Ökumenn fyrirtækisbíla Tesla

Tesla býður gjaldgengum fyrirtækjum og stofnunum upp á að eiga og starfrækja sinn eigin Tesla flota, sem gerir starfsfólki þeirra kleift að nota Tesla bíla. Ef þú ert skráður ökumaður fyrir Tesla flota fyrirtækisins þíns eða ef þú velur Tesla bíl sem fyrirtækisbíl geturðu kynnt þér hvernig þú getur sett upp reikning í Tesla appinu, tekið við bílum og fleira.

Uppsetning Tesla appsins

Í Tesla appinu geturðu haft umsjón með reikningnum þínum og virkjað mismunandi stýringar fyrir fyrirtækisbílinn. Til að hefjast handa skaltu sækja Tesla appið í App Store eða í Google Play Store. Gakktu úr skugga um að þú sért með nýjustu útgáfuna af Tesla appinu með því að uppfæra það í snjalltækinu þínu.

Sækja í App StoreNáðu í það á Google Play

Innskráning

Netfangið frá vinnuveitanda þínum er netfangið sem þú notar til að skrá þig inn. Þegar þú hefur verið skráð(ur) sem ökumaður færðu tölvupóst þar sem beðið er um að þú búir til aðgangsorð. Þegar þú hefur fengið innskráningarupplýsingarnar skaltu sækja og opna Tesla appið til að skrá þig inn.

Athugaðu: Ef þú fékkst ekki þennan tölvupóst geturðu beðið um að aðgangsorðið sé endurstillt. Ef vandamálið leysist ekki eftir að þú hefur staðfest netfangið þitt hjá fyrirtækinu þínu eða flotastjórnunarfyrirtækinu skaltu hafa samband við notendaþjónustu.

Fyrirtækisbíllinn þinn

Ekki reyna að bæta bíl handvirkt við í Tesla appinu. Það mun fjarlægja bílinn af reikningi fyrirtækisins þíns eða flotastjórnarfyrirtækisins.

Ef þú hefur verið skráð(ur) ökumaður og tengiliður fyrir móttöku fyrirtækisbílsins ættir þú að geta séð Tesla bílinn og pöntunarupplýsingarnar í Tesla appinu. Ef þú varst aðeins skráð(ur) ökumaður geturðu ekki skoðað bílinn í Tesla appinu fyrr en fyrirtækisbíllinn hefur verið afhentur.

Uppsetning á símalyklinum

Hægt er að nota símalykilinn til að opna bílhurðarnar og fá aðgang að öllum stjórneiginleikum ökumanns og bíls í Tesla appinu. Þegar þú hefur fengið fyrirtækisbílinn afhentan skaltu sækja nýjustu útgáfu Tesla appsins og kveikja á Bluetooth í snjalltækinu þínu.

Til að setja upp símalykilinn þinn í Tesla appinu skaltu fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Veldu fyrirtækisbílinn.
  3. Við hliðina á „Símalykill“ skaltu ýta á hnappinn „Setja upp“.
  4. Fylgdu leiðbeiningunum sem eftir eru.

Athugaðu: Ef uppsetning símalykilsins tekst ekki gætirðu verið of langt frá bílnum. Í þeim tilvikum mun Tesla appið veita þér leiðbeiningar um hvernig þú getur sett upp símalykilinn með því að nota varakortalykilnn þinn.

Móttaka afhendingar

Fyrirtækið þitt eða flotastjórnunarfyrirtækið ber ábyrgð á ferlinu fyrir afhendingu. Ef þú ert tengiliður fyrir móttöku fyrirtækisbílsins færðu send skilaboð þegar bíllinn er tilbúinn fyrir afhendingu. Ef þú ert ekki tengiliður fyrir móttöku mælum við með því að þú hafir samband við fyrirtækið þitt eða flotastjórnunarfyrirtækið til að skipuleggja afhendingu á fyrirtækisbílnum.

Áður en afhending fer fram skaltu horfa á myndbandaröðina Meet Your Tesla til að kynna þér og fræðast um grunnatriði fyrirtækisbílsins, þar á meðal hvernig á að hlaða bílinn, setja upp hugbúnaðaruppfærslur og fleira.

