Uppsetning á heimahleðslustöð

Best er að hlaða Tesla ökutækið þitt heima, yfir nótt. Settu í samband þegar þú kemur heim og þá vaknarðu við það að bíllinn er fullhlaðinn og tilbúinn fyrir daginn framundan.

Hvernig set ég upp heimahleðslubúnað?
Meginskrefin eru þrjú:

1: Keyptu Tesla vegghleðslustöð
Tesla vegghleðslustöðvar eru til kaups í þjónustumiðstöðvum okkar á 79.900,00 kr.

2. Bókaðu heimsókn rafvirkja á staðinn
Þar sem sérhver staður er mismunandi getur löggiltur rafvirki gert tilboð eftir að hafa heimsótt staðinn. Tesla er með þjónustunet rafvirkja sem mælt er með sem koma í fyrstu heimsókn án nokkurs endurgjalds. Ef þú ætlar að nota rafvirkja á þínum stað skaltu deila uppsetningarhandbókum með rafvirkjanum, sem eru tiltækar á öllum staðartungumálum.

3. Bókaðu uppsetningu fyrir afhendingu
Þegar þú samþykkir tilboðið er hægt að bóka uppsetningu. Við mælum með því að þú bókir uppsetningu eins fljótt og kostur er því afhendingardagar geta rokkað til.

Þjónusta
Hafðu samband við notendaþjónustu eða skoðaðu þessi úrræði:

Finna rafvirkja
Uppsetningarhandbækur fyrir vegghleðslustöðvar
Hleðslutengi
Algengar spurningar

Merki: 

DEILA