Stýra Tesla-flota
Auktu viðskiptin og byggðu upp rafknúinn flota með Tesla-flota.
Byrjaðu á því að skoða úrval Tesla-bíla til að sjá hvaða gerðir henta þörfum fyrirtækisins. Sem stendur eru bílar af gerðunum Model S, Model 3, Model X og Model Y í boði fyrir Tesla-flotann þinn.
Ef þú hefur spurningar um Tesla-bíla, gerð pöntunar eða fleira skaltu hafa samband við starfsfólk Tesla-flotans.
Þegar reikningurinn þinn í „Tesla fyrir fyrirtæki“ hefur verið settur upp skaltu skrá þig inn og búa til sérpöntun eða pöntun á bílum á lager. Notendur sem eru stjórnendur eða stjórnendur pantana/efnda geta búið til pantanir fyrir þitt fyrirtæki.
Til að búa til pöntun skaltu fylgja eftirfarandi skrefum:
- Skráðu þig inn á reikninginn þinn í „Tesla fyrir fyrirtæki“.
- Veldu „Bílar“ > „Búa til pöntun“.
- Veldu gerð pöntunar á sérpöntuðum bílum eða bílum á lager ásamt gerð þeirra.
- Veldu útfærslu og valkosti.
- Skoðaðu pöntunina.
- Ef um sérpantanir er að ræða skaltu skoða áætlaða afhendingu áður en þú sendir inn pöntun.
- Fyrir pantanir á bílum á lager skaltu gefa upp tengiliðinn sem mun taka við fyrirtækjabílnum.
- Eftir að pöntunin hefur verið send inn birtast skilaboð sem innihalda númer pöntunarinnar.
- Ef ökumanni er bætt við fyrirtækjapöntunina fær viðkomandi einnig staðfestingu á því að pöntunin hafi verið send inn.
Athugaðu: Pantanir eru gerðar í þeim skilningi að þú sért fjárhagslega reiðubúin(n) fyrir afhendingu án tafar. Tesla áskilur sér rétt til að fara fram á frekari upplýsingar um pantanir sem gerðar eru ef óregluleg virkni greinist, til dæmis of margar pantanir eða afpantanir.
Tesla stefnir að því að vinna úr innkaupapöntunum og uppfæra stöðuna og tiltækar hliðsjónarupplýsingar á reikningnum þínum í „Tesla fyrir fyrirtæki“ innan tveggja virkra daga.
Eftir að þú hefur sent inn pöntun skaltu ljúka við verkin fyrir afhendingu. Verk sem ekki hefur verið lokið og upplýsingar um áætlaða afhendingu má finna á reikningnum þínum í „Tesla fyrir fyrirtæki“. Notendur geta flutt út uppfærðar pöntunar- og afhendingarupplýsingar eftir þörfum. Nýtingu inneigna og núverandi innistæðu má sjá á stjórnborðinu fyrir pantanir.
- Ljúktu við verkin þín undir „Verkefni“ en þar eru meðal annars:
- Pöntunarnúmer
- Upplýsingar um ökumann
- Upplýsingar um greiðsluábyrgð
- Ljúktu við verkin þín undir „Afhendingarupplýsingar“ en þau eru meðal annars:
- Afhendingarstaður
- Afhendingartengiliður
Athugaðu: Ekki er hægt að para pantanir við VIN-númer eða gefa út reikning ef þú hefur ekki lokið verkunum fyrir afhendingu. Ef þessum aðgerðum er ekki lokið getur það leitt til þess að pöntunin þín verði afturkölluð.
Öllum verkum fyrir afhendingu þarf að ljúka innan tveggja virkra daga frá því að pöntun er gerð. Verk fyrir afhendingu má finna á reikningnum þínum í „Tesla fyrir fyrirtæki“.
Þegar VIN-númer hefur verið parað við pöntunina þína sendir Tesla þér greiðslubeiðni og/eða beiðni um afhendingarskjal.
Athugaðu: Ekki er hægt að para pantanir við VIN-númer ef þú hefur ekki lokið verkunum fyrir afhendingu. Ef þessum aðgerðum er ekki lokið getur það leitt til þess að pöntunin þín verði afturkölluð.
Sönnunar á greiðslu er krafist innan þriggja virkra daga frá fyrstu beiðni um greiðslu og/eða afhendingu. Opinbert bankaskjal þarf sem gilda sönnun á greiðslu. Hægt er að leggja fram eftirfarandi sem sönnun á greiðslu:
- Bankakvittun
- Staðfesting millifærslu
- Útprentun bankafærslu
Ef beðið er um það þarf einnig að leggja fram mikilvæg skjöl fyrir afhendingu innan þriggja virkra daga frá fyrstu greiðslubeiðni. Einnig þarf að leggja fram sérstakar upplýsingar um afhendingarskjöl, til dæmis tryggingar eftir VIN-númeri, sönnun á tryggingu, skriflegt umboð, heimildarbréf og staðfestingu á fyrirtæki.