Afhendingardagur

Ef þú ert skráð(ur) sem tengiliðurinn fyrir móttöku fyrirtækisbílsins þarftu að framvísa gildum opinberum skilríkjum og gefa upp pöntunar- eða VIN númer á afhendingardegi. Þú getur fundið pöntunar- eða VIN númerið þitt í Tesla appinu með því að fylgja þessum skrefum:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á „Upplýsingar um bíl“.
Greiðslur framkvæmdar

Supercharger hraðhleðsla

Ef þú berð ábyrgð á að greiða fyrir hleðslu fyrirtækisbílsins skaltu vista kreditkortið þitt eða hleðslukortið og greiðsluupplýsingar í Tesla appinu áður en þú tekur við bílnum. Hleðslukort er kort sem eigendur rafbíla geta notað til að greiða fyrir hleðslu á almennum hleðslustöðvum. Þegar þú hefur vistað greiðslumátann verða allar hleðslulotur sjálfkrafa skuldfærðar af reikningnum þínum.

Þú getur bætt við greiðsluupplýsingunum þínum í Tesla appinu með því að fylgja þessum skrefum:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á valmyndina efst til hægri.
  3. Ýttu á „Hleðsla“.
  4. Ýttu á „Stjórna greiðslum“.
  5. Ýttu á „Bæta við greiðslumáta“.

Þú getur notað Tesla appið til að fylgjast með hleðslu fyrirtækisbílsins, stjórnað reikningum og fleira um fjartengingu. Kynntu þér Supercharger hraðhleðslu og hvernig gjöld fyrir Supercharger hleðslu eru reiknuð.

Áskriftir

Tesla býður upp á áskrift að Premium-tengingu. Fyrirtækið þitt eða flotastjórnunarfyrirtækið kann að útnefna þig sem greiðsluaðila áskrifta.

Þú getur gerst áskrifandi að Premium-tengingu í Tesla-appinu með því að fylgja þessum skrefum:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á „Uppfærslur“.
  3. Ýttu á „Hugbúnaðaruppfærslur“.
  4. Efst á skjánum skaltu ýta á „Gerast áskrifandi“.
  5. Ýttu á „Bæta við“ við hliðina á uppfærslunni. Ýttu síðan á „Áfram“.
  6. Ýttu á „Ganga frá greiðslu“ og vistaðu heimilisfang greiðanda og greiðslumátann.
Notkun leiðsögukerfis

Tesla býður upp á valmöguleika til að skipuleggja síðari ferðir annaðhvort í fyrirtækisbílnum eða í Tesla appinu.

Trip Planner

Trip Planner er leiðsagnareiginleiki sem gerir þér kleift að skipuleggja akstur á skilvirkari hátt. Ef þú þarft að hlaða til að komast á valinn áfangastað notar Trip Planner rauntímagögn til að vísa þér á Supercharger hleðslustöðvar á leiðinni. Þegar þú notar Trip Planner sérðu áætlaða hleðslu á rafhlöðu bílsins við komu á Supercharger hleðslustöð og ráðlagðan hleðslutíma.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að kveikja á Trip Planner á snertiskjá fyrirtækisbílsins:

  1. Ýttu á stillingatáknið fyrir kortið.
  2. Ýttu á „Trip Planner“.

Athugið: Þegar þú stefnir á áfangastað kviknar sjálfkrafa á Trip Planner ef þörf er á hleðslu.

Notkun staðsetningar

Þú getur notað eiginleikann „Staðsetning“ í Tesla appinu með því að fylgja þessum skrefum:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á „Staðsetning“.
  3. Ýttu á leiðsagnartáknið og sláðu inn áfangastað. Ef þú þarft að hlaða til að komast á valinn áfangastað verður Supercharger hleðslustöðvum bætt við leiðina þína.
  4. Ýttu á „Fara núna“ til að tímasetja brottfarartímann.
  5. Ýttu á „Senda í bíl“ til að staðfesta ferðina.

Leiðsögn fyrir áætlaða ferð birtist á snertiskjá fyrirtækisbílsins þegar þú leggur af stað.

Drægni aukin

Ef þú ætlar að nota fyrirtækisbílinn þinn í langferðir kann drægnin að ráðast af þáttum á borð við hitastig, aksturshraða eða mismunandi aksturslag. Athugaðu þrýsting í hjólbörðum og notaðu orkuappið á snertiskjá bílsins til að auka drægni fyrirtækisbílsins. Kynntu þér hvernig þú getur hámarkað drægni og sparneytni fyrirtækisbílsins.

Additional Information

Veldu til að fá frekari upplýsingar um fyrirtækisbílinn:

Algengar spurningar
Algengar spurningar Sýna allt Fela allt