 60 tungumálum og er aðgengileg allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, og gerir öllum kleift að tilkynna um áhyggjur nafnlaust og án ótta við hefndaraðgerðir. Aðgangur að Heilindalínunni. Notkun á Heilindalínunni okkar útilokar ekki aðgang að dómsmeðferð eða annars konar meðferð.

Starfsmenn Tesla bera ábyrgð á að viðhalda trausti á Tesla. Starfsmenn verða að tilkynna brot á viðskiptasiðareglum, hátternisreglum birgja, mannréttindastefnu og öðrum reglum fyrirtækisins eða lögum til yfirmanns síns, mannauðsfulltrúa, reglufylgni (compliance@tesla.com), lögfræðideildar, innri endurskoðunar eða Heilindalínu Tesla. Að tilkynna vísvitandi rangar upplýsingar er andstætt gildum Tesla og viðskiptasiðareglum Tesla; starfsmenn sem taka þátt í slíku munu sæta viðeigandi viðurlögum.

Þegar spurning eða áhyggjuefni er sent í gegnum Heilindalínuna færðu aðgangsnúmer og býrð til lykilorð. Þú færð tilkynningu um uppfærslur gegnum gáttina sem þú notaðir til að senda inn áhyggjuefni þitt og gætir fengið beiðni um að veita frekari upplýsingar eftir innsendingu. Heilindalínan býður einnig upp á alþjóðleg númer ef þú vilt frekar tilkynna áhyggjuefni í gegnum síma. Áhyggjuefni sem eru tilkynnt gegnum síma geta einnig verið undir nafnleynd.

Tesla tekur öll áhyggjuefni sem tilkynnt eru í góðri trú alvarlega. Viðeigandi fagfólk kannar öll mál tafarlaust og á viðeigandi hátt. Áhyggjuefnum sem tengjast ábyrgum uppruna og mannréttindum er beint til starfsfólk Ábyrgs uppruna hjá Tesla. Markmið Tesla er að staðfesta áhyggjuefni innan 72 klukkustunda og leysa mál innan 30 daga. Í sumum tilvikum getur þurft lengri tíma.

Til að vernda trúnað og heilindi rannsóknarferlisins er upplýsingum eingöngu deilt með þeim „sem þurfa að vita“ og þess er vandlega gætt að forðast að hafa neikvæð áhrif á einstaklinginn sem tilkynnti áhyggjuefnið meðan á rannsókninni stendur. Eftirfylgni er hluti af Heilindalínukerfinu þannig að tilkynnanda sé gert ljóst að tekið hafi verið á áhyggjuefni hans og málinu lokað. Eftir því sem við á vinnum við með hagsmunaaðilum að því að takast á við eða bæta aðstæður sem bent er á.

Tesla líður ekki neinar hefndaraðgerðir gagnvart starfsfólki eða þriðju aðilum sem í góðri trú tilkynna áhyggjuefni eða taka þátt í rannsóknum. Við gerum einnig kröfu um að birgjar okkar banni hefndaraðgerðir gagnvart starfsmönnum og öðrum hagsmunaaðilum (þar á meðal fulltrúum þeirra) sem tilkynna áhyggjuefni. Við komum fram við alla einstaklinga af virðingu.

 


 

Ábyrgur uppruni Tesla

Reglur

Hér að neðan eru reglur Tesla sem tengjast ábyrgum uppruna.

Reglur um ábyrgan uppruna

Kynning og gildissvið 

Í samræmi við sýn Tesla um að hraða umskiptum heimsins í átt að sjálfbærri orku, leggur Tesla áherslu á að fyrirtæki í aðfangakeðjunni virði mannréttindi og verndi umhverfið. Við reynum að hámarka jákvæð áhrif aðfangakeðjunnar á fólk og jörðina. Markmið okkar eru að alls staðar þar sem aðfangakeðja Tesla hefur áhrif batni staðbundnar aðstæður stöðugt fyrir hagsmunaaðila vegna ákvarðana um kaup okkar og tengsl. Þessi regla um ábyrgan uppruna („regla“) á við um allt efni og öll innkaup óháð staðsetningu uppruna og er því stefna okkar varðandi átakajarðefni (columbite-tantalite (tantalum), cassiterite (tin), gull, wolframít (wolfram), og allar afleiður þessa, einnig þekktar sem 3TG), sem Tesla sendir frá sér árlega skýrslu fyrir í samræmi við Dodd-Frank Wall Street Reform og neytendaverndarlög.

Við krefjumst þess að öll fyrirtæki eða einstaklingar sem taka þátt í aðfangakeðjunni og framleiða vörur og veita þjónustu til Tesla, hvort sem það er beint eða óbeint, sem og starfsfólk þeirra, fulltrúar og undirverktakar, sem hér á eftir eru nefndir „birgjar“, hagi starfsemi sinni um heim allan með ábyrgum hætti, í samræmi við sýn Tesla um að flýta fyrir umskiptum heimsins yfir í sjálfbæra orku. Birgjar eru samningsbundnir til að fylgja þessum reglum, alþjóðlegri mannréttindastefnu okkar og hátternisreglum birgja. 

Stjórnsýsla

Tesla fer reglulega yfir og uppfærir reglur sínar og öll tengd ferli með það að markmiði að endurbæta starfsemi sína stöðugt. Á tveggja ára fresti fer Tesla í heildarendurskoðun á reglum sínum ásamt þverfaglegum fulltrúum til að tryggja að reglurnar séu uppfærðar og endurspegli vaxandi starfsemi Tesla. Við tökum einnig þátt í ytri hópum reglulega til að fá ábendingar um reglurnar og ábyrgð í okkar innkaupum.

Stjórnendur úr aðfangakeðju, fjárfestatengslum og opinberri stefnu- og viðskiptaþróun hafa innri yfirumsjón með aðgerðum okkar hvað varðar ábyrgan uppruna. Við gerum reglulega grein fyrir framvindu mála og förum yfir ábyrga innkaupastarfsemi okkar, ásamt þverfaglegum fulltrúum frá reglufylgni, heilbrigði og öryggi umhverfis, alþjóðlegri viðskiptafylgni, innri úttektum, lögfræðideild, opinberri stefnu og viðskiptaþróun og sjálfbærni, ásamt fleirum, til að halda öðrum sviðum rekstursins upplýstum um aðgerðir okkar og stuðning við forgangsröðun í viðleitni okkar til að hámarka áhrif. 

Skuldbinding

Tesla fylgir leiðbeinandi reglum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um áreiðanleikakönnun vegna ábyrgra viðskiptahátta og leiðbeiningum um áreiðanleikakönnun OECD vegna ábyrgra aðfangakeðja jarðefna frá átakasvæðum og áhættusvæðum við skilgreiningu, mildun og skýrslugjöf um áhættu innan aðfangakeðju okkar.  

Tesla krefst þess að birgjar sínir setji sér stefnur, komi á fót áreiðanleikakönnunum og stjórnunarkerfum í samræmi við þessa ramma.

Í samræmi við þessa ramma skuldbindum við okkur til að:

 • Taka upp, dreifa sem víðast og innlima í samninga okkar og/eða samkomulög við birgja, þessa stefnu og væntingar okkar um ábyrgan uppruna;
 • Auðkenna og endurskoða reglulega skilgreiningu á forgangshráefnum sem eru mikilvægari og skapa hættu á neikvæðum samfélagslegum og umhverfislegum áhrifum;
 • Safna upplýsingum og gögnum frá fyrsta stigs og annars stigs uppruna til að bera kennsl á mögulega umhverfis- og samfélagslega áhættu, rauð flögg og/eða skaðleg áhrif, þar á meðal í gegnum kvartanakerfi sem veita rétthöfum og varnaraðilum réttinda boðleiðir til að leggja fram sínar áhyggjur;
 • Framkvæma kortlagningar eða rakningar aðfangakeðju, og áreiðanleikakönnun á aðilum á fyrri stigum aðfangakeðju til að ganga úr skugga um að engin merki séu um samsekt í mannréttindabrotum;
 • Ef eðlileg áhætta er fyrir hendi skal greina forgangsmál og tafarlaust móta, taka upp og innleiða áhættustýringar-/mótvægisáætlun með eðlilegum tímaskekkjum með stöðugar umbætur í huga;
 • Ef kostur er skal Tesla ávallt kaupa af birgjum sem gangast undir úttektir hjá utanaðkomandi úttektaraðilum og/eða krefjast þess að þeirra birgjar gangist undir slíkar úttektir, samkvæmt ákvörðun Tesla hverju sinni. Til dæmis, fyrir 3TG, ætlumst við til þess að birgjar kaupi af bræðslu- og hreinsunarstöðvum sem hafa tekið þátt í áætluninni fyrir ábyrgt jarðefnanám (e. Responsible Minerals Assurance Program, RMAP) og geri svipaðar væntingar til birgja sinna;
 • Þegar höfð er umsjón með vanefndum, eins og við á, skal fyrst komið á tengslum við birgja okkar, viðskiptaaðila, svæðisbundin yfirvöld eða ríkisvald, alþjóðasamtök, borgaralegt samfélag, viðkomandi hagsmunaaðila og þriðju aðila til að virkja úrbætur sem hjálpa til við að leysa undirliggjandi mál og auka getu;
 • Ef bein þátttaka hefur ekki í för með sér merkingarbærar framfarir og/eða þegar ekki eru fyrirliggjandi nægilegar sannanir eða skortur er á vænleika tafarlausrar og viðeigandi mildunar á alvarlegri misnotkun, skal skoða alla viðeigandi aðstöðu, þar á meðal skerðingu og/eða slit á innkaupasamningi og/eða stöðvun eða slit á samstarfi við birgja;
 • Samstarf við önnur fyrirtæki og verkefni á sviði iðnaðar þar sem sameiginlegar aðferðir til að auðkenna og/eða draga úr áhættu eru viðeigandi; og
 • Tilkynna árlega, að lágmarki, um skilgreinda áhættu og aðgerðir til að draga úr áhættu.

 

Tesla mun vinna með birgjum okkar til að tryggja kostgæfni í innleiðingu krafnanna sem tilgreindar eru hér og mun staðfesta og tryggja hlítni við þær á sanngjarnan og samkvæman hátt, ef þörf reynist. Við munum styðja viðleitni annarra eða grípa sjálf til ráðstafana til þess að eiga samskipti við viðeigandi yfirvöld, alþjóðastofnanir og samtök borgaralegs samfélags til að stuðla að bættum aðstæðum í aðfangakeðju okkar. Tesla er meðvitað um mikilvægi þess að halda áfram að kaupa efni af mögulegum áhættusvæðum, þar á meðal til dæmis frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó eða öðrum CAHRA-ríkjum; að stunda áhættumildun er æskilegra en að grípa til viðskiptabanns eða hætta innkaupum vegna mikilvægis jarðaefnavinnslu fyrir lífsviðurværi á þessum svæðum.

Við krefjumst þess að birgjar okkar setji sér svipaðar eða strangari skuldbindingar. Birgjar Tesla þurfa að grípa til eðlilegra ráðstafana til að tryggja að vörur sem Tesla fær stuðli ekki að vopnuðum átökum, mannréttindabrotum eða umhverfisskaða, óháð því hvar efnið er sótt.

Áberandi vandamál vegna ábyrgs uppruna

Meðal þess sem fjallað er um í alþjóðlegri mannréttindastefnu okkar og hátternisreglum birgja okkar og í samræmi við væntingar OECD, munum við ekki líða, stuðla að né auðvelda neinum aðilum aðfangakeðjunnar að:

 1. Ef ekki er farið að gildandi lögum og reglugerðum sem tengjast framleiðslu, viðskiptum, meðhöndlun, flutningi og útflutningi efna, þar á meðal verklagsreglum um öryggi starfsmanna og greiðslu skatta, gjalda og þóknana sem greiða ber ríkisstjórnum;
 2. Hvers kyns vinnuþrælkun eða nauðungarvinna, sem þýðir vinna eða þjónusta sem innt er af hendi af einstaklingum sem sæta refsingu og sem viðkomandi einstaklingar hafa ekki boðið sig fram sjálfviljugir fyrir
  • Þar á meðal alvarleg mannréttindabrot í tengslum við framleiðslu/vinnslu, flutning eða viðskipti með efni, sérstaklega, en ekki takmarkað við, með efni frá CAHRA;
 3. Barnavinna;
 4. Alvarleg neikvæð/skaðleg áhrif á umhverfið og líffræðilegan fjölbreytileika, þar á meðal
  • Loft- og vatnsmengun,
  • Skógeyðing,
  • Skortur á stjórnun á losun gróðurhúsalofttegunda,
  • Skortur á áhættustjórnun í tengslum við loftslag,
  • Notkun hættulegra efna, og
  • Óviðeigandi meðhöndlun úrgangs;
 5. Alvarleg neikvæð/skaðleg áhrif á nærsamfélag og/eða ófullnægjandi þátttaka í samfélaginu, þar á meðal þegar réttindi frumbyggja eru ekki virt eða umhverfislegir, samfélagslegir og aðrir lífsgæðaþættir;
 6. Skortur á eða ófullnægjandi ráðstafanir til að tryggja starfsfólki og verktökum öruggt, heilbrigt og sanngjarnt vinnuumhverfi sem einkennist af virðingu , sem leyfa jöfn tækifæri og örugga förgun úrgangs, þar á meðal viðeigandi utanumhaldi vegna námuvinnslu;
 7. Spilling, mútur, sviksamlegar rangfærslur á uppruna efna, peningaþvætti og hagsmunaárekstrar;
 8. Hvers kyns pyntingum, grimmri, ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð;
 9. Fjármögnun átaka og vanefndir á viðeigandi ályktunartillögum Sameinuðu þjóðanna eða, þar sem við á, innlendum lögum sem innleiða slíka ályktun;
 10. Stríðsglæpir eða önnur alvarleg brot á alþjóðlegum mannúðarlögum, þar á meðal glæpir gegn mannkyni og þjóðarmorð;
 11. Beinn eða óbeinn stuðningur við vopnaða hópa, opinbera eða einkaaðila, sem tengjast öryggissveitum, eða hlutdeildarfélögum þeirra, þar á meðal, en ekki takmarkað við, öflun efna, greiðslur eða á annan hátt veitta flutningsaðstoð eða búnað til þeirra sem:
  • Stjórna framleiðslustöðum með ólöglegum hætti eða stýra flutningsleiðum á annan hátt með ólögmætum hætti, stöðum þar sem viðskipti eru með efni og/eða við aðilar á fyrri stigum aðfangakeðju,
  • Skattleggja eða kúga peninga eða efni ólöglega á aðgangspunktum að framleiðslustöðum, við flutningsleiðir eða á þeim stöðum þar sem verslað er með efni,
  • Skattlagning eða kúgun á milliliðum, útflutningsfyrirtækjum eða alþjóðlegum viðskiptaaðilum, og/eða
  • Ekki bregðast við í samræmi við valfrjálsar reglur um öryggi og mannréttindi; og
 12. Útsetning viðkvæmra hópa gagnvart skaðlegum áhrifum sem tengjast veru öryggissveita, opinberra eða einkarekinna, á framleiðslustöðum.

 

Við krefjumst þess að birgjar okkar setji sér svipaðar eða strangari skuldbindingar. Birgjar verða að samþykkja að tryggja gagnsæi, bæta úr öllum annmörkum og stuðla að stöðugum umbótum. 

Síðast uppfært í apríl 2023

Hátternisreglur birgja

pdf-tákn  Sækja PDF

Síðast uppfært júlí 2021

Alþjóðleg mannréttindastefna

Skoða alþjóðlega mannréttindastefnu Tesla

Gagnsæisskýrslur Tesla

Hér að neðan eru reglur Tesla sem tengjast ábyrgum uppruna.

Yfirlýsing Kanada vegna laga um baráttu gegn vinnuþrælkun og barnavinnu í aðfangakeðjum

pdf-tákn  Sækja PDF

Síðast uppfært í júní 2024

Skýrsla um steinefni tengd átökum

pdf-tákn  Sækja PDF

Síðast uppfært í maí 2024

Stefnumarkandi yfirlýsing þýskrar aðfangakeðju um áreiðanleikakönnun

pdf-tákn  Sækja PDF (enska)

pdf-tákn  Sækja PDF (þýska)

Síðast uppfært í október 2023

Reglur um óstudd ökutæki

Reglur um óstudd ökutæki skilgreina ökutæki sem Tesla telur ekki öruggt fyrir þjónustu eða hraðhleðslu sem óstutt ökutæki. Þættir sem ráðið geta úrslitum varðandi þetta eru til dæmis ef ökutækið hefur verið úrskurðað ónýtt, oft eftir mikið tjón af völdum áreksturs, flóða, elds eða svipaðra atburða, og hefur verið skráð (eða bíður eftir að verða skráð) og/eða nefnt af eiganda sínum sem tjónað eða endursmíðað ökutæki eða ruslökutæki eða ígildi þess í samræmi við lögsagnarumdæmi eða venjur atvinnugreinarinnar.

Tesla notar m.a., en takmarkast ekki við, eftirfarandi úrræði til að staðfesta hvort ökutæki hafi verið flokkað sem óstutt eða hvort flokka ætti það sem óstutt eða ekki:

 • Ríkis- eða eftirlitsstofnanir
 • Tryggingafélög
 • Árekstramiðstöðvar samþykktar af Tesla og þjónustumiðstöðvar Tesla
 • Niðurstöður annarra innri rannsókna
 • Sjálfstæðar stofnanir sem tengjast ökutækjaferli (til dæmis Experian Auto Check)
 • Netspjallborð og uppboðssvæði ökutækja


Tesla ábyrgist ekki öryggi eða nothæfi óstuddra ökutækja. Eftir að tilkynnt hefur verið um altjón á ökutæki eða það hefur verið flokkað sem óstutt gæti verið að viðgerðir sem gerðar eru til að koma ökutækinu aftur í notkun uppfylli ekki staðla eða tæknilýsingar Tesla og allar bilanir, skemmdir eða meiðsl sem verða vegna slíkra viðgerða eru alfarið á ábyrgð eiganda ökutækisins.

Tesla mælir ekki með kaupum á óstuddu Tesla ökutæki og það á einnig við um tjónuð ökutæki. Ökutæki í góðu standi gætu samt flokkast sem óstudd. Uns Tesla getur staðfest að ökutækið uppfylli öryggisstaðla og ökutækjalýsingar Tesla framkvæmir Tesla hvorki né styður viðgerðir sem varða háspennurafhlöðukerfi í ökutækinu vegna hættunnar á að óstudda ökutækið hafi orðið fyrir skemmdum sem:

 • Gera ökutækið óöruggt í akstri
 • Gera ökutækið óöruggt fyrir viðgerðafólk sem gæti unnið við ökutækið
 • Gætu skemmt búnað Tesla, til dæmis Supercharger-stæði

 

Þegar ökutæki er flokkað sem óstutt ökutæki:

 • Allar takmarkaðar ábyrgðir og lengri þjónustusamningar Tesla fyrir ökutækið eru ógild fyrir fullt og allt.
  ATHUGAÐU: Viðgerðir vegna innkallana verða framkvæmdar nema ástand ökutækisins eða breytingar á ökutækinu, framkvæmdar af öðrum en Tesla, geri að verkum að ekki sé hægt að framkvæma örugga viðgerð á ökutækinu. Ef þjónustumiðstöð Tesla ákveður að ekki sé hægt að gera við ökutækið á öruggan hátt verður viðgerð tengd innköllun ekki framkvæmd uns viðskiptavinurinn hefur fært ökutækið aftur í það horf sem þjónustumiðstöðin telur að þurfi til að unnt sé að gera við með öruggum hætti.
 • Slökkt er á hraðhleðslu. Þetta nær til Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðva og hraðhleðslustöðva þriðju aðila.
 • Tesla getur framkvæmt öryggisskoðun (að beiðni viðskiptavinar og á hans kostnað) á ökutækinu til að ákvarða hvort öruggt sé að vinna við háspennuíhlutina, nálgast þá og/eða nota í hleðslu aftur.
 • Aðgengi að varahlutum er óbreytt. Hægt er að kaupa hlut sem ekki sætir takmörkunum eða lausasöluhlut fyrir ökutæki sem er flokkað sem óstutt ökutæki.
 • Notkun á snjallforritinu er studd fyrir óstudd ökutæki.


Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um reglurnar skaltu hafa samband við þjónustumiðstöð Tesla.