Áætlaður afhendingardagur sem birtist þegar pöntun er gerð er áætlun en ekki tryggður afhendingardagur. Raunverulegur afhendingardagur ræðst af nokkrum þáttum, til dæmis uppsetningu bíls, framboði framleiðanda, flutningi, afhendingarstað og afhendingarmáta.
Þrír afhendingarmátar eru í boði fyrir bíla í Tesla-flota. Afhendingarmátarnir eru eftirfarandi:
- Tesla Direct
- Afhending á afhendingarmiðstöð
- Carrier Direct
Ef þú tekur við bílum í gegnum Tesla Direct eða sækir þá á afhendingarmiðstöð þarftu að sækja þá innan sjö almanaksdaga frá því að þeir eru tilbúnir til afhendingar.
Carrier Direct-afhendingar eru í höndum flutningsaðila þriðja aðila sem Tesla hefur samþykkt.
Athugaðu: Tafir á afhendingu geta leitt til þess að VIN-númerið passi ekki við pöntunina og/eða að pöntunin sé afturkölluð.
Stjórnaðu Tesla-flotanum á einum stað. Á reikningnum þínum í Tesla fyrir fyrirtæki geturðu fylgst með pöntunum þínum á nýjum bílum, stjórnað aðgangi ökumanna, greitt fyrir Supercharger-hraðhleðslu og fleira.
Þú getur boðið öðrum fyrirtækjum að hafa umsjón með bílum í flotanum þínum. Fyrirtæki sem hafa fengið boð, eru í bið eða hafa samþykkt boð birtast á reikningnum þínum í „Tesla fyrir fyrirtæki“ undir „Umsjón með bílum“.
Ef þú ert skráður ökumaður fyrir einn eða fleiri bíla í Tesla-flota fyrirtækisins skaltu byrja á því að setja upp Tesla-appið. Fáðu frekari upplýsingar um hvernig þú getur sett upp símalykilinn, notað leiðsögn og fleira.
Ef þú ert forritari geturðu nálgast afköst í rauntíma, stjórnað stillingum og skoðað orkunotkun, þrýsting í hjólbörðum og hleðslustöðu Tesla-bíla og orkubúnaðar með forritaskilum fyrir flota.
Þú getur skráð starfsfólk fyrirtækisins sem ökumenn á reikningnum þínum í „Tesla fyrir fyrirtæki“. Með Tesla-appinu geta skráðir ökumenn fengið aðgang að Tesla-bílnum sínum um fjartengingu, sett upp símalykil og greitt fyrir hleðslu og áskriftir.
Þú getur einnig skráð starfsfólk fyrirtækisins sem greiðendur fyrir hleðslulotur, áskriftir og uppfærslur.
Hægt er að úthluta hlutverkum greiðanda fyrir þjónustu á eigendur flota (kaupleigufyrirtæki), leigutaka fyrirtækis eða ökumenn.
Athugaðu: Tesla ber ekki ábyrgð á viðhaldi eða uppfærslu á skráðu ökumönnunum þínum. Notendur sem eru stjórnendur eða flotastjórnendur geta stjórnað þessum stillingum fyrir fyrirtækið þitt.
Tesla-bílar eru hannaðir með það að markmiði að engin þörf sé fyrir þjónustu. Með fjargreiningu og þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum geturðu notað reikninginn þinn í „Tesla fyrir fyrirtæki“ til að bóka, samþykkja kostnaðaráætlanir, nálgast upplýsingar um innköllun og skoða þjónustuferilinn ef bíllinn þinn þarf á aðstoð að halda. Fáðu aðgang að upplýsingum um þjónustu og bilanagreiningu fyrir sjálfstæð fyrirtæki og einstaklinga sem koma að viðhaldi og viðgerðum á Tesla-bílum.
Þar sem þú leggur
Þú getur hlaðið hvenær sem er með því að stinga í samband. Wall Connector er þægilegasta hleðslulausnin og býður upp á mesta hleðsluhraðann. Kauptu Wall Connector og stand til að festa Wall Connector á fyrir frístandandi hleðslu.
Á veginum
Með yfir 75.000 Supercharger-hleðslustöðvar um heim allan nálægt þjónustu eins og veitingastöðum, verslunum, salernum og Wi-Fi aðgangsstöðum geturðu hlaðið Tesla-bílana þína með því einfaldlega að stinga í samband á hvaða Supercharger-hleðslustöð sem er.
Sem ökumaður geturðu skoðað framboð á Supercharger-hleðslustöðvum og fylgst með hleðsluferli fyrirtækjabílsins í Tesla-appinu. Nánar um kostnaðinn við Supercharger-hraðhleðslu.
Umsjón með hleðslulotum
Sem viðskiptavinur Tesla-flota geturðu valið að greiða fyrir hleðslulotur í gegnum reikninginn þinn í „Tesla fyrir fyrirtæki“ eða skráð ökumennina þína sem greiðendur fyrir hleðslulotur